Dældu rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 21:39 Jóhann K. Jóhannsson er slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Myndin er tekin í sumar. Slökkvilið fjallabyggðar Á sjöunda tug björgunarliða hafa staðið í ströngu við að dæla rigningarvatni upp úr húsum á Ólafsfirði. Slökkviliðsstjóri segir rigninguna þá mestu á svæðinu í manna minnum. Á Óalfsfirði hefur úrkoma mælst 124 millimetrar síðasta sólarhringinn og hefur slökkvilið og annað björgunarlið ekki undan við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Fyrsta tilkynning um leka í húsnæði barst slökkviliðinu klukkan tæplega 11 í gærkvöldi. „Tilkynningarnar komu í kjölfarið á því hver á fætur annari. Aðstæður hér í gærkvöldi og nótt voru þannig að það rigndi látlaust og af mikilli ákvefð og við náðum að halda í horfinu svona fram eftir nóttu þar til það kom mikill vatnssvelgur hér frá Hornbrekku og líklega stíflað ræsi þá fengum við mikið vað inn í bæinn,“ sagði Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Þegar fréttamaður ræddi við Jóhann klukkan tvö í dag hafði björgunarfólk náð tökum á ástandinu og dælt úr flestum ef ekki öllum þeim húsum sem vatn lak inn í. Jóhann segir að aðgerðin hafi gengið vel en á sjöunda tug björguliða frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri kom að henni. Hann segir of snemmt að segja til um hvort mikið eignatjón hafi orðið í óveðrinu. „Það þarf að sjá hvernig það verður þegar veðrinu slotar og það fer að þorna inni hjá fólki.“ Dregið hefur úr úrkomu á svæðinu en veðurspá gerir ráð fyrir einhverri úrkomu fram á kvöld. Viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. „Þeir elstu menn sem ég ræddi við i nótt muna ekki eftir öðru eins á þessu svæði og svona mikilli úrkomu á svona stuttum tíma. Framhaldið hjá okkur verður þannig að dæluvinna heldur bara áfram þar til við verðum komnir fyrir vind.“ Fjallabyggð Slökkvilið Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3. október 2021 17:46 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Sjá meira
Á Óalfsfirði hefur úrkoma mælst 124 millimetrar síðasta sólarhringinn og hefur slökkvilið og annað björgunarlið ekki undan við að dæla rigningarvatni upp úr húsum í bænum. Fyrsta tilkynning um leka í húsnæði barst slökkviliðinu klukkan tæplega 11 í gærkvöldi. „Tilkynningarnar komu í kjölfarið á því hver á fætur annari. Aðstæður hér í gærkvöldi og nótt voru þannig að það rigndi látlaust og af mikilli ákvefð og við náðum að halda í horfinu svona fram eftir nóttu þar til það kom mikill vatnssvelgur hér frá Hornbrekku og líklega stíflað ræsi þá fengum við mikið vað inn í bæinn,“ sagði Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Þegar fréttamaður ræddi við Jóhann klukkan tvö í dag hafði björgunarfólk náð tökum á ástandinu og dælt úr flestum ef ekki öllum þeim húsum sem vatn lak inn í. Jóhann segir að aðgerðin hafi gengið vel en á sjöunda tug björguliða frá Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík og Akureyri kom að henni. Hann segir of snemmt að segja til um hvort mikið eignatjón hafi orðið í óveðrinu. „Það þarf að sjá hvernig það verður þegar veðrinu slotar og það fer að þorna inni hjá fólki.“ Dregið hefur úr úrkomu á svæðinu en veðurspá gerir ráð fyrir einhverri úrkomu fram á kvöld. Viðvaranir vegna mögulegra skriðufalla eru enn í gildi. „Þeir elstu menn sem ég ræddi við i nótt muna ekki eftir öðru eins á þessu svæði og svona mikilli úrkomu á svona stuttum tíma. Framhaldið hjá okkur verður þannig að dæluvinna heldur bara áfram þar til við verðum komnir fyrir vind.“
Fjallabyggð Slökkvilið Veður Björgunarsveitir Tengdar fréttir Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3. október 2021 17:46 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Sjá meira
Landhelgisgæslan myndaði svæðið: Rýming stendur yfir í Útkinn Í nótt voru fimm bæir rýmdir í Þingeyjarsveit og bærinn Nípá í Útkinn var rýmdur í dag vegna aurskriðna. Gríðarleg úrkoma hefur verið á svæðinu frá því í gær og mikið vatn er í fjallshlíðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar myndaði svæðið í dag. 3. október 2021 17:46