Fyrr um daginn höfðu björgunarsveitir þó verið kallaðar út vegna rútuslyssins nærri Dyrhólaey þar sem þrír slösuðust.
Davíð Már segir að á Siglufirði hafi björgunarsveitir verið kallaðar út um klukkan 18:15 eftir að veður hafði skyndilega versnað og pappi fauk af þaki húss þar sem framkvæmdir stóðu yfir og Vísir sagði frá í gærkvöldi.
Um svipað leyti barst annað útkall, einnig á Siglufirði, vegna þaks sem var að fjúka. „Þá var eitthvað tré á Siglufirði sem hafði fokið og kíkt var á,“ segir Davíð Már.
Í Skagafirði var björgunarsveit kölluð út eftir að tilkynnt var um að þak á fjósi, rétt fyrir utan Sauðárkrók, væri að fjúka. „Björgunarsveitarfólk fór þangað, náði að tryggja þakið, negla það niður og koma böndum á það,“ segir Davíð Már.