Tekist á um orkustefnu í stjórnarmyndunarviðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2021 19:21 Formenn stjórnarflokkanna reyna nú að brúa mismunandi áherslur flokkanna í orkumálum. vísir/vilhelm Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að leysa þurfi úr ágreiningi stjórnarflokkanna um orkunýtingu til framtíðar í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Arftaki umhverfisráðherra hjá Landvernd varar hins vegar við því að „látið verði undan áróðursherferð óseðjandi orkuiðnaðar“ eins og það er orðað. Formenn stjórnarflokkanna hafa nú rætt saman í tvær vikur um möguleika á að mynda nýja ríkisstjórn saman. Ekki sér fyrir endan á viðræðunum en öll telja þau eðlilegt að viðræðurnar taki nokkur tíma. Ýmis ljón eru í veginum sem komast þarf framhjá eins og mismunandi áherslum flokkanna í orkumálum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir formennina hafa rætt heiðarlega um skoðanamun á einstaka málum og reynt að finna lausn á þeim. Þar undir séu til dæmis hálendisþjóðgarður og rammáætlun um vernd og nýtingu orkuauðlinda. „Ef við ætlum að fara í alvöru í orkuskipti þarf orku og það þarf græna orku. Þess vegna er okkur mikið í mun, að minnsta kosti okkur í Sjálfstæðisflokknum, að reyna að slípa til ferla. Þannig að það séu ekki flöskuhálsar í kerfunum sem koma í veg fyrir að við náum árangri í orkuskiptum,“ segir Bjarni. Auður Anna Magnúsdóttir arftaki Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra í starfi framkvæmdastjóra Landverndar talar til þessarra sjónarmiða í grein á Vísi í dag. Forsvarsmenn stórra orkufyrrtækja hafi sagt bráðnauðsynlegt að taka faglega ferla í lögum úr sambandi við ákvarðanir um virkjanir. Á Íslandi væri nú þegar framleidd mest orka í heiminum á hvern íbúa þar sem stóriðjan taki til sín 80 prósent allrar raforku í landinu. Sjálfbærasta loftlagsaðgerðin væri aftur á móti að nota minni orku og nýta hana betur. „Látum ekki glepjast af áróðursherferð hins óseðjandi orkuiðnaðar gegn íslenskri náttúru,“ segir orðrétt í greininni. Bjarni bendir hins vegar á að ekki hafi verið samþykkt ný rammaáætlun frá árinu 2013 en hana beri að gera á fjögurra ára fresti. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur í svipaðan streng. „Hluti af loftlagslausninni á næstu árum eru grænar fjárfestingar sem byggja á grænni orku. Við erum svo heppin hér á Íslandi að við erum annars vegar mjög rík af orku nú þegar en líka af þeim möguleikum að geta gert betur,“ segir Sigurður Ingi. Katrín segir rætt um fleira en orkumál Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að auðvitað sé áherslumunur á milli flokkanna. „Þessar viðræður snúast auðvitað ekki bara um þessi mál. Það eru fleiri mál sem ekki var lokið við á síðasta kjörtímabili. Flokkarnir voru síðan með sínar áherslur fyrir kosningar sem auðvitað þarf að fara í gegnum og meta hvað sé hægt að gera í hverjum og einum málaflokki. Þannig að það er ekki óeðlilegt að þetta taki sinn tíma,“ segir Katrín. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Bjarni aðspurður að Sjálfstæðisflokkurinn hefði áhuga á að taka við heilbrigðismálunum. Þau væru stór og mikilvægur málaflokkur sem tæki til sín um fjórðung allra útgjalda ríkisins. En í þeim málaflokki hefur einnig verið hugmyndafræðilegur ágreingur. Sérstaklega á milli þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Katrín segir viðræður formannanna ekki komnar það langt að farið væri að skipta ráðuneytum. Það kæmi vel til greina að stokka upp í ráðuneytum og færa verkefni á milli þeirra. „Þetta snýst auðvitað ekki um einhver flokkur sleppi ráðuneyti og einhver annar sækist eftir því. Mér hefur nú heyrst að allir þessir flokkar séu tilbúnir í flest ráðuneyti sem eru í boði ef ekki öll. Þessir flokkar eru með stefnu í öllum þessum málaflokkum þannig að sjálfsögðu er áhugi á því. Það er hins vegar eitthvað sem við munum ræða síðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni. 12. október 2021 12:51 Gefa sér þann tíma sem þarf Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. 12. október 2021 12:24 Bjarni afar spenntur fyrir heilbrigðismálunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri. 12. október 2021 12:01 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
Formenn stjórnarflokkanna hafa nú rætt saman í tvær vikur um möguleika á að mynda nýja ríkisstjórn saman. Ekki sér fyrir endan á viðræðunum en öll telja þau eðlilegt að viðræðurnar taki nokkur tíma. Ýmis ljón eru í veginum sem komast þarf framhjá eins og mismunandi áherslum flokkanna í orkumálum. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir formennina hafa rætt heiðarlega um skoðanamun á einstaka málum og reynt að finna lausn á þeim. Þar undir séu til dæmis hálendisþjóðgarður og rammáætlun um vernd og nýtingu orkuauðlinda. „Ef við ætlum að fara í alvöru í orkuskipti þarf orku og það þarf græna orku. Þess vegna er okkur mikið í mun, að minnsta kosti okkur í Sjálfstæðisflokknum, að reyna að slípa til ferla. Þannig að það séu ekki flöskuhálsar í kerfunum sem koma í veg fyrir að við náum árangri í orkuskiptum,“ segir Bjarni. Auður Anna Magnúsdóttir arftaki Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra í starfi framkvæmdastjóra Landverndar talar til þessarra sjónarmiða í grein á Vísi í dag. Forsvarsmenn stórra orkufyrrtækja hafi sagt bráðnauðsynlegt að taka faglega ferla í lögum úr sambandi við ákvarðanir um virkjanir. Á Íslandi væri nú þegar framleidd mest orka í heiminum á hvern íbúa þar sem stóriðjan taki til sín 80 prósent allrar raforku í landinu. Sjálfbærasta loftlagsaðgerðin væri aftur á móti að nota minni orku og nýta hana betur. „Látum ekki glepjast af áróðursherferð hins óseðjandi orkuiðnaðar gegn íslenskri náttúru,“ segir orðrétt í greininni. Bjarni bendir hins vegar á að ekki hafi verið samþykkt ný rammaáætlun frá árinu 2013 en hana beri að gera á fjögurra ára fresti. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tekur í svipaðan streng. „Hluti af loftlagslausninni á næstu árum eru grænar fjárfestingar sem byggja á grænni orku. Við erum svo heppin hér á Íslandi að við erum annars vegar mjög rík af orku nú þegar en líka af þeim möguleikum að geta gert betur,“ segir Sigurður Ingi. Katrín segir rætt um fleira en orkumál Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að auðvitað sé áherslumunur á milli flokkanna. „Þessar viðræður snúast auðvitað ekki bara um þessi mál. Það eru fleiri mál sem ekki var lokið við á síðasta kjörtímabili. Flokkarnir voru síðan með sínar áherslur fyrir kosningar sem auðvitað þarf að fara í gegnum og meta hvað sé hægt að gera í hverjum og einum málaflokki. Þannig að það er ekki óeðlilegt að þetta taki sinn tíma,“ segir Katrín. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Bjarni aðspurður að Sjálfstæðisflokkurinn hefði áhuga á að taka við heilbrigðismálunum. Þau væru stór og mikilvægur málaflokkur sem tæki til sín um fjórðung allra útgjalda ríkisins. En í þeim málaflokki hefur einnig verið hugmyndafræðilegur ágreingur. Sérstaklega á milli þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Katrín segir viðræður formannanna ekki komnar það langt að farið væri að skipta ráðuneytum. Það kæmi vel til greina að stokka upp í ráðuneytum og færa verkefni á milli þeirra. „Þetta snýst auðvitað ekki um einhver flokkur sleppi ráðuneyti og einhver annar sækist eftir því. Mér hefur nú heyrst að allir þessir flokkar séu tilbúnir í flest ráðuneyti sem eru í boði ef ekki öll. Þessir flokkar eru með stefnu í öllum þessum málaflokkum þannig að sjálfsögðu er áhugi á því. Það er hins vegar eitthvað sem við munum ræða síðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni. 12. október 2021 12:51 Gefa sér þann tíma sem þarf Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. 12. október 2021 12:24 Bjarni afar spenntur fyrir heilbrigðismálunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri. 12. október 2021 12:01 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
„Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni. 12. október 2021 12:51
Gefa sér þann tíma sem þarf Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir hann og formenn Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna, vilja vanda sig í stjórnarmyndunarviðræðum. Það séu áskoranir í viðræðunum sem hafi ekki verið leystar á síðustu fjórum árum og það sé verið að vinna í því. 12. október 2021 12:24
Bjarni afar spenntur fyrir heilbrigðismálunum Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir stjórnarmyndunarviðræður hans, Sigurðar Inga í Framsóknarflokknum og Katrínar Jakobsdóttur í Vinstri grænum, í eðlilegum farvegi. Hann segist spenntur fyrir heilbrigðismálunum sem málaflokki. Þar séu mörg tækifæri. 12. október 2021 12:01