Tuttugu mánaða bið Ödu Hegerberg loks á enda: „Eins og lítill krakki“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2021 15:01 Ada Hegerberg grét eftir fyrsta leikinn sinn í tuttugu mánuði. EPA-EFE/Adam Ihse Ada Hegerberg var fyrsta konan til að hljóta Gullhnöttinn eftirsótta en það hefur ekki verið mikið af fótbolta hjá norska framherjanum síðustu mánuði. Tárin runnu niður kinnar hennar í lok fyrsta leiksins í Meistaradeildinni á dögunum, fyrsta leiksins í tuttugu mánuði. Það hafa fáar knattspyrnukonur í fremstu röð þurft að bíða svo lengi eftir að komast aftur inn á völlinn. A 20-month absence was a challenging time Ada Hegerberg - and so as tears rolled down her face at the end of her return in the Women's Champions League, it was a reminder of what she - and football - had missed.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) October 13, 2021 Hegerberg var á efsta tindi fótboltans þegar hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hún hafði slegið markamet Meistaradeildarinnar fjórum mánuðum fyrr og ári áður skoraði hún líka þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Lyon vann fjórða árið í röð. Þá fékk hún Gullhnöttinn fyrst kvenna. Sigurgangan endaði án Ödu og Söru Þegar Sara Björk Gunnarsdóttir kom til Lyon þá var sú norska búin að slíta krossband og ekki að spila. Lyon náði samt að vinna án hennar og Sara Björk skoraði í úrslitaleiknum. Þær voru hins vegar hvorugar með þegar Lyon liðið datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Sara Björk var þá komin í barneignarfrí. Þar endaði fimm ára sigurganga Lyon í Meistaradeild kvenna. WELCOME BACK TO @UWCL ACTION, ADA HEGERBERG pic.twitter.com/azUa546r1Y— DAZN Football (@DAZNFootball) October 5, 2021 Í síðustu viku komst Ada aftur inn á fótboltavöllinn þegar hún kom inn á sem varamaður í Meistaradeildarleik á móti sænska liðinu Häcken. Ada segist þar hafa liðið eins og fótboltakonu á ný. „Mér fannst eins og ég hafi verið að lifa þessa stund aftur og aftur í hausnum á mér alla þessa mánuði,“ sagði Ada Hegerberg í viðtali við breska ríkisútvarpið. Miklar tilfinningar „Það voru miklar tilfinningar í gangi hjá mér en mikil gleði líka. Ég á langa leið eftir ennþá en fyrir mig þá var þetta stór sigur,“ sagði Ada. Ada Hegerberg undirbýr sig að koma inn á í leiknum á móti Häcken í síðustu viku,EPA-EFE/Adam Ihse „Mér fannst ég ekki þurfa þessa tuttugu mánuði til að minna mig á það hversu mikið ég elskaði fótboltann en þetta gaf mér vissulega enn meiri ástæðu til að meta íþróttina. Þar er mín mesta ástríða og mér líður eins og litlum krakka á ný þegar ég spila fótbolta eða fer á æfingu. Þannig á það að vera,“ sagði Ada. Viss um að komast þangað aftur „Ég veit að ég var upp á mitt allra besta fyrir þessa tuttugu mánuði en ég er raunsæ og veit að ég þarf að vera þolinmóð og þarf að leggja mikla vinnu á mig bæði líkamlega og andlega. Þetta var stórt skref fyrir mig en það er talsverður tími eftir og mikil vinna framundan,“ sagði Ada. „Á meðan þú nýtur þess og heldur einbeitingu þá veit ég að með þeirri vinnu sem ég ætla að leggja á mig þá er ég viss um að ég komist þangað aftur“ sagði Ada Hegerberg. Noregur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Tárin runnu niður kinnar hennar í lok fyrsta leiksins í Meistaradeildinni á dögunum, fyrsta leiksins í tuttugu mánuði. Það hafa fáar knattspyrnukonur í fremstu röð þurft að bíða svo lengi eftir að komast aftur inn á völlinn. A 20-month absence was a challenging time Ada Hegerberg - and so as tears rolled down her face at the end of her return in the Women's Champions League, it was a reminder of what she - and football - had missed.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) October 13, 2021 Hegerberg var á efsta tindi fótboltans þegar hún sleit krossband í hné í janúar 2020. Hún hafði slegið markamet Meistaradeildarinnar fjórum mánuðum fyrr og ári áður skoraði hún líka þrennu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem Lyon vann fjórða árið í röð. Þá fékk hún Gullhnöttinn fyrst kvenna. Sigurgangan endaði án Ödu og Söru Þegar Sara Björk Gunnarsdóttir kom til Lyon þá var sú norska búin að slíta krossband og ekki að spila. Lyon náði samt að vinna án hennar og Sara Björk skoraði í úrslitaleiknum. Þær voru hins vegar hvorugar með þegar Lyon liðið datt út úr átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð en Sara Björk var þá komin í barneignarfrí. Þar endaði fimm ára sigurganga Lyon í Meistaradeild kvenna. WELCOME BACK TO @UWCL ACTION, ADA HEGERBERG pic.twitter.com/azUa546r1Y— DAZN Football (@DAZNFootball) October 5, 2021 Í síðustu viku komst Ada aftur inn á fótboltavöllinn þegar hún kom inn á sem varamaður í Meistaradeildarleik á móti sænska liðinu Häcken. Ada segist þar hafa liðið eins og fótboltakonu á ný. „Mér fannst eins og ég hafi verið að lifa þessa stund aftur og aftur í hausnum á mér alla þessa mánuði,“ sagði Ada Hegerberg í viðtali við breska ríkisútvarpið. Miklar tilfinningar „Það voru miklar tilfinningar í gangi hjá mér en mikil gleði líka. Ég á langa leið eftir ennþá en fyrir mig þá var þetta stór sigur,“ sagði Ada. Ada Hegerberg undirbýr sig að koma inn á í leiknum á móti Häcken í síðustu viku,EPA-EFE/Adam Ihse „Mér fannst ég ekki þurfa þessa tuttugu mánuði til að minna mig á það hversu mikið ég elskaði fótboltann en þetta gaf mér vissulega enn meiri ástæðu til að meta íþróttina. Þar er mín mesta ástríða og mér líður eins og litlum krakka á ný þegar ég spila fótbolta eða fer á æfingu. Þannig á það að vera,“ sagði Ada. Viss um að komast þangað aftur „Ég veit að ég var upp á mitt allra besta fyrir þessa tuttugu mánuði en ég er raunsæ og veit að ég þarf að vera þolinmóð og þarf að leggja mikla vinnu á mig bæði líkamlega og andlega. Þetta var stórt skref fyrir mig en það er talsverður tími eftir og mikil vinna framundan,“ sagði Ada. „Á meðan þú nýtur þess og heldur einbeitingu þá veit ég að með þeirri vinnu sem ég ætla að leggja á mig þá er ég viss um að ég komist þangað aftur“ sagði Ada Hegerberg.
Noregur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira