Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - KA 35-31 | ÍBV með fullt hús stiga eftir sigur á KA Einar Kárason skrifar 10. október 2021 17:42 Eyjamenn gátu fagnað vel í leikslok. vísir ÍBV lyfti sér á topp Olís-deildarinnar með góðum fjögurra marka sigri gegn KA í dag, 35-31. Bæði lið höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína fyrir þennan leik og ljóst að tvö sterk lið væru að mætast á parketinu í Vestmannaeyjum. Leikurinn var jafn til að byrja með og var lítið sem skildi liðið að fyrsta stundarfjórðunginn. Eyjamenn skiptu þá um gír og náðu fínu forskoti á lið Akureyringa. Þegar hálfleiksbjallan lét í sér heyra var staðan 18-13, ÍBV í vil og ljóst að KA þyrfti að hafa fyrir hlutunum ætluðu þeir sér eitthvað úr leiknum. Gestirnir hófu síðari hálfleikinn af mun meiri krafti en þeir enduðu þann fyrri og hófu hægt og rólega að saxa á forskot heimaliðsins. Eyjamenn náðu þó að rétta skútuna áður en illa færi og héldu KA mönnum í hæfilegri fjarlægð, allt þar til stundarfjórðungur var eftir af leiknum þegar gestirnir minnkuðu muninn í eitt mark, 26-25. Ekki löguðust hlutirnir þegar Rúnar Kárason fékk beint rautt spjald fyrir brot í aðdraga nda marks KA. Rúnar hafði skorað sjö mörk fyrir ÍBV og ljóst að þarna væri skarð hoggið í lið heimamanna. Eyjamenn virtust eflast við mótlætið og tóku aftur stjórn á leiknum og þegar rúmar fimm mínútur eftir lifðu leiks var í raun aldrei spurning hvort liðið myndi taka stigin tvö. Fagmannleg spilamennska í lok leiks skilaði að lokum sterkum fjögurra marka sigri og ÍBV því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn eru með gríðarlega flottan og sterkan hóp. Einn af þeirra styrkleikum er að geta skipt mönnum af velli án þess að veikja liðið og er það ágætis uppskrift af velgengni. Liðið skoraði 35 mörk og ætti sú tala alltaf að skila tveimur stigum í hús. Það virðist vera skemmtilegt að vera leikmaður ÍBV þessa dagana. Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kárason var manna öflugastur í liði ÍBV með sjö mörk, áður en hann fékk beint rautt spjald um miðjan síðari hálfleik. Ásgeir Snær Vignisson átti einni prýðisgóðan leik og steig upp þegar liðið á að halda og skoraði sex mörk, rétt eins og Dagur Arnarsson á miðjunni. Björn Viðar Björnsson varði oft vel og tók í heildina fjórtán skot, þar af tvö víti. Í liði KA var línumaðurinn Pætur Mikkjalsson erfiður við að eiga og skoraði heil níu mörk, þar af sjö í síðari hálfleik. Óðinn Þór Ríkharðsson var honum næstur með sex mörk. Hvað gekk illa? Markverðir KA tóku samtals níu skot í dag og, ásamt vörninni, fá á sig þrjátíu og fimm mörk. KA menn áttu sína góðu kafla í leiknum en brugðust á lykil augnablikum í leiknum sem á endanum varð þeim að falli. Hvað gerist næst? Eyjamenn halda í höfuðborgina og etja kappi við Valsmenn á sunnudaginn næstkomandi. KA menn fara í Garðabæinn þann sama dag þar sem Stjörnumenn eru til húsa. Erlingur: Það er stemning í hópnum Erlingur Richardsson.vísir/vilhelm Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur eftir leik. ,,Það er smá sigurtilfinning hjá okkur. Ég er ánægður með að skora 35 mörk og vinna á heimavelli. Við viljum halda heimavellinum sterkum." ,,Varnarleikurinn varð þéttari þegar leið á fyrri hálfleikinn. Við byrjuðum passívir og sést það á fyrstu tveimur mörkum KA. Þeir koma beint á okkur og hamra beint yfir höfuðið á okkur og skora. Við náðum að þétta varnarleikinn og það hjálpaði okkur að komast yfir. Það var svo öfugt í byrjun seinni hálfleiks. Þar varð sóknarleikurinn fínn en varnarleikurinn slakur þannig að þeir ná alltaf að skora. Hvorugt liðanna lék sterka vörn á þeim kafla." Eyjamenn leiddu með fimm mörkum í hálfleik en KA menn hófu hægt og rólega að minnka það forskot. ,,Það fer alltaf um mann þegar að þegar maður tapar niður forustu. Við þurftum að komast upp á tærnar aftur og það er alltaf spurning hvernig við gerum það. Menn héldu haus og náðu að koma sér aftur af stað. Við urðum að breyta um vörn þegar Rúnar (Kárason) fékk rauða spjaldið. Það gekk í þetta skiptið." ,,Það var í raun alveg sama hver kom inn á í dag, það áttu eiginlega allir mjög góðan leik. Markaskorunin segir til um það. Það voru margir sem skoruðu. Við höfum valmöguleika en eins og ég segi er þetta langt tímabil. Eins og staðan er núna er enginn meiddur og allir ferskir. En þetta er rétt að byrja og við erum að átta okkur á hvað er að virka vel og hvað ekki." Létt yfir hópnum ,,Leikmenn hafa lagt sig mikið fram á æfingum og ég finn að það er stemning í hópnum. Það er um að gera að nýta það. Þegar þú sigrar er alltaf léttara yfir hópnum. Það skín úr hverju andliti." Jónatan: Frammistaðan ekki nægilega góð Jónatan Magnússon.MYND/STÖÐ 2 ,,Ég er svekktur með að tapa þessum leik," sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA. ,,Mér fannst við heilt yfir ekki gera nóg til að vinna. Frammistaða okkar var ekki nægilega góð, því miður." ,,Mér fannst við byrja leikinn ágætlega. Við höfðum frumkvæðið í byrjun en förum illa af ráði okkar og missum tökin á fyrri hálfleiknum. Við fengum tvö til þrjú augnablik til að koma okkur inn í leikinn í seinni hálfleik. Þar vorum við sjálfum okkur verstir í ákvarðanatökum, bæði í vörn og sókn, til að ógna þeim nóg." Minnkuðu muninn úr fimm mörkum í eitt mark í síðari hálfleik ,,Sammála því," sagði Jónatan spurður hvort lykil augnablik í leiknum hefðu klikkað. ,,Það var eiginlega akkurat það. Með baráttu og betri sóknarleik komum við okkur í sjéns en nýttum það ekki. Þetta er súrt. Mér fannst frammistaðan ekki nægilega góð." ,,Við fengum í raun enga markvörslu allan leikinn. Það er smá kafli þar sem við náum að spila vörn en mér fannst frammistaða okkar heilt yfir ekki nógu góð til að vinna Eyjamenn á þeirra heimavelli. Við hefðum þurft betri frammistöðu til að eiga sjéns í þá." Olís-deild karla ÍBV KA
ÍBV lyfti sér á topp Olís-deildarinnar með góðum fjögurra marka sigri gegn KA í dag, 35-31. Bæði lið höfðu unnið fyrstu tvo leiki sína fyrir þennan leik og ljóst að tvö sterk lið væru að mætast á parketinu í Vestmannaeyjum. Leikurinn var jafn til að byrja með og var lítið sem skildi liðið að fyrsta stundarfjórðunginn. Eyjamenn skiptu þá um gír og náðu fínu forskoti á lið Akureyringa. Þegar hálfleiksbjallan lét í sér heyra var staðan 18-13, ÍBV í vil og ljóst að KA þyrfti að hafa fyrir hlutunum ætluðu þeir sér eitthvað úr leiknum. Gestirnir hófu síðari hálfleikinn af mun meiri krafti en þeir enduðu þann fyrri og hófu hægt og rólega að saxa á forskot heimaliðsins. Eyjamenn náðu þó að rétta skútuna áður en illa færi og héldu KA mönnum í hæfilegri fjarlægð, allt þar til stundarfjórðungur var eftir af leiknum þegar gestirnir minnkuðu muninn í eitt mark, 26-25. Ekki löguðust hlutirnir þegar Rúnar Kárason fékk beint rautt spjald fyrir brot í aðdraga nda marks KA. Rúnar hafði skorað sjö mörk fyrir ÍBV og ljóst að þarna væri skarð hoggið í lið heimamanna. Eyjamenn virtust eflast við mótlætið og tóku aftur stjórn á leiknum og þegar rúmar fimm mínútur eftir lifðu leiks var í raun aldrei spurning hvort liðið myndi taka stigin tvö. Fagmannleg spilamennska í lok leiks skilaði að lokum sterkum fjögurra marka sigri og ÍBV því með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn eru með gríðarlega flottan og sterkan hóp. Einn af þeirra styrkleikum er að geta skipt mönnum af velli án þess að veikja liðið og er það ágætis uppskrift af velgengni. Liðið skoraði 35 mörk og ætti sú tala alltaf að skila tveimur stigum í hús. Það virðist vera skemmtilegt að vera leikmaður ÍBV þessa dagana. Hverjir stóðu upp úr? Rúnar Kárason var manna öflugastur í liði ÍBV með sjö mörk, áður en hann fékk beint rautt spjald um miðjan síðari hálfleik. Ásgeir Snær Vignisson átti einni prýðisgóðan leik og steig upp þegar liðið á að halda og skoraði sex mörk, rétt eins og Dagur Arnarsson á miðjunni. Björn Viðar Björnsson varði oft vel og tók í heildina fjórtán skot, þar af tvö víti. Í liði KA var línumaðurinn Pætur Mikkjalsson erfiður við að eiga og skoraði heil níu mörk, þar af sjö í síðari hálfleik. Óðinn Þór Ríkharðsson var honum næstur með sex mörk. Hvað gekk illa? Markverðir KA tóku samtals níu skot í dag og, ásamt vörninni, fá á sig þrjátíu og fimm mörk. KA menn áttu sína góðu kafla í leiknum en brugðust á lykil augnablikum í leiknum sem á endanum varð þeim að falli. Hvað gerist næst? Eyjamenn halda í höfuðborgina og etja kappi við Valsmenn á sunnudaginn næstkomandi. KA menn fara í Garðabæinn þann sama dag þar sem Stjörnumenn eru til húsa. Erlingur: Það er stemning í hópnum Erlingur Richardsson.vísir/vilhelm Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur eftir leik. ,,Það er smá sigurtilfinning hjá okkur. Ég er ánægður með að skora 35 mörk og vinna á heimavelli. Við viljum halda heimavellinum sterkum." ,,Varnarleikurinn varð þéttari þegar leið á fyrri hálfleikinn. Við byrjuðum passívir og sést það á fyrstu tveimur mörkum KA. Þeir koma beint á okkur og hamra beint yfir höfuðið á okkur og skora. Við náðum að þétta varnarleikinn og það hjálpaði okkur að komast yfir. Það var svo öfugt í byrjun seinni hálfleiks. Þar varð sóknarleikurinn fínn en varnarleikurinn slakur þannig að þeir ná alltaf að skora. Hvorugt liðanna lék sterka vörn á þeim kafla." Eyjamenn leiddu með fimm mörkum í hálfleik en KA menn hófu hægt og rólega að minnka það forskot. ,,Það fer alltaf um mann þegar að þegar maður tapar niður forustu. Við þurftum að komast upp á tærnar aftur og það er alltaf spurning hvernig við gerum það. Menn héldu haus og náðu að koma sér aftur af stað. Við urðum að breyta um vörn þegar Rúnar (Kárason) fékk rauða spjaldið. Það gekk í þetta skiptið." ,,Það var í raun alveg sama hver kom inn á í dag, það áttu eiginlega allir mjög góðan leik. Markaskorunin segir til um það. Það voru margir sem skoruðu. Við höfum valmöguleika en eins og ég segi er þetta langt tímabil. Eins og staðan er núna er enginn meiddur og allir ferskir. En þetta er rétt að byrja og við erum að átta okkur á hvað er að virka vel og hvað ekki." Létt yfir hópnum ,,Leikmenn hafa lagt sig mikið fram á æfingum og ég finn að það er stemning í hópnum. Það er um að gera að nýta það. Þegar þú sigrar er alltaf léttara yfir hópnum. Það skín úr hverju andliti." Jónatan: Frammistaðan ekki nægilega góð Jónatan Magnússon.MYND/STÖÐ 2 ,,Ég er svekktur með að tapa þessum leik," sagði Jónatan Magnússon, þjálfari KA. ,,Mér fannst við heilt yfir ekki gera nóg til að vinna. Frammistaða okkar var ekki nægilega góð, því miður." ,,Mér fannst við byrja leikinn ágætlega. Við höfðum frumkvæðið í byrjun en förum illa af ráði okkar og missum tökin á fyrri hálfleiknum. Við fengum tvö til þrjú augnablik til að koma okkur inn í leikinn í seinni hálfleik. Þar vorum við sjálfum okkur verstir í ákvarðanatökum, bæði í vörn og sókn, til að ógna þeim nóg." Minnkuðu muninn úr fimm mörkum í eitt mark í síðari hálfleik ,,Sammála því," sagði Jónatan spurður hvort lykil augnablik í leiknum hefðu klikkað. ,,Það var eiginlega akkurat það. Með baráttu og betri sóknarleik komum við okkur í sjéns en nýttum það ekki. Þetta er súrt. Mér fannst frammistaðan ekki nægilega góð." ,,Við fengum í raun enga markvörslu allan leikinn. Það er smá kafli þar sem við náum að spila vörn en mér fannst frammistaða okkar heilt yfir ekki nógu góð til að vinna Eyjamenn á þeirra heimavelli. Við hefðum þurft betri frammistöðu til að eiga sjéns í þá."
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti