Rúmlega 120 þúsund hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín og um 17 þúsund heimili hafa þegar eyðilagst í vatnsveðrinu að því er ríkismiðillinn Xinhua segir.
Fjórir lögreglumenn létu lífið þegar þeir lentu undir aurskriðu en nánari fregnir af manntjóni hafa ekki borist. Rigningarnar hafa einnig gert björgunarfólki afar erfitt fyrir.
Meðalúrkoma í síðustu viku í héraðshöfuðborginni Taiyan var rúmir 185 millimetrar, en meðalúrkoma októbermánaðar á svæðinu er yfirleitt um 25 millimetrar.
Tæpir þrír mánuðir eru síðan svipað ástand var í Henan-héraði þar sem þrjú hundruð létu lífið.