Laporta vonaðist til að Messi mynda spila launalaust Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 09:31 Lionel Messi grét á blaðamannafundi er hann kvaddi Barcelona eftir 21 árs dvöl hjá félaginu. Eric Alonso/Getty Images Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, vonaðist til þess að Lionel Messi myndi spila fyrir félagið launalaust í vetur. Allt kom fyrir ekki og Messi samdi við París Saint-Germain. Eftir 21 ár hjá Barcelona ákvað Lionel Messi að söðla um og halda til Parísar er samningur hans rann út. Laporta lifði í þeirri von um að Messi myndi spila launalaust fyrir félagið þar sem skuldastaða þess er einkar slæm og félagið gat ekki boðið Argentínumanninum nýjan samning vegna launaþaks deildarinnar. „Það kom tími þar sem báðir aðilar sáu að það væri ekki mögulegt. Það voru mikil vonbrigði fyrir báða aðila. Hann vildi vera áfram en það var líka mikil pressa vegna tilboðsins sem þeir fengu, “ sagði Laporta í útvarpsviðtali á dögunum. Messi í treyju PSG.Chloe Knott/Getty Images Messi fór á endanum til Parísar þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. „Ég vonaðist til að Messi myndi taka U-beygju og hann sagði að hann myndi spila launalaust fyrir okkur. Ég hefði ekki sett mig upp á móti því og það er minn skilningur að La Liga (spænska úrvalsdeildin) hefði leyft það en við getum ekki leyft leikmanni á borð við Messi að gera slíkt,“ sagði Laporta einnig í viðtalinu. Það stenst ekki alveg þær kröfur sem La Liga gerir en samkvæmt reglugerð deildarinnar hefði Messi ekki mátt spila frítt. Laporta sagði einnig að La Liga hefði verið tilbúið að leyfa Barcelona að halda Messi ef féagið myndi samþykkja samning við fjárfestingarsjóðinn CVC Capital Partners. Slíkur samningur hefði þýdd að spænska úrvalsdeildin myndi gefa frá sér hluta auglýsingatekna í fyrsta skipti í næstum 50 ár. Barcelona neitaði þeim samningi – ásamt Real Madríd og Athletic Bilbao – en Laporta segir félagið opið fyrir slíkum samning í framtíðinni. „Við þurfum ekki á meiri skuld að halda. Ég skil að félög í La Liga eigi erfitt uppdráttar. Við höfum ekki neitað slíkum samning alfarið en það þarf að breyta honum. Þeir eru að reyna endur skipuleggja samninginn.“ President, Joan Laporta Of FC Barcelona Press Conference BARCELONA, SPAIN - AUGUST 06: President of FC Barcelona Joan Laporta attends a press conference after the announcement that Lionel Messi will be leaving the club at Camp Nou on August 06, 2021 in Barcelona, Spain. (Photo by Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images)Pedro Salado/Getty Images Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Eftir 21 ár hjá Barcelona ákvað Lionel Messi að söðla um og halda til Parísar er samningur hans rann út. Laporta lifði í þeirri von um að Messi myndi spila launalaust fyrir félagið þar sem skuldastaða þess er einkar slæm og félagið gat ekki boðið Argentínumanninum nýjan samning vegna launaþaks deildarinnar. „Það kom tími þar sem báðir aðilar sáu að það væri ekki mögulegt. Það voru mikil vonbrigði fyrir báða aðila. Hann vildi vera áfram en það var líka mikil pressa vegna tilboðsins sem þeir fengu, “ sagði Laporta í útvarpsviðtali á dögunum. Messi í treyju PSG.Chloe Knott/Getty Images Messi fór á endanum til Parísar þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. „Ég vonaðist til að Messi myndi taka U-beygju og hann sagði að hann myndi spila launalaust fyrir okkur. Ég hefði ekki sett mig upp á móti því og það er minn skilningur að La Liga (spænska úrvalsdeildin) hefði leyft það en við getum ekki leyft leikmanni á borð við Messi að gera slíkt,“ sagði Laporta einnig í viðtalinu. Það stenst ekki alveg þær kröfur sem La Liga gerir en samkvæmt reglugerð deildarinnar hefði Messi ekki mátt spila frítt. Laporta sagði einnig að La Liga hefði verið tilbúið að leyfa Barcelona að halda Messi ef féagið myndi samþykkja samning við fjárfestingarsjóðinn CVC Capital Partners. Slíkur samningur hefði þýdd að spænska úrvalsdeildin myndi gefa frá sér hluta auglýsingatekna í fyrsta skipti í næstum 50 ár. Barcelona neitaði þeim samningi – ásamt Real Madríd og Athletic Bilbao – en Laporta segir félagið opið fyrir slíkum samning í framtíðinni. „Við þurfum ekki á meiri skuld að halda. Ég skil að félög í La Liga eigi erfitt uppdráttar. Við höfum ekki neitað slíkum samning alfarið en það þarf að breyta honum. Þeir eru að reyna endur skipuleggja samninginn.“ President, Joan Laporta Of FC Barcelona Press Conference BARCELONA, SPAIN - AUGUST 06: President of FC Barcelona Joan Laporta attends a press conference after the announcement that Lionel Messi will be leaving the club at Camp Nou on August 06, 2021 in Barcelona, Spain. (Photo by Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images)Pedro Salado/Getty Images
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira