Alltaf til staðar Ragnar Þór Pétursson og Anna María Gunnarsdóttir skrifa 5. október 2021 14:00 Pistill í tilefni af alþjóðadegi kennara „Starf [kennara] er að vekja alt, sem í barnahug er bundið, og leiða það í spor þau, er liggja börnum til gleði og farsældar og þjóð allri til þrifa.“ Aðfararorð þessa pistils birtust í Skólablaðinu árið 1907. Höfundur þeirra hefur líklega verið Helgi Valtýsson. Hér birtist furðu nútímalegt viðhorf til hlutverks kennara. Þeir skulu draga fram hæfileika barna svo þau geti orðið sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði. Hverjum tíma fylgja sínar áskoranir. Þó má hlutverk kennarans nánast kallast sígilt og allra tíma. Viðfangsefni koma og fara; umhverfið breytist – en kjarni góðrar kennslu og undirstaða góðs náms er á hverjum tíma sú að draga fram þá þætti í fari barna sem geri þeim kleift að lifa farsælu og gleðiríku lífi. Fimmti október er alþjóðadagur kennara um heim allan. Að þessu sinni er yfirskriftin „Alltaf til staðar.“ Er þar auðvitað verið að vísa til þess að kennarar standi sína vakt þótt á móti blási. Þeir eru ekki síður verndarar barna en fræðarar. Tilvísunin er þó víðtækari. Að vera til staðar merkir einnig að kennarar láta samfélagið sig varða. Þeir búa yfir reynslu og þekkingu og gera kröfur á samfélag sitt og stjórnvöld. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur gert erfiða stöðu erfiðari. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið mjög ólík á heimsvísu. Sótt er að lýðræði og vísindum. Kennarastarfið er, nánast á heimsvísu, illa launað álagsstarf. Sótt er að ráðningarsambandinu og réttindum launafólks og stórfyrirtæki sem selja vilja vörur á markaði hafa lagt undir sig menntakerfi sumra fátækustu landa heims í nafni framfara. Til að menntun barna geti orðið þeim til gleði og farsældar þarf þjóðlífið að þrífast vel. Nauðsynlegt er að heilbrigt, mannlegt og gott samfélag taki við að námi loknu. Slíkt samfélag þarf að byggja á siðferðilegum og félagslegum grunngildum. Við óskum kennurum til hamingju með daginn og samfélaginu til hamingju með kennara! Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍAnna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Pétursson Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Anna María Gunnarsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Pistill í tilefni af alþjóðadegi kennara „Starf [kennara] er að vekja alt, sem í barnahug er bundið, og leiða það í spor þau, er liggja börnum til gleði og farsældar og þjóð allri til þrifa.“ Aðfararorð þessa pistils birtust í Skólablaðinu árið 1907. Höfundur þeirra hefur líklega verið Helgi Valtýsson. Hér birtist furðu nútímalegt viðhorf til hlutverks kennara. Þeir skulu draga fram hæfileika barna svo þau geti orðið sjálfum sér og öðrum til gagns og gleði. Hverjum tíma fylgja sínar áskoranir. Þó má hlutverk kennarans nánast kallast sígilt og allra tíma. Viðfangsefni koma og fara; umhverfið breytist – en kjarni góðrar kennslu og undirstaða góðs náms er á hverjum tíma sú að draga fram þá þætti í fari barna sem geri þeim kleift að lifa farsælu og gleðiríku lífi. Fimmti október er alþjóðadagur kennara um heim allan. Að þessu sinni er yfirskriftin „Alltaf til staðar.“ Er þar auðvitað verið að vísa til þess að kennarar standi sína vakt þótt á móti blási. Þeir eru ekki síður verndarar barna en fræðarar. Tilvísunin er þó víðtækari. Að vera til staðar merkir einnig að kennarar láta samfélagið sig varða. Þeir búa yfir reynslu og þekkingu og gera kröfur á samfélag sitt og stjórnvöld. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur gert erfiða stöðu erfiðari. Viðbrögð stjórnvalda hafa verið mjög ólík á heimsvísu. Sótt er að lýðræði og vísindum. Kennarastarfið er, nánast á heimsvísu, illa launað álagsstarf. Sótt er að ráðningarsambandinu og réttindum launafólks og stórfyrirtæki sem selja vilja vörur á markaði hafa lagt undir sig menntakerfi sumra fátækustu landa heims í nafni framfara. Til að menntun barna geti orðið þeim til gleði og farsældar þarf þjóðlífið að þrífast vel. Nauðsynlegt er að heilbrigt, mannlegt og gott samfélag taki við að námi loknu. Slíkt samfélag þarf að byggja á siðferðilegum og félagslegum grunngildum. Við óskum kennurum til hamingju með daginn og samfélaginu til hamingju með kennara! Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍAnna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun