Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2021 10:27 Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Ali Hassan Khalil (t.h.) fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku vegna sprengingarinnar í Beirút í fyrra. Getty/Bilal Jawich Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. Khalil er háttsettur meðlimur Shi‘ite Amal hreyfingarinnar og mikill stuðningsmaður vígahópsins Hezbollah. Leiðtogi Hezbollah, Sayyed Hassan Nasrallah, gagnrýndi dómarann Tarek Bitar harðlega í gær og kallaði eftir því að honum verði skipt út. Dómarinn, að mati Nasrallah, sé hlutdrægur og pólitískar skoðanir ráði störfum hans. Samkvæmt frétt Reuters eru bara nokkrar vikur liðnar síðan Wafik Safa, háttsettur maður innan Hezbollah, hótaði Bitar að hópurinn myndi tryggja að honum yrði skipt út. Rannsókninni á sprengingunni, sem varð þann 4. ágúst 2020, hefur lítið miðað áfram. Fyrrverandi ráðherrar og háttsettir stjórnmálamenn hafa ítrekað neitað að mæta til skýrslutöku vegna málsins og nokkrir kvartað yfir Bitar vegna málsins. Khalil er ekki eini fyrrverandi ráðherrann sem handtökuskipun hefur verið gefin út fyrir. Gefin var út handtökuskipun á hendur Youssefs Finianos, fyrrverandi atvinnumálaráðherra, í september eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku. Finianos hefur enn ekki verið handtekinn, þrátt fyrir handtökuskipunina. Bitar hefur ítrekað óskað eftir því að fyrrverandi ríkisstjórn landsins mæti til skýrslutöku en fá svör fengið. Fyrrverandi ráðherrarnir hafa margir hverjir kvartað undan honum og sagt hann óhæfan til að fara fyrir rannsókninni. Sprenging í Beirút Líbanon Tengdar fréttir Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Khalil er háttsettur meðlimur Shi‘ite Amal hreyfingarinnar og mikill stuðningsmaður vígahópsins Hezbollah. Leiðtogi Hezbollah, Sayyed Hassan Nasrallah, gagnrýndi dómarann Tarek Bitar harðlega í gær og kallaði eftir því að honum verði skipt út. Dómarinn, að mati Nasrallah, sé hlutdrægur og pólitískar skoðanir ráði störfum hans. Samkvæmt frétt Reuters eru bara nokkrar vikur liðnar síðan Wafik Safa, háttsettur maður innan Hezbollah, hótaði Bitar að hópurinn myndi tryggja að honum yrði skipt út. Rannsókninni á sprengingunni, sem varð þann 4. ágúst 2020, hefur lítið miðað áfram. Fyrrverandi ráðherrar og háttsettir stjórnmálamenn hafa ítrekað neitað að mæta til skýrslutöku vegna málsins og nokkrir kvartað yfir Bitar vegna málsins. Khalil er ekki eini fyrrverandi ráðherrann sem handtökuskipun hefur verið gefin út fyrir. Gefin var út handtökuskipun á hendur Youssefs Finianos, fyrrverandi atvinnumálaráðherra, í september eftir að hann mætti ekki til skýrslutöku. Finianos hefur enn ekki verið handtekinn, þrátt fyrir handtökuskipunina. Bitar hefur ítrekað óskað eftir því að fyrrverandi ríkisstjórn landsins mæti til skýrslutöku en fá svör fengið. Fyrrverandi ráðherrarnir hafa margir hverjir kvartað undan honum og sagt hann óhæfan til að fara fyrir rannsókninni.
Sprenging í Beirút Líbanon Tengdar fréttir Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41
Ný ríkisstjórn loks tekin við í Líbanon Ný ríkisstjórn hefur loks tekið við í Líbanon, um þrettán mánuðum eftir að sú síðasta hrökklaðist frá völdum í kjölfar spreningarinnar miklu í höfuðborginni Beirút í ágúst 2020. 10. september 2021 13:46
Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00