Handbolti

Haukur og Sig­valdi Björn öflugir í stór­sigri Ki­elce

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Haukur Þrastarson í leik með íslenska landsliðinu.
Haukur Þrastarson í leik með íslenska landsliðinu. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN

Íslendingarnir í liði Póllandsmeistara Vive Kielce fóru mikinn er liðið vann stórsigur á Chrobry Glagów í kvöld. Haukur Þrastarsson var magnaður en Selfyssingurinn skoraði alls níu mörk í sigri heimamanna.

Leikur kvöldsins var ekki beint naglbítur en heimamenn fóru hamförum og skoruðu 45 gegn 29 hjá gestunum. Af þessum 45 mörkum skoraði Haukur níu mörk Sigvaldi Björn Guðjónsson þrjú. Alls voru íslensk mörk í kvöld því 12 talsins.

Lokatölur 45-29 og Póllandsmeistarar Kielce með fullt hús stiga eða fimmtán talsins að loknum fimm umferðum. Wisla Plock er í 2. sæti, þremur stigum á eftir Kielce en á leik til góða.

Þá var Kristján Örn Kristjánsson markahæstur er lið hans PAUC vann Instres með tveggja marka mun í frönsku úrvalsdeildinni, lokatölur 30-28. Kristján Örn skoraði sex mörk í leiknum og sá til þess að sínir menn lönduðu stigunum tveimur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×