Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2021 10:30 Fylgi Bolsonaro hefur aldrei verið lægra en það mælist þessa dagana. AP/Andre Penner Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. Stórir hópar mótmælenda komu saman í Rio de Janeiro, Sao Paulo, Brasilia og fjölmörgum öðrum bæjum og borgum Brasilíu í gær. Þar mótmæltu þau forsetanum en vinsældir hans hafa dalað hratt vegna meðhöndlunar hans á faraldri kórónuveirunnar og hækkandi verðbólgu og eldsneytisverði, auk annarra málefna. Nærri því 600 þúsund manns hafa dáið vegna Covid-19 í Brasilíu, svo vitað sé. Mótmælin voru studd af stjórnáflokkum á vinstri væng Brasilíu og verkalýðsfélögum, samkvæmt frétt France24. Mótmælendur gengur um götur og kölluðu: Út með Bolsonaro. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 með myndefni frá Brasilíu í gær. Til viðbótar við óvinsældir forsetans hefur Hæstiréttur Brasilíu hafið nokkrar rannsóknir gagnvart Bolsonaro og aðstoðarmönnum hans. Meðal annars fyrir að dreifa röngum upplýsingum. Forsetakosningar munu fara fram á næsta ári en fylgi Bolsonaro hefur aldrei mælst minna en það gerir þessa dagana. Í könnun sem gerð var í síðasta mánuði mældist Bolsonaro með 22 prósenta fylgi en Luiz Inacio Lula da Silva, eða Lula, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist með 44 prósenta fylgi. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Í skurðaðgerð vegna fylgikvilla hnífstungu árið 2018 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, þarf mögulega í neyðarskurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Hann var lagður inn á hersjúkrahús til aðhlynningar í fyrradag eftir að hafa fundið til í maganum og vera með hiksta í meira en tíu daga. 15. júlí 2021 13:49 Með hiksta í rúma tíu daga og kominn á sjúkrahús Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið lagður inn á sjúkrahús. Hann er sagður finna til í maganum eftir að hafa verið með hiksta í meira en í tíu dag. Hann var lagður inn á hersjúkrahús í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu, og á að vera undir eftirliti lækna í minnst tvo sólarhringa. 14. júlí 2021 15:10 Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist. 20. júní 2021 11:08 Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. 30. maí 2021 08:25 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Stórir hópar mótmælenda komu saman í Rio de Janeiro, Sao Paulo, Brasilia og fjölmörgum öðrum bæjum og borgum Brasilíu í gær. Þar mótmæltu þau forsetanum en vinsældir hans hafa dalað hratt vegna meðhöndlunar hans á faraldri kórónuveirunnar og hækkandi verðbólgu og eldsneytisverði, auk annarra málefna. Nærri því 600 þúsund manns hafa dáið vegna Covid-19 í Brasilíu, svo vitað sé. Mótmælin voru studd af stjórnáflokkum á vinstri væng Brasilíu og verkalýðsfélögum, samkvæmt frétt France24. Mótmælendur gengur um götur og kölluðu: Út með Bolsonaro. Hér má sjá sjónvarpsfrétt France24 með myndefni frá Brasilíu í gær. Til viðbótar við óvinsældir forsetans hefur Hæstiréttur Brasilíu hafið nokkrar rannsóknir gagnvart Bolsonaro og aðstoðarmönnum hans. Meðal annars fyrir að dreifa röngum upplýsingum. Forsetakosningar munu fara fram á næsta ári en fylgi Bolsonaro hefur aldrei mælst minna en það gerir þessa dagana. Í könnun sem gerð var í síðasta mánuði mældist Bolsonaro með 22 prósenta fylgi en Luiz Inacio Lula da Silva, eða Lula, fyrrverandi forseti Brasilíu, mælist með 44 prósenta fylgi.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Í skurðaðgerð vegna fylgikvilla hnífstungu árið 2018 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, þarf mögulega í neyðarskurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Hann var lagður inn á hersjúkrahús til aðhlynningar í fyrradag eftir að hafa fundið til í maganum og vera með hiksta í meira en tíu daga. 15. júlí 2021 13:49 Með hiksta í rúma tíu daga og kominn á sjúkrahús Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið lagður inn á sjúkrahús. Hann er sagður finna til í maganum eftir að hafa verið með hiksta í meira en í tíu dag. Hann var lagður inn á hersjúkrahús í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu, og á að vera undir eftirliti lækna í minnst tvo sólarhringa. 14. júlí 2021 15:10 Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist. 20. júní 2021 11:08 Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. 30. maí 2021 08:25 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Í skurðaðgerð vegna fylgikvilla hnífstungu árið 2018 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, þarf mögulega í neyðarskurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Hann var lagður inn á hersjúkrahús til aðhlynningar í fyrradag eftir að hafa fundið til í maganum og vera með hiksta í meira en tíu daga. 15. júlí 2021 13:49
Með hiksta í rúma tíu daga og kominn á sjúkrahús Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið lagður inn á sjúkrahús. Hann er sagður finna til í maganum eftir að hafa verið með hiksta í meira en í tíu dag. Hann var lagður inn á hersjúkrahús í Brasilíu, höfuðborg Brasilíu, og á að vera undir eftirliti lækna í minnst tvo sólarhringa. 14. júlí 2021 15:10
Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist. 20. júní 2021 11:08
Kalla eftir því að Bolsonaro verði ákærður fyrir embættisglöp Þúsundir hafa leitað út á götur Brasilíu til þess að mótmæla viðbrögðum Jair Bolsonaro, forseta landsins, og ríkisstjórn hans við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur í höfuðborginni söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í gær og kölluðu eftir því að forsetinn verði ákærður fyrir embættisglöp. 30. maí 2021 08:25