Örn og Haukur Clausen útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 16:30 Bræðurnir Haukur og Örn Clausen. ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS Tvíburabræðurnir og frjálsíþróttamennirnir Örn og Haukur Clausen voru útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ á framhaldsþingi 75. íþróttaþings ÍSÍ í dag. Þeir eru 21. og 22. einstaklingurinn sem hljóta útnefningu í hina óáþreifanlegu höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands. Örn og Haukur Clausen voru eineggja tvíburar, fæddir 8. nóvember 1928. Þeir bræður voru einna fremstir íslenskra íþróttamanna á gullöld íslenskra frjálsíþrótta fyrir og um 1950. Þeir kepptu fyrir hönd ÍR og fóru mikinn í landsliði Íslands í frjálsíþróttum á keppnisferli sínum. Alls setti Örn tíu Íslandsmet í grindahlaupum og tugþraut. Hann varð í 12. sæti í tugþraut á Ólympíuleikunum í London árið 1948, þá aðeins nítján ára að aldri. Árið 1949 sigraði hann í tugþraut á Norðurlandameistaramótinu í Stokkhólmi. Hann vann silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu í tugþraut 1950 og setti Norðurlandamet í sömu grein ári síðar. Það ár átti hann næstbesta tugþrautarárangur í heimi. Haukur varð Norðurlandameistari í 200 metra hlaupi aðeins 18 ára gamall árið 1947 er hann hljóp á nýju Íslandsmeti, 21,9 sek. Hann keppti á Ólympíuleikunum í London árið 1948 og kom 13. í mark í 100 metra hlaupi. Á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Brussel 1950 komst hann í úrslit í 100 metra hlaupi og varð í 5. sæti. Sumarið 1950 setti hann Norðurlandamet í 200 metra hlaup á, 21,3 sekúndu. Það var besti tími ársins í Evrópu og stóð Norðurlandametið í sjö ár en það var einnig Íslandsmet sem stóð í 27 ár. Haukur átti allmörg Íslandsmet í ýmsum frjálsíþróttagreinum. Haukur lést 1. maí 2003 og Örn lést 11. desember 2008. Guðrún Erlendsdóttir, ekkja Arnar, og Elín Hrefna Thorarensen, ekkja Hauks, tóku á móti viðurkenningunum fyrir hönd þeirra bræðra í dag undir standandi lófataki forystufólks ÍSÍ, þingfulltrúa og gesta. Nánari upplýsingar um Heiðurshöll ÍSÍ er að finna á heimasíðu ÍSÍ og þar er skrá yfir alla þá sem hafa verið útnefndir í Heiðurshöllina. Frjálsar íþróttir ÍSÍ Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira
Örn og Haukur Clausen voru eineggja tvíburar, fæddir 8. nóvember 1928. Þeir bræður voru einna fremstir íslenskra íþróttamanna á gullöld íslenskra frjálsíþrótta fyrir og um 1950. Þeir kepptu fyrir hönd ÍR og fóru mikinn í landsliði Íslands í frjálsíþróttum á keppnisferli sínum. Alls setti Örn tíu Íslandsmet í grindahlaupum og tugþraut. Hann varð í 12. sæti í tugþraut á Ólympíuleikunum í London árið 1948, þá aðeins nítján ára að aldri. Árið 1949 sigraði hann í tugþraut á Norðurlandameistaramótinu í Stokkhólmi. Hann vann silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu í tugþraut 1950 og setti Norðurlandamet í sömu grein ári síðar. Það ár átti hann næstbesta tugþrautarárangur í heimi. Haukur varð Norðurlandameistari í 200 metra hlaupi aðeins 18 ára gamall árið 1947 er hann hljóp á nýju Íslandsmeti, 21,9 sek. Hann keppti á Ólympíuleikunum í London árið 1948 og kom 13. í mark í 100 metra hlaupi. Á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Brussel 1950 komst hann í úrslit í 100 metra hlaupi og varð í 5. sæti. Sumarið 1950 setti hann Norðurlandamet í 200 metra hlaup á, 21,3 sekúndu. Það var besti tími ársins í Evrópu og stóð Norðurlandametið í sjö ár en það var einnig Íslandsmet sem stóð í 27 ár. Haukur átti allmörg Íslandsmet í ýmsum frjálsíþróttagreinum. Haukur lést 1. maí 2003 og Örn lést 11. desember 2008. Guðrún Erlendsdóttir, ekkja Arnar, og Elín Hrefna Thorarensen, ekkja Hauks, tóku á móti viðurkenningunum fyrir hönd þeirra bræðra í dag undir standandi lófataki forystufólks ÍSÍ, þingfulltrúa og gesta. Nánari upplýsingar um Heiðurshöll ÍSÍ er að finna á heimasíðu ÍSÍ og þar er skrá yfir alla þá sem hafa verið útnefndir í Heiðurshöllina.
Frjálsar íþróttir ÍSÍ Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira