Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. október 2021 19:20 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóli Íslands. Vísir/Egill Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. Stúdentaráð Háskóla Íslands, sem hefur beitt sér mjög fyrir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa fékk formann Happdrættis Háskólans á fund með sér nú nýverið, þar sem hann lýsti því að lokun spilakassa myndi óhjákvæmilega leiða af sér skólagjöld, eða því sem nemur um 1,5 til 2 milljónum króna. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þessar hugmyndir ekki eiga við nein rök að styðjast. „Háskóli Íslands er opinber háskóli og hefur ekki leyfi til töku skólagjalda. Við höfum leyfi til að taka skrásetningargjöld að hámarki 75 þúsund krónur, en ég veit ekki hvaðan þessar hugmyndir koma,” segir Jón Atli. Að því sögðu standi ekki til að loka spilakössum. Fjármunir þeirra séu háskólanum mikilvægir og stuðli meðal annars að uppbyggingu innviða og viðhaldi. „Þetta er stórmál fyrir háskólann,” segir hann. Stendur háskólinn og fellur með fjármunum úr happdrættinu? „Ég myndi ekki segja það. Það er svolítið djúpt í árin tekið en þeir eru okkur gríðarlega mikilvægir.” Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir í skriflegu svari til fréttastofu að skólagjöld verði ekki hækkuð vegna málsins. Fram hafi komið að hún styðji auknar fjárveitingar til háskólans og að hún muni ekki leggjast gegn því að fundnar verði aðrar leiðir til að fjármagna háskólann. Aðspurður hvaða rök liggi þá að baki því að halda áfram rekstri, þegar stjórnvöld hyggist tryggja áframhaldandi fjárveitingar til skólans, segist Jón Atli þurfa að halda áfram samtali við stjórnvöld. „Við höfum ekki tekið þetta samtal, ég og menntamálaráðherra. Núna þegar nýtt kjörtímabil er hafið þá þurfum við bara að fara yfir þetta mál en ég vil ítreka að fjármögnunin er gríðarlega mikilvæg.” Fjárhættuspil Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa. 12. maí 2021 16:12 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands, sem hefur beitt sér mjög fyrir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa fékk formann Happdrættis Háskólans á fund með sér nú nýverið, þar sem hann lýsti því að lokun spilakassa myndi óhjákvæmilega leiða af sér skólagjöld, eða því sem nemur um 1,5 til 2 milljónum króna. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, segir þessar hugmyndir ekki eiga við nein rök að styðjast. „Háskóli Íslands er opinber háskóli og hefur ekki leyfi til töku skólagjalda. Við höfum leyfi til að taka skrásetningargjöld að hámarki 75 þúsund krónur, en ég veit ekki hvaðan þessar hugmyndir koma,” segir Jón Atli. Að því sögðu standi ekki til að loka spilakössum. Fjármunir þeirra séu háskólanum mikilvægir og stuðli meðal annars að uppbyggingu innviða og viðhaldi. „Þetta er stórmál fyrir háskólann,” segir hann. Stendur háskólinn og fellur með fjármunum úr happdrættinu? „Ég myndi ekki segja það. Það er svolítið djúpt í árin tekið en þeir eru okkur gríðarlega mikilvægir.” Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir í skriflegu svari til fréttastofu að skólagjöld verði ekki hækkuð vegna málsins. Fram hafi komið að hún styðji auknar fjárveitingar til háskólans og að hún muni ekki leggjast gegn því að fundnar verði aðrar leiðir til að fjármagna háskólann. Aðspurður hvaða rök liggi þá að baki því að halda áfram rekstri, þegar stjórnvöld hyggist tryggja áframhaldandi fjárveitingar til skólans, segist Jón Atli þurfa að halda áfram samtali við stjórnvöld. „Við höfum ekki tekið þetta samtal, ég og menntamálaráðherra. Núna þegar nýtt kjörtímabil er hafið þá þurfum við bara að fara yfir þetta mál en ég vil ítreka að fjármögnunin er gríðarlega mikilvæg.”
Fjárhættuspil Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa. 12. maí 2021 16:12 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Segir aðkomu HÍ að rekstri spilakassa á ábyrgð stjórnvalda og skólans Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kallað eftir því að Háskóli Íslands hætti rekstri spilakassa. Forseti Stúdentaráðs segir vandann aðallega felast í því að Háskólinn sé ekki nógu vel fjármagnaður af stjórnvöldum og gagnrýnir að skólinn þurfi að fjármagna starfsemi sína með rekstri slíkra kassa. 12. maí 2021 16:12