Sex ár í dag frá mögulega bestu ráðningunni í sögu Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 13:01 Jürgen Klopp fagnar einum af mörgum sigrum sínum sem knattspyrnustjóri Liverpool. Getty/Michael Regan Liverpool samfélagið heldur örugglega upp á daginn því það var á þessum degi fyrir aðeins sex árum sem allt breyttist á Anfield. 8. október 2015 var Jürgen Klopp ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri Liverpool en Þjóðverjinn brosmildi mætti með þungarokksfótboltann til Bítlaborgarinnar. Síðan þá hefur félagið unnið Meistaradeildina og endað þrjátíu ára bið eftir enska meistaratitlinum. Með því varð Klopp fyrsti knattspyrnustjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem vinnur ensku deildina og Meistaradeildina á fyrstu fjórum árum sínum í starfi. On this day in 2015, Jürgen Klopp became Liverpool FC manager. He is the first manager in Premier League history to win the league and Champions League in his first 4 years in charge. Legacy. Cemented. pic.twitter.com/juYBwP12gI— GiveMeSport (@GiveMeSport) October 8, 2021 Það mun flestir eftir fyrsta blaðamannafundi Jürgen Klopp eftir að hann tók við en þar kallaði hann sig „The Normal One“ eða hinn venjulega. Var vísun í Jose Mourinho sem kallaði sig hinn sérstaka eða „The Special One" þegar hann mætti í ensku úrvalsdeildina á sínum tíma. Jürgen Klopp er nú á sínu sjötta fulla tímabili með Liverpool. Hann tók við í október 2015 eins og áður sagði og liðið endaði í áttunda sæti á þeirri leiktíð. Næsti tveir leiktíðir varð Liverpool í fjórða sæti og svo í öðru sæti eftir æsispenanndi keppni við Manchester City 2018-19. Tímabilið eftir vann Liverpool síðan yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni og enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Liverpool náði þriðja sætinu á síðustu leiktíð með frábærum endaspretti eftir annars mikið meiðslatímabil þar sem stefndi um tíma að það yrði enginn Meistaradeildarfótbolti á Anfield í vetur. Nú er Liverpool liðið í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir Chelsea og stigi á undan Manchester liðunum báðum og nágrönnum sínum í Everton. Á þessum árum hefur Klopp komið Liverpool í þrjá úrslitaleiki í Evrópu og undir hans stjórn varð liðið líka heimsmeistari félagsliða. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit frá Liverpool yfir tímann með Klopp í stjórastólnum. From doubters... to believers #FiveYearsOfKlopp pic.twitter.com/qlpf2td0H0— Liverpool FC (@LFC) October 8, 2020 Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Sjá meira
8. október 2015 var Jürgen Klopp ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri Liverpool en Þjóðverjinn brosmildi mætti með þungarokksfótboltann til Bítlaborgarinnar. Síðan þá hefur félagið unnið Meistaradeildina og endað þrjátíu ára bið eftir enska meistaratitlinum. Með því varð Klopp fyrsti knattspyrnustjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem vinnur ensku deildina og Meistaradeildina á fyrstu fjórum árum sínum í starfi. On this day in 2015, Jürgen Klopp became Liverpool FC manager. He is the first manager in Premier League history to win the league and Champions League in his first 4 years in charge. Legacy. Cemented. pic.twitter.com/juYBwP12gI— GiveMeSport (@GiveMeSport) October 8, 2021 Það mun flestir eftir fyrsta blaðamannafundi Jürgen Klopp eftir að hann tók við en þar kallaði hann sig „The Normal One“ eða hinn venjulega. Var vísun í Jose Mourinho sem kallaði sig hinn sérstaka eða „The Special One" þegar hann mætti í ensku úrvalsdeildina á sínum tíma. Jürgen Klopp er nú á sínu sjötta fulla tímabili með Liverpool. Hann tók við í október 2015 eins og áður sagði og liðið endaði í áttunda sæti á þeirri leiktíð. Næsti tveir leiktíðir varð Liverpool í fjórða sæti og svo í öðru sæti eftir æsispenanndi keppni við Manchester City 2018-19. Tímabilið eftir vann Liverpool síðan yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni og enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Liverpool náði þriðja sætinu á síðustu leiktíð með frábærum endaspretti eftir annars mikið meiðslatímabil þar sem stefndi um tíma að það yrði enginn Meistaradeildarfótbolti á Anfield í vetur. Nú er Liverpool liðið í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir Chelsea og stigi á undan Manchester liðunum báðum og nágrönnum sínum í Everton. Á þessum árum hefur Klopp komið Liverpool í þrjá úrslitaleiki í Evrópu og undir hans stjórn varð liðið líka heimsmeistari félagsliða. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit frá Liverpool yfir tímann með Klopp í stjórastólnum. From doubters... to believers #FiveYearsOfKlopp pic.twitter.com/qlpf2td0H0— Liverpool FC (@LFC) October 8, 2020
Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti „Ákveðið sjokk“ Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Sjá meira