Lífið

Stjörnulífið: Barneignir, tennis og ný tækifæri

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar er farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga.
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar er farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga. Samsett/Instagram

RIFF kvikmyndahátíðinni lauk um helgina. Á laugardagskvöldið voru veitt verðlaun auk þess sem heiðurssýning á kvikmyndinni Margrét - Drottning norðursins fór fram.

Trine Dyrholm leikur Margréti í myndinni en hún var í dómnefndinni sem veitti frönsk-grísku kvikmyndinni Moon, 66 Questions Gyllt lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar.

Auk Trine voru leikararnir Aníta Briem og Gísli Örn Garðarsson meðal dómara í nefndinni. Ólafur Darri Ólafsson leikari var á svæðinu sem og vinkonurnar Nína Dögg Filippusdóttir og Selma Björnsdóttir. Nína og Unnur Ösp skelltu sér fyrr um daginn með Trine á Jómfrúna.

Á heiðurssýningu Margrétar um kvöldið mætti meðal annars Baltasar Kormákur leikstjóri sem ræddi meðal annars við leikstjórann Charlotte Sieling að sýningu lokinni. Þorsteinn Bachmann var á svæðinu auk fleira fólks úr íslenska kvikmyndageiranum.

Soffía Dögg Garðarsdóttir sefur lítið þessa dagana þar sem hún er á fullu í upptökum fyrir þriðju þáttaröðina sína. Þættirnir fara fljótlega af stað í sýningu hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni. 

Friðrik Dór hélt upp á afmæli sitt í vikunni og það rigndi yfir hann kveðjum frá vinum, fjölskyldu og aðdáendum. Jón Jónsson skrifaði: 

„Ávallt verður þú

minn bróðir kær

þig ég elska nú

sem endranær“

Annars tilkynnti Jón Jónsson líka að hann ætlar að gefa út plötu á föstudaginn, sem mun eflaust gleðja fleiri en bara okkur á Lífinu. 

Friðrik Ómar hélt sturlaða afmælistónleika í Hörpu og stemningin í salnum var að sögn ótrúleg.

Nýtrúlofuð Dóra Jóhanns skellti sér í tennis með unnustanum Agli Egilssyni. 

Emmsjé Gauti og Helgi Sæmundur gáfu út einstaka plötu á föstudag. 

Bríet fagnaði því að það er komið ár síðan hún gaf út plötuna Kveðja, Bríet. Platan setti allt á hliðina hér á landi, enda algjört meistaraverk. 

Fagurkerinn Svana Svartáhvítu á Trendnet er búin að taka fram jólablaðabunkann. 

Erna Kristín fagnar nýjum tækifærum og hefur hafið störf við Lauganeskirkju.

Matgæðingurinn Berglind saknar dagdrykkjunnar á Ítalíu. 

Svala Björgvins og Gréta Karen skelltu sér saman út á lífið um helgina. 

TikTok stjarnan Embla Wigum er búin að endurheimta Instagrammið sitt aftur. Hún nýtur augljóslega lífsins í London en hún flutti út á dögunum.

Pattra birti fallega bumbumynd en hún á von á stúlku og er tæplega hálfnuð með meðgönguna.

Inga Lind spilar golf í veðurblíðunni í Mosfellsbæ. Golfarar landsins eru að fá einstaklega góða daga núna undir lok tímabilsins. 

Það er samt augljóslega betra veður í Beverly Hills ef marka má myndirnar sem þjálfarinn Sandra Helga birtir frá lífi sínu í LA.

Andrea Röfn hefur það gott í Boston. Laugadagsmorgnarnir hennar þar einkennast af croissant, kaffi og róló með dótturinni.

Eva Laufey Kjaran skemmti sér ótrúlega vel í afmælisþætti Stöðvar 2 á laugardag. Hægt er að horfa á allan þáttinn hér á Vísi. 

Simmi, Jói og Þór Freys voru líka sameinaðir á ný í þessari útsendingu. 

Birgitta Líf Björnsdóttir skemmti sér á haustfögnuði World Class um helgina. 

Elísabet Gunnars núllstillir sig á sunnudögum. Namaste...

Handboltastelpurnar okkar stóðu sig ótrúlega vel í gær þegar Ísland sigraði Serbíu, 23-21, í undankeppni EM 2022.

„Lærdómsrík vika með þessum bestu stelpum & vá hvað það var gaman í dag“

Áhrifavaldurinn og hlaðvarparinn Alexandra Bernhard er á lokametrum meðgöngunnar. Fyrsta barnið eignaðist hún fyrir tímann svo hún fagnar því að hafa náð 35 vikna meðgöngu. 

Helga Gabríella sleikir sólina í Portúgal með fjölskyldunni. 

Patrekur Jaime og Bassi Maraj skemmtu sér vel í tökum fyrir þriðju þáttaröðina af Æði. Í vikunni fengu áhorfendur að fylgjast með þeim að störfum í sveitinni.

 Vinátta Annie Mistar og Katrínar Tönju er ótrúlega einstök. 

Landsliðskonan Berglind Björg komst opnaði markareikninginn sinn í leik Hammerby í Svíþjóð fyrir framan meira en átján þúsund tryllta áhorfendur. 

Innanhúshönnuðurinn Karítas Sveins hjá Haf studio birti fallega mynd af eiginmanninum Hafsteini Júlíussyni með yngsta krílið þeirra. 

Helgi Ómarsson hélt upp á þriggja ára afmæli hundsins Nóels. Helgi opnaði sig á dögunum um að losna úr margra ára ofbeldissambandi. Hann segir að Nóel hafi verið gjöf frá verndarenglum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×