Veður

Norður- og Austur­land sleppa við rigninguna

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu í dag verði lengst af fimm til tíu stig að deginum.
Hiti á landinu í dag verði lengst af fimm til tíu stig að deginum. Vísir/Vilhelm

Suðaustlæg eða breytileg átt, skýjað og úrkomulítið í dag, en norðaustan strekkingur og rigning á Vestfjörðum.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að bjart verði á köflum á Norðaustur- og Austurlandi. Seinnipartinn í dag komi hins vegar úrkomusvæði inn á sunnan- og vestanvert landið og á morgun komi enn einn bakkinn með vætu á meðan Norður- og Austurland sleppi mun betur frá bleytunni fram á annað kvöld.

Hiti á landinu í dag verði lengst af fimm til tíu stig að deginum.

Spákortið fyrir klukkan 15.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Suðlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hægari norðlæg átt um kvöldið. Hiti 4 til 9 stig.

Á sunnudag: Hæg norðlæg átt og víða bjartviðri, en norðvestan 8-13 og úrkomulítið austantil á landinu. Hiti 2 til 6 stig að deginum, en kringum frostmark í innsveitum fyrir norðan.

Á mánudag: Hæg suðlæg eða breytileg átt, bjart með köflum og úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag: Austlæg átt og rigning með köflum syðst, en annars hæg breytileg átt og þurrt. Hlýnar heldur syðst.

Á miðvikudag: Breytileg átt, svalt og þurrt, en dálítil væta SV-til og hiti 3 til 6 stig þar.

Á fimmtudag: Útlit fyrir hæga breytilega átt með þurru en svölu veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×