Þjálfari Gróttu eftir grátlegt tap: „Djöfull langar mig að blóta“ Dagbjört Lena Sigurðardóttir skrifar 11. október 2021 20:15 Arnar Daði var súr og svekktur í kvöld. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var vægast sagt ósáttur með eins marks tap sinna manna gegn Fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leiknum lauk með 24-23 sigri gestanna. „Ég er vonsvikinn. Við vorum ekki nægilega góðir til þess að vinna þennan leik. Ég veit ekki hvort hann Einar Jónsson sé sammála mér en mér fannst Framararnir heldur ekki spes. En það er ekkert spurt að því. Við voruð bara ekki nægilega góðir til að vinna,“ sagði Arnar Daði eftir leik og hélt svo áfram. „Djöfull langar mig að blóta. Við vorum bara alls ekki nægilega góðir. Þetta er eiginlega bara ekki hægt. Við getum ekki verið að spila á sama leveli og andstæðingarnir og svo vonast eftir að vinna þetta í lokin. Við hefðum átt að vera búin að klára þennan leik fyrir löngu en við höfðum ekki gæðin í það.“ „Mér fannst spilamennskan ekki nægilega góð. Ég nenni ekki að vera að segja eitthvað um hvað við hefðum átt að gera. Við áttum bara að vinna Fram í dag. Ég set standard á leikmenn sem ég er með í liðinu. Við erum ekkert með þetta kjallaralið, við erum með hörkuleikmenn en við þurfum bara að fara að spila betri handbolta. Þetta er ekki hægt hérna leik eftir leik.“ „Við stöndum í Val, við stöndum í FH, við stöndum í Fram. Það skiptir engu djöfulsins máli hvað liðin heita. Við mætum alltaf í leik en svo klárum við þetta ekki þegar uppi er staðið. Ég nenni ekki að vera að tuða yfir dómgæslunni. Við getum það ekki þegar við erum ekki skömminni skárri en ég veit allavega ekki hverjir voru bestu leikmenn vallarins í dag.“ „Ég átti nokkur tiltöl við eftirlitsdómarann í leiknum. Mér finnst Sissi (Kristján halldórsson) nú ágætur. Og ég spyr hann oft í leiknum hvort þetta hafi verið réttur dómur eða ekki og ég veit ekki betur heldur en að hann hafi oftar en ekki verið sammála mér og ósammála hans teymi.“ „Ég er svo pirraður að ég gæti gert eitthvað sem ég á ekki að vera að gera þannig ég ætla nú ekki að tjá mig of mikið. Ég veit ekki hvort þessi þáttur sem verður sýndur (Seinni bylgjan) hafi einhvern áhuga á að skoða einhverja dóma en skoðið þessar tvær mínútur á Birgi Stein í lokin.“ „Er ekki brotið á Igor þarna í lokin? Undirhandarskotið sem tekið er undir lokin þegar Rógvi fær hann í fótinn. Þetta er endalaust af dómum. Undir lok seinni hálfleiks kemur hendin upp eftir aðeins 40 sekúndur en þeir eru manni færri í fyrri hálfleik þar sem þeir fá að spila í mínútu áður en höndin kemur upp. Þetta er bara endalaust kjaftæði sem er ekki hægt að lifa með að eilífu,“ sagði Arnar Daði að endingu. Handbolti Íslenski handboltinn Grótta Olís-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
„Ég er vonsvikinn. Við vorum ekki nægilega góðir til þess að vinna þennan leik. Ég veit ekki hvort hann Einar Jónsson sé sammála mér en mér fannst Framararnir heldur ekki spes. En það er ekkert spurt að því. Við voruð bara ekki nægilega góðir til að vinna,“ sagði Arnar Daði eftir leik og hélt svo áfram. „Djöfull langar mig að blóta. Við vorum bara alls ekki nægilega góðir. Þetta er eiginlega bara ekki hægt. Við getum ekki verið að spila á sama leveli og andstæðingarnir og svo vonast eftir að vinna þetta í lokin. Við hefðum átt að vera búin að klára þennan leik fyrir löngu en við höfðum ekki gæðin í það.“ „Mér fannst spilamennskan ekki nægilega góð. Ég nenni ekki að vera að segja eitthvað um hvað við hefðum átt að gera. Við áttum bara að vinna Fram í dag. Ég set standard á leikmenn sem ég er með í liðinu. Við erum ekkert með þetta kjallaralið, við erum með hörkuleikmenn en við þurfum bara að fara að spila betri handbolta. Þetta er ekki hægt hérna leik eftir leik.“ „Við stöndum í Val, við stöndum í FH, við stöndum í Fram. Það skiptir engu djöfulsins máli hvað liðin heita. Við mætum alltaf í leik en svo klárum við þetta ekki þegar uppi er staðið. Ég nenni ekki að vera að tuða yfir dómgæslunni. Við getum það ekki þegar við erum ekki skömminni skárri en ég veit allavega ekki hverjir voru bestu leikmenn vallarins í dag.“ „Ég átti nokkur tiltöl við eftirlitsdómarann í leiknum. Mér finnst Sissi (Kristján halldórsson) nú ágætur. Og ég spyr hann oft í leiknum hvort þetta hafi verið réttur dómur eða ekki og ég veit ekki betur heldur en að hann hafi oftar en ekki verið sammála mér og ósammála hans teymi.“ „Ég er svo pirraður að ég gæti gert eitthvað sem ég á ekki að vera að gera þannig ég ætla nú ekki að tjá mig of mikið. Ég veit ekki hvort þessi þáttur sem verður sýndur (Seinni bylgjan) hafi einhvern áhuga á að skoða einhverja dóma en skoðið þessar tvær mínútur á Birgi Stein í lokin.“ „Er ekki brotið á Igor þarna í lokin? Undirhandarskotið sem tekið er undir lokin þegar Rógvi fær hann í fótinn. Þetta er endalaust af dómum. Undir lok seinni hálfleiks kemur hendin upp eftir aðeins 40 sekúndur en þeir eru manni færri í fyrri hálfleik þar sem þeir fá að spila í mínútu áður en höndin kemur upp. Þetta er bara endalaust kjaftæði sem er ekki hægt að lifa með að eilífu,“ sagði Arnar Daði að endingu.
Handbolti Íslenski handboltinn Grótta Olís-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni