Blikar mæta stórliði sem var ekki til í fyrra Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2021 08:00 Lorena Navarro og stöllur í Real Madrid taka á móti Breiðabliki í kvöld. Getty/Irinia R. Hipolito Blikakonur mæta liði eins þekktasta knattspyrnufélags heims í kvöld í öðrum leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Kvennalið Real Madrid varð hins vegar ekki til fyrr en í fyrrasumar. Þó að karlalið Real Madrid sé það sigursælasta í sögu Meistaradeild Evrópu þá er kvennaliðið þar á nýjum slóðum. Ana Rossell, fyrrverandi leikmaður Atlético Madrid, hóf baráttu fyrir því undir lok síðustu aldar að stofnað yrði kvennalið undir hatti Real Madrid. Segja má að skref í þá átt hafi loks verið tekið þegar félagið TACÓN var stofnað árið 2014. TACÓN lék í næstefstu deild til ársins 2019 en fór þá upp í efstu deild og endaði í 10. sæti á sinni fyrstu leiktíð. Ljóst var frá byrjun að ráðamenn Real Madrid væru opnir fyrir þeim möguleika að taka yfir félagið og frá því var svo gengið í fyrrasumar. Breiðablik stóð vel í PSG í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni en tapaði að lokum 2-0.vísir/vilhelm Ári áður, eða tímabilið 2019-2020, hóf TACÓN að spila á svæði Real Madrid og leikurinn við Breiðablik í kvöld fer fram á Alfredo di Stéfano vellinum, sem karlalið Real lék á á síðustu leiktíð vegna framkvæmda á Santiago Bernabéu. Gengið illa í haust og leikmenn meiddir Real Madrid hefur gengið afar illa það sem af er leiktíð á Spáni og er aðeins með fjögur stig eftir sex umferðir, í 13. sæti, eftir að hafa endað í 2. sæti á síðustu leiktíð. Það er vatn á myllu Blika að mikið er um meiðsli í leikmannahópi Real sem til að mynda saknar sænska markaskorarans Kosovare Asllani auk þess sem aðeins einn eiginlegur miðjumaður aðalhóps félagsins er til taks. Engu að síður er ljóst að Blika bíður afar erfitt verkefni. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19 í kvöld og hægt verður að horfa á beina útsendingu á Vísi. Í fyrstu umferð riðlakeppninnar tapaði Breiðablik 2-0 gegn PSG en Real vann úkraínska liðið Zhytlobud 1-0. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Sjá meira
Þó að karlalið Real Madrid sé það sigursælasta í sögu Meistaradeild Evrópu þá er kvennaliðið þar á nýjum slóðum. Ana Rossell, fyrrverandi leikmaður Atlético Madrid, hóf baráttu fyrir því undir lok síðustu aldar að stofnað yrði kvennalið undir hatti Real Madrid. Segja má að skref í þá átt hafi loks verið tekið þegar félagið TACÓN var stofnað árið 2014. TACÓN lék í næstefstu deild til ársins 2019 en fór þá upp í efstu deild og endaði í 10. sæti á sinni fyrstu leiktíð. Ljóst var frá byrjun að ráðamenn Real Madrid væru opnir fyrir þeim möguleika að taka yfir félagið og frá því var svo gengið í fyrrasumar. Breiðablik stóð vel í PSG í fyrsta leik sínum í riðlakeppninni en tapaði að lokum 2-0.vísir/vilhelm Ári áður, eða tímabilið 2019-2020, hóf TACÓN að spila á svæði Real Madrid og leikurinn við Breiðablik í kvöld fer fram á Alfredo di Stéfano vellinum, sem karlalið Real lék á á síðustu leiktíð vegna framkvæmda á Santiago Bernabéu. Gengið illa í haust og leikmenn meiddir Real Madrid hefur gengið afar illa það sem af er leiktíð á Spáni og er aðeins með fjögur stig eftir sex umferðir, í 13. sæti, eftir að hafa endað í 2. sæti á síðustu leiktíð. Það er vatn á myllu Blika að mikið er um meiðsli í leikmannahópi Real sem til að mynda saknar sænska markaskorarans Kosovare Asllani auk þess sem aðeins einn eiginlegur miðjumaður aðalhóps félagsins er til taks. Engu að síður er ljóst að Blika bíður afar erfitt verkefni. Leikur Real Madrid og Breiðabliks hefst klukkan 19 í kvöld og hægt verður að horfa á beina útsendingu á Vísi. Í fyrstu umferð riðlakeppninnar tapaði Breiðablik 2-0 gegn PSG en Real vann úkraínska liðið Zhytlobud 1-0.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Sjá meira