„Haltu barninu inn í þér elskan, ég er að koma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 10:01 Diana Taurasi fagnar sigrinum á Las Vegas liðinu en svo var hún rokin heim til að taka á móti barninu sínu í heiminn. AP/Chase Stevens Bandaríska körfuboltakonan Diana Taurasi átti magnaða klukkutíma þegar hún kom liði sínu í lokaúrslit WNBA deildarinnar með frábærum fjórða leikhluta og fylgdi því síðan eftir með því að fara heim og sjá sitt annað barn koma í heiminn. Taurasi er af mörgum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi og hefur á ferlinum unnið þrjá WNBA titla, fimm Ólympíugull, þrjá háskólameistaratitla, Euroleague deildina sex sinnum og þrjá heimsmeistaratitla. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Nú er hún enn á ný komin í lokaúrslit WNBA deildarinnar eftir 87-84 endurkomusigur liðs hennar Phoenix Mercury á Las Vegas Aces. Mercury mætir Chicago Sky í úrslitaeinvíginu. Diana Taurasi skoraði fjórtán stig í fjórða leikhluta í lokaleiknum í undanúrslitunum og sá til þess að Mercury liðið var sterkara á æsispennandi endaspretti. Hún endaði leikinn með 24 stig en miðherjinn Brittney Griner var stigahæst með 28 stig. Taurasi bauð síðan upp á mjög sérstakt viðtal eftir leikinn þegar hún sendi skilaboð heim til konu sinnar Penny Taylor sem var komin fram yfir settan dag. „Haltu barninu inn í þér elskan, ég er að koma,“ sagði Diana Taurasi í sjónvarpsviðtali og horfði beint inn í myndavélina. Taylor tókst það og Taurasi var komin til hennar þegar barnið kom í heiminn nokkrum klukkutímum síðar. Þær Diana Taurasi og Penny Taylor urðu á sínum tíma þrisvar WNBA meistarar saman með Phoenix Mercury liðinu. Taylor setti skóna upp á hillu fyrir fimm árum en hin 39 ára gamla Taurasi er enn að spila. Þær eignuðust saman strákinn Leo Michael Taurasi-Taylor í mars 2018 og eignuðust síðan dótturina 9. október. NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Sjá meira
Taurasi er af mörgum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi og hefur á ferlinum unnið þrjá WNBA titla, fimm Ólympíugull, þrjá háskólameistaratitla, Euroleague deildina sex sinnum og þrjá heimsmeistaratitla. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) Nú er hún enn á ný komin í lokaúrslit WNBA deildarinnar eftir 87-84 endurkomusigur liðs hennar Phoenix Mercury á Las Vegas Aces. Mercury mætir Chicago Sky í úrslitaeinvíginu. Diana Taurasi skoraði fjórtán stig í fjórða leikhluta í lokaleiknum í undanúrslitunum og sá til þess að Mercury liðið var sterkara á æsispennandi endaspretti. Hún endaði leikinn með 24 stig en miðherjinn Brittney Griner var stigahæst með 28 stig. Taurasi bauð síðan upp á mjög sérstakt viðtal eftir leikinn þegar hún sendi skilaboð heim til konu sinnar Penny Taylor sem var komin fram yfir settan dag. „Haltu barninu inn í þér elskan, ég er að koma,“ sagði Diana Taurasi í sjónvarpsviðtali og horfði beint inn í myndavélina. Taylor tókst það og Taurasi var komin til hennar þegar barnið kom í heiminn nokkrum klukkutímum síðar. Þær Diana Taurasi og Penny Taylor urðu á sínum tíma þrisvar WNBA meistarar saman með Phoenix Mercury liðinu. Taylor setti skóna upp á hillu fyrir fimm árum en hin 39 ára gamla Taurasi er enn að spila. Þær eignuðust saman strákinn Leo Michael Taurasi-Taylor í mars 2018 og eignuðust síðan dótturina 9. október.
NBA Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Sjá meira