Mamma Mbappe „lekur“ fréttum af stráknum sínum í fjölmiðla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2021 09:31 Kylian Mbappe veit ekki hvar hann spilar á næstu leiktíð en núverandi samningur hans við PSG rennur út í sumar. EPA-EFE/YOAN VALAT Franski knattspyrnumaðurinn Kylian Mbappe er kominn í viðræður við Paris Saint-Germain um nýjan samning samkvæmt heimildum innst úr fjölskylduhringnum hans. Mbappe er að renna út á samning næsta sumar og Real Madrid hefur boðið háar upphæðir í hann þrátt fyrir að spænska stórliðið gæti fengið hann frítt næsta sumar. Mbappe hefur margoft talað um það að hann vilji fara til Real Madrid og það sé hans draumafélag. Eigendur PSG hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að missa þessa framtíðar risastjörnu fótboltans. Þar sem að samningur Mbappe rennur út í lok júní þá má hann gera samning við annað félag frá og með 1. janúar næstkomandi. Fayza Lamari, móðir Kylian Mbappe, lak fréttum af stráknum sínum, í viðtali við Le Parisien í dag. Hún segir að Kylian sé kominn í viðræður við Paris Saint-Germain um að framlengja samninginn. Það fylgir líka sögunni að mamma hans er hans umboðsmaður. NEWS | Kylian Mbappe s mother has confirmed her son is in talks with #PSG over a new contract and that they are going well . More from @bosherLhttps://t.co/iiTHdptcof— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 6, 2021 „Við erum að ræða málin við PSG og allt gengur vel. Ég ræddi í gær við Leonardo [íþróttastjóra PSG]. Náum við samkomulagi? Eitt er á hreinu að hann mun gefa allt sitt allt til enda til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Fayza Lamari. Lamari segir að sonur sinn muni taka ákvörðun sem verður byggð á hans eigin hamingju. „Kylian þarf að vera hamingjusamur. Ef hann er leiður þá gæti hann sagt: Ég gefst upp,“ sagði áður en hún grínaðist aðeins með það: „Hann segir það oft en varðandi Kylian þá getur allt breyst hjá honum dag frá degi,“ sagði Fayza. Kylian Mbappe's mother says talks over a new PSG contract are 'going well', despite her son wanting to leave for Real Madrid last summer https://t.co/nkQl4oHRp5— MailOnline Sport (@MailSport) October 6, 2021 Heimildir ESPN herma að PSG hafi hafnað tvö hundruð milljóna evra tilboði frá Real Madrid í Mbappe á lokadegi félagsskiptagluggans. Leonardo hefur talað um að að Real sé að sýna PSG mikið virðingaleysi með því að halda áfram eltingarleik sínum við leikmanninn þegar það er augljóst að franska félagið ætli ekki að selja hann. Franski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Mbappe er að renna út á samning næsta sumar og Real Madrid hefur boðið háar upphæðir í hann þrátt fyrir að spænska stórliðið gæti fengið hann frítt næsta sumar. Mbappe hefur margoft talað um það að hann vilji fara til Real Madrid og það sé hans draumafélag. Eigendur PSG hafa hins vegar ekki verið tilbúnir að missa þessa framtíðar risastjörnu fótboltans. Þar sem að samningur Mbappe rennur út í lok júní þá má hann gera samning við annað félag frá og með 1. janúar næstkomandi. Fayza Lamari, móðir Kylian Mbappe, lak fréttum af stráknum sínum, í viðtali við Le Parisien í dag. Hún segir að Kylian sé kominn í viðræður við Paris Saint-Germain um að framlengja samninginn. Það fylgir líka sögunni að mamma hans er hans umboðsmaður. NEWS | Kylian Mbappe s mother has confirmed her son is in talks with #PSG over a new contract and that they are going well . More from @bosherLhttps://t.co/iiTHdptcof— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 6, 2021 „Við erum að ræða málin við PSG og allt gengur vel. Ég ræddi í gær við Leonardo [íþróttastjóra PSG]. Náum við samkomulagi? Eitt er á hreinu að hann mun gefa allt sitt allt til enda til að vinna Meistaradeildina,“ sagði Fayza Lamari. Lamari segir að sonur sinn muni taka ákvörðun sem verður byggð á hans eigin hamingju. „Kylian þarf að vera hamingjusamur. Ef hann er leiður þá gæti hann sagt: Ég gefst upp,“ sagði áður en hún grínaðist aðeins með það: „Hann segir það oft en varðandi Kylian þá getur allt breyst hjá honum dag frá degi,“ sagði Fayza. Kylian Mbappe's mother says talks over a new PSG contract are 'going well', despite her son wanting to leave for Real Madrid last summer https://t.co/nkQl4oHRp5— MailOnline Sport (@MailSport) October 6, 2021 Heimildir ESPN herma að PSG hafi hafnað tvö hundruð milljóna evra tilboði frá Real Madrid í Mbappe á lokadegi félagsskiptagluggans. Leonardo hefur talað um að að Real sé að sýna PSG mikið virðingaleysi með því að halda áfram eltingarleik sínum við leikmanninn þegar það er augljóst að franska félagið ætli ekki að selja hann.
Franski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira