Vilja draga Lúkasjenka fyrir Alþjóðadómstólinn Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2021 12:08 Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. AP/Sergei Shelega Evrópuþingið mun mögulega samþykkja á morgun þingsályktunartillögu um að ákæra ætti Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, fyrir pyntingar og bælingu. Meðlimir þingsins segja Lúkasjenka hafa látið handtaka og pynta fjölmarga mótmælendur í Hvíta-Rússlandi í fyrra en minnst 700 þeirra eru enn í fangelsi. Þingmennirnir vilja að mál Alþjóðadómstóllinn í Haag taki málið gegn einræðisherranum til skoðunar. Samkvæmt frétt DW munu þingmenn líklega greiða atkvæði um málið á morgun. Umfangsmikil mótmæli brutust út eftir forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi síðasta sumar. Lúkasjenka, sem hefur stjórna landinu frá 1994 og er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um kosningasvik. Sjá einnig: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Öryggissveitir hans beittu mikilli hörku gegn mótmælendum og leiðtogum stjórnarandstöðunnar, sem eru margir í fangelsi. Sjá einnig: Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Deilur Lúkasjenka við Evrópu eru einnig til komnar vegna farand- og flóttafólks sem Hvít-Rússar hafa sent yfir landamærin til Póllands, Litháen og Lettlands. Í þeim ríkjum hafa ráðmenn kallað út hermenn og lýst yfir neyðarástandi á landamærunum og lokað þeim. Evrópusambandið hefur sakað einræðisherrann um að flytja flóttafólk til Hvíta-Rússlands og senda þau yfir landamærin til Evrópu. Fólkið hefur verið rekið aftur að landamærum Hvíta-Rússlands. Yfirvöld í Póllandi hafa til að mynda verið sökuð um mannréttindabrot fyrir að neita að taka hælisumsóknir fólksins fyrir en vitað er til þess að minnst fimm hafa dáið á landamærunum. Þing Hvíta-Rússlands samþykkti á mánudaginn lagafrumvarp sem snýr að því að yfirvöld landsins geta nú neitað að taka við flóttafólkinu aftur. Í frétt Politico segir að nýju lögin muni líklega gera deilurnar enn verri. Hvíta-Rússland Evrópusambandið Pólland Litháen Lettland Flóttamenn Tengdar fréttir Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15 Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. 25. ágúst 2021 22:57 Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi. 18. ágúst 2021 08:51 Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. 9. ágúst 2021 14:41 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Íslendingur í öndunarvél í Liverpool eftir hópárás Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Innlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira
Meðlimir þingsins segja Lúkasjenka hafa látið handtaka og pynta fjölmarga mótmælendur í Hvíta-Rússlandi í fyrra en minnst 700 þeirra eru enn í fangelsi. Þingmennirnir vilja að mál Alþjóðadómstóllinn í Haag taki málið gegn einræðisherranum til skoðunar. Samkvæmt frétt DW munu þingmenn líklega greiða atkvæði um málið á morgun. Umfangsmikil mótmæli brutust út eftir forsetakosningar í Hvíta-Rússlandi síðasta sumar. Lúkasjenka, sem hefur stjórna landinu frá 1994 og er gjarnan kallaður síðasti einræðisherra Evrópu, hefur verið sakaður um kosningasvik. Sjá einnig: Fjöldahandtökur, ofbeldi og landflótti Öryggissveitir hans beittu mikilli hörku gegn mótmælendum og leiðtogum stjórnarandstöðunnar, sem eru margir í fangelsi. Sjá einnig: Vill breyta stjórnarskrá til að útiloka stjórnarandstöðuna Deilur Lúkasjenka við Evrópu eru einnig til komnar vegna farand- og flóttafólks sem Hvít-Rússar hafa sent yfir landamærin til Póllands, Litháen og Lettlands. Í þeim ríkjum hafa ráðmenn kallað út hermenn og lýst yfir neyðarástandi á landamærunum og lokað þeim. Evrópusambandið hefur sakað einræðisherrann um að flytja flóttafólk til Hvíta-Rússlands og senda þau yfir landamærin til Evrópu. Fólkið hefur verið rekið aftur að landamærum Hvíta-Rússlands. Yfirvöld í Póllandi hafa til að mynda verið sökuð um mannréttindabrot fyrir að neita að taka hælisumsóknir fólksins fyrir en vitað er til þess að minnst fimm hafa dáið á landamærunum. Þing Hvíta-Rússlands samþykkti á mánudaginn lagafrumvarp sem snýr að því að yfirvöld landsins geta nú neitað að taka við flóttafólkinu aftur. Í frétt Politico segir að nýju lögin muni líklega gera deilurnar enn verri.
Hvíta-Rússland Evrópusambandið Pólland Litháen Lettland Flóttamenn Tengdar fréttir Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15 Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. 25. ágúst 2021 22:57 Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi. 18. ágúst 2021 08:51 Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. 9. ágúst 2021 14:41 Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48 Mest lesið Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Íslendingur í öndunarvél í Liverpool eftir hópárás Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Innlent Fleiri fréttir Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Sjá meira
Hvítrússneskir stjórnarandstæðingar fangelsaðir í áratug Tveir áberandi stjórnarandstæðingar í Hvíta-Rússlandi, sem mótmæltu umdeildum forsetakosningum harðlega, hafa verið dæmdir í margra ára fangelsi fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi og reynt að ræna völdum. 6. september 2021 13:15
Hópur afgansks flóttafólks fastur við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands Mannréttindadómstóll Evrópu hefur beðið pólsk og lettnesk stjórnvöld um að hjálpa flóttafólki, sem er fast á landamærunum, við að komast í öruggt skjól. Flestir flóttamannanna eru frá Afganistan og Írak. 25. ágúst 2021 22:57
Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi. 18. ágúst 2021 08:51
Segir Tímanovskaju hafa flúið vegna erlendra áhrifa Forseti Hvíta-Rússlands heldur því fram að hvítrússneskur spretthlaupari og Ólympíufari hafi flúið til Póllands eftir að hafa orðið fyrir áhrifum erlendra afla. Að hans sögn hefði hann aldrei flúið annars. 9. ágúst 2021 14:41
Ákvað að flýja eftir varnaðarorð ömmu sinnar Hvítrússneski spretthlauparinn Krystina Tsimanouskaja ákvað að snúa ekki aftur til heimalandsins þegar hún var á leiðinni á flugvöll í Tókýó eftir að amma hennar varaði hana við henni væri ekki óhætt að snúa heim. 5. ágúst 2021 18:48