Janus Daði sagður á leið til norska ofurliðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. október 2021 12:30 Janus Daði Smárason ku vera búinn að semja við Kolstad í Noregi. getty/Harry Langer Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, gæti verið á förum til væntanlegs ofurliðs Kolstad í Noregi. Forráðamenn Kolstad eru stórhuga og eru með ofurlið í smíðum, svipað og Álaborg í Danmörku er að gera. Janus er einn þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við Kolstad og samkvæmt heimildum Instagram-síðunnar Handball Leaks gengur hann í raðir norska liðsins næsta sumar þegar samningur hans við Göppingen í Þýskalandi rennur út. According to unconfirmed information of handball.leaks (Instagram) the Icelandic national player of Frisch AUF! Göppingen, Janus Smarason, joins the Norwegian league club Kolstad Håndball from the upcoming season.#handball pic.twitter.com/aPdAFEJYJl— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) October 6, 2021 Janus fór í aðgerð á öxl í febrúar og sneri aftur á völlinn í haust. Hann hefur leikið alla fimm leiki Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu, skorað fimm mörk og gefið sjö stoðsendingar. Göppingen er í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Samherji Janusar í landsliðinu, Sigvaldi Guðjónsson, hefur einnig verið orðaður við Kolstad. Hann þekkir vel til í Noregi eftir að hafa leikið með Elverum um tveggja ára skeið við góðan orðstír. Stærsta nafnið sem hefur verið orðað við Kolstad er Sander Sagosen, einn besti handboltamaður heims. Samkvæmt heimildum Handball Leaks snýr hann aftur til uppeldisfélags síns sumarið 2023. Meðal annarra leikmanna sem eru í sigtinu hjá Kolstad eru norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjørn Bergerud, norsku landsliðsmennirnir Kent Robin Tönnesen og Magnus Fredriksen, danski hornamaðurinn Sebastian Barthold og Jonathan Carlsbogård, skytta sænska landsliðsins. Draumur forráðamanna Kolstad er að fá Christian Berge, þjálfara norska karlalandsliðsins, til að stýra liðinu. Forráðamenn norska handknattleikssambandsins vilja hins vegar ekki að hann stýri félagsliði meðfram landsliðinu. Norski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Forráðamenn Kolstad eru stórhuga og eru með ofurlið í smíðum, svipað og Álaborg í Danmörku er að gera. Janus er einn þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við Kolstad og samkvæmt heimildum Instagram-síðunnar Handball Leaks gengur hann í raðir norska liðsins næsta sumar þegar samningur hans við Göppingen í Þýskalandi rennur út. According to unconfirmed information of handball.leaks (Instagram) the Icelandic national player of Frisch AUF! Göppingen, Janus Smarason, joins the Norwegian league club Kolstad Håndball from the upcoming season.#handball pic.twitter.com/aPdAFEJYJl— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) October 6, 2021 Janus fór í aðgerð á öxl í febrúar og sneri aftur á völlinn í haust. Hann hefur leikið alla fimm leiki Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu, skorað fimm mörk og gefið sjö stoðsendingar. Göppingen er í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Samherji Janusar í landsliðinu, Sigvaldi Guðjónsson, hefur einnig verið orðaður við Kolstad. Hann þekkir vel til í Noregi eftir að hafa leikið með Elverum um tveggja ára skeið við góðan orðstír. Stærsta nafnið sem hefur verið orðað við Kolstad er Sander Sagosen, einn besti handboltamaður heims. Samkvæmt heimildum Handball Leaks snýr hann aftur til uppeldisfélags síns sumarið 2023. Meðal annarra leikmanna sem eru í sigtinu hjá Kolstad eru norski landsliðsmarkvörðurinn Torbjørn Bergerud, norsku landsliðsmennirnir Kent Robin Tönnesen og Magnus Fredriksen, danski hornamaðurinn Sebastian Barthold og Jonathan Carlsbogård, skytta sænska landsliðsins. Draumur forráðamanna Kolstad er að fá Christian Berge, þjálfara norska karlalandsliðsins, til að stýra liðinu. Forráðamenn norska handknattleikssambandsins vilja hins vegar ekki að hann stýri félagsliði meðfram landsliðinu.
Norski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira