Allt bendir til að um slys hafi verið að ræða en ætla að leita af sér allan grun Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2021 09:42 Slysið varð fyrir utan Markaryd í Smálöndum síðdegis í gær. EPA Lögregla í Svíþjóð segir allt benda til að um slys hafi verið að ræða þegar bíll með listamanninn Lars Vilks og tvo lögreglumenn um borð, rakst á vörubíl á hraðbraut í sænsku Smálöndunum í gær. Vilks og lögreglumennirnir sem gættu hans, létust í árekstrinum, en ökumaður vörubílsins var fluttur á sjúkrahús. „Þetta kom fram á fréttamannafundi sænsku lögreglunnar í morgun. Vinna viðbragðsaðila á vettvangi hefur verið mjög erfið og vinnunni er ekki lokið,“ sagði lögreglustjórinn Carina Persson á fundinum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. Persson sagði að rannsókn stæði yfir og að lögregla vilji leita af sér allan grun um að engir "utanaðkomandi þættir" hafi valdið slysinu. Er talið að rannsókn gæti tekið langan tíma. Lars Vilks hafði notið verndar lögreglu síðustu ár.AP Fór yfir í gegnum vegriðið Slysið varð á E4-hraðbrautinni skammt frá Markaryd í Smálöndunum um klukkan 15:30 að staðartíma. Lögregla segir að bíllinn sem Vilks var í hafi farið yfir á hina akreinina og rekist þar á vörubíl sem kom út gagnstæðri átt. Bíllinn hafi svo orðið undir vörubílnum og alelda. Lögregla segir að bíllinn sem Vilks og lögreglumennirnir óku um í sé sérstaklega þungur, um fjögur tonn, og þurfa ökumenn því sérstaka þjálfun til að fá að keyra hann. „En þetta gæti skýrt af hverju bíllinn komst í gegnum vegriðið sem skilur akstursleiðirnar í sundur.“ Frá blaðamannafundi sænsku lögreglunnar í morgun.AP Allt frá birtingu Múhameðsmyndarinnar hafði Vilks borist ótal hótanir gegn lífi sínu. Árið 2015 var hann helsta skotmark hryðjuverkamanns sem gerði árás á menningarhúsið Krudttønden í Kaupmannahöfn. Vilks var þá hluti af ráðstefnu sem fram fór í húsinu. Einn lést í árásinni og þrír særðust. Svíþjóð Tengdar fréttir Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55 Stór hluti listaverksins Nimis á Skáni brann Um fjórðungur listaverks sænska listamannsins Lars Vilks varð eldi að bráð í gærkvöldi. 25. nóvember 2016 09:38 Kveðst hættur öllu spaugi Skopmyndateiknarinn Lars Vilks hefur eftir hryðjuverkaárásina í Kaupmannahöfn ekki getað búið heima, heldur flytur hann sig stöðugt á milli staða í Svíþjóð. 6. mars 2015 07:15 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
„Þetta kom fram á fréttamannafundi sænsku lögreglunnar í morgun. Vinna viðbragðsaðila á vettvangi hefur verið mjög erfið og vinnunni er ekki lokið,“ sagði lögreglustjórinn Carina Persson á fundinum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. Persson sagði að rannsókn stæði yfir og að lögregla vilji leita af sér allan grun um að engir "utanaðkomandi þættir" hafi valdið slysinu. Er talið að rannsókn gæti tekið langan tíma. Lars Vilks hafði notið verndar lögreglu síðustu ár.AP Fór yfir í gegnum vegriðið Slysið varð á E4-hraðbrautinni skammt frá Markaryd í Smálöndunum um klukkan 15:30 að staðartíma. Lögregla segir að bíllinn sem Vilks var í hafi farið yfir á hina akreinina og rekist þar á vörubíl sem kom út gagnstæðri átt. Bíllinn hafi svo orðið undir vörubílnum og alelda. Lögregla segir að bíllinn sem Vilks og lögreglumennirnir óku um í sé sérstaklega þungur, um fjögur tonn, og þurfa ökumenn því sérstaka þjálfun til að fá að keyra hann. „En þetta gæti skýrt af hverju bíllinn komst í gegnum vegriðið sem skilur akstursleiðirnar í sundur.“ Frá blaðamannafundi sænsku lögreglunnar í morgun.AP Allt frá birtingu Múhameðsmyndarinnar hafði Vilks borist ótal hótanir gegn lífi sínu. Árið 2015 var hann helsta skotmark hryðjuverkamanns sem gerði árás á menningarhúsið Krudttønden í Kaupmannahöfn. Vilks var þá hluti af ráðstefnu sem fram fór í húsinu. Einn lést í árásinni og þrír særðust.
Svíþjóð Tengdar fréttir Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55 Stór hluti listaverksins Nimis á Skáni brann Um fjórðungur listaverks sænska listamannsins Lars Vilks varð eldi að bráð í gærkvöldi. 25. nóvember 2016 09:38 Kveðst hættur öllu spaugi Skopmyndateiknarinn Lars Vilks hefur eftir hryðjuverkaárásina í Kaupmannahöfn ekki getað búið heima, heldur flytur hann sig stöðugt á milli staða í Svíþjóð. 6. mars 2015 07:15 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Umdeildi listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í bílslysi í dag ásamt tveimur lögregluþjónum. Vilks hafði undanfarin ár notið verndar lögreglu vegna fjölda líflátshótana sem honum höfðu borist vegna teikninga hans af Múhameð spámanni. 3. október 2021 22:55
Stór hluti listaverksins Nimis á Skáni brann Um fjórðungur listaverks sænska listamannsins Lars Vilks varð eldi að bráð í gærkvöldi. 25. nóvember 2016 09:38
Kveðst hættur öllu spaugi Skopmyndateiknarinn Lars Vilks hefur eftir hryðjuverkaárásina í Kaupmannahöfn ekki getað búið heima, heldur flytur hann sig stöðugt á milli staða í Svíþjóð. 6. mars 2015 07:15