Vilja vita af hverju háhyrningar forðist grindhvali við strendur Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. október 2021 09:01 Háhyrningar við Íslandsstrendur virðast forðast grindhvali. Getty Svo virðist sem að háhyrningar við Íslandsstrendur séu hræddir við grindhvalahvöður, ef marka má umfjöllun The Atlantic um samskipti þessara dýra við Íslandsstrendur. Vísindamenn sem rannsaka háhyrninga hér við land vilja vita hvað veldur. The Atlantic fjallaði á dögunum um rannsóknir The Iceland Orca Project hér við Ísland, en verkefnið miðar að því að rannsaka hegðun háhyrninga hér við land. Titill greinarinnar er „Íslenskir háhyrningar gera hvað sem er til að forðast grindhvali“. Er þar vitnað í vísindamanninn Filipa Samarra sem rannsakar háhyrninga hér við land. Segir hún frá atviki sem átti sér stað við suðurströnd Íslands árið 2015. Þar var hún og hópur vísindamanna að fylgjast með háhyrningum neðansjávar þegar allt í einu heyrðist hárr tónn. Við það þagnaði alveg í háhyrningunum. Tónninn varð hærri og hærri þangað til grindhvalavaða kom í ljós. Háhyrningarnir biðu ekki boðanna og komu sér í burtu með hraði. „Þetta er óvenjulegt vegna þess að háhyrningar eru efstir í fæðukeðjunni,“ er haft eftir Önnu Selbman, vísindamanni við Háskóla Íslands sem tekur þátt í rannsókninni. „Það er óvenjulegt að þeir séu, eða virðist vera, hræddir við eitthvað.“ Samskipti háhyrninga og grindhvala hafa lítið verið rannsökuð, en sjaldgæft er að vísindamenn verði vitni að þeim líkt og árið 2015 hér við Ísland. Samarra telur þó að hún hafi séð viðlíka samskipti í um tuttugu skipti síðan þá. Háhyrningarnir virðast forðast grindhvalina Selbmann segir við The Atlantic að í þessi skipti hafi það yfirleitt verið háhyrningurinn sem hafi forðast grindhvalina. Stundum sjóði þó upp úr og grindhvalirnir elti háhyrningana á miklum hraða. Stærðarmunur er á hvalategundunum tveimur og vilja vísindamenn skilja hvað veldur því að háhyrningarnir, stærri tegundin, forðist grindhvalina, sem eru minni. Hegðun grindhvala í garð háhyrninga er ákveðin ráðgataGetty Í Atlantic segir að fyrri rannsóknir hafi haldið því fram að hvalategundirnir séu að keppa um sömu bráð, en Selbmann telur það ólíklegt í þessu tilviki þar sem háhyrningar við Ísland éti aðallega síld en grindhvalirnir smokkfiska. Mögulega fyrirbyggjandi varnarhegðun Önnur möguleg skýring sé að grindhvalirnir séu að sýna af sér fyrirbyggjandi varnarhegðun. Það sé þó athyglisvert í ljósi þess að háhyrningar ógni ekki grindhvölum. Selbmann bætir við að mögulega viti grindhvalirnir það ekki. Þekkt sé annars staðar að háhyrningar veiði minni hvalategundir. Kannski líti grindhvalirnir á háhyrninga sem ógn hér við Ísland. Einnig er rætt við Steve Fergusson, sjávarspendýrafræðing við Háskólann í Manitoba, sem ekki er tengdur þeim rannsóknum sem tæpt hefur verið á hér að ofan. Hann segir þessa hegðun óvenjulega í ljósi þess að yfirleitt sé þetta öfugt, minni hvaltegundir forðist háhyrninga. Selbmann og Samarra munu halda áfram rannsóknum sínum hér við Ísland. Vísa þær til rannsókna í Noregi þar sem vísindamenn spiluðu háhyrningahljóð fyrir grindhvali. Varð það til þess að grindhvalirnir sinntu beint í átt að hljóðinu. „Við viljum prófa hvort þetta virki í hina áttina,“ segir Selbmann. „Forðast háhyrningar grindhvalahljóð?“ Dýr Umhverfismál Vísindi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sjá meira
The Atlantic fjallaði á dögunum um rannsóknir The Iceland Orca Project hér við Ísland, en verkefnið miðar að því að rannsaka hegðun háhyrninga hér við land. Titill greinarinnar er „Íslenskir háhyrningar gera hvað sem er til að forðast grindhvali“. Er þar vitnað í vísindamanninn Filipa Samarra sem rannsakar háhyrninga hér við land. Segir hún frá atviki sem átti sér stað við suðurströnd Íslands árið 2015. Þar var hún og hópur vísindamanna að fylgjast með háhyrningum neðansjávar þegar allt í einu heyrðist hárr tónn. Við það þagnaði alveg í háhyrningunum. Tónninn varð hærri og hærri þangað til grindhvalavaða kom í ljós. Háhyrningarnir biðu ekki boðanna og komu sér í burtu með hraði. „Þetta er óvenjulegt vegna þess að háhyrningar eru efstir í fæðukeðjunni,“ er haft eftir Önnu Selbman, vísindamanni við Háskóla Íslands sem tekur þátt í rannsókninni. „Það er óvenjulegt að þeir séu, eða virðist vera, hræddir við eitthvað.“ Samskipti háhyrninga og grindhvala hafa lítið verið rannsökuð, en sjaldgæft er að vísindamenn verði vitni að þeim líkt og árið 2015 hér við Ísland. Samarra telur þó að hún hafi séð viðlíka samskipti í um tuttugu skipti síðan þá. Háhyrningarnir virðast forðast grindhvalina Selbmann segir við The Atlantic að í þessi skipti hafi það yfirleitt verið háhyrningurinn sem hafi forðast grindhvalina. Stundum sjóði þó upp úr og grindhvalirnir elti háhyrningana á miklum hraða. Stærðarmunur er á hvalategundunum tveimur og vilja vísindamenn skilja hvað veldur því að háhyrningarnir, stærri tegundin, forðist grindhvalina, sem eru minni. Hegðun grindhvala í garð háhyrninga er ákveðin ráðgataGetty Í Atlantic segir að fyrri rannsóknir hafi haldið því fram að hvalategundirnir séu að keppa um sömu bráð, en Selbmann telur það ólíklegt í þessu tilviki þar sem háhyrningar við Ísland éti aðallega síld en grindhvalirnir smokkfiska. Mögulega fyrirbyggjandi varnarhegðun Önnur möguleg skýring sé að grindhvalirnir séu að sýna af sér fyrirbyggjandi varnarhegðun. Það sé þó athyglisvert í ljósi þess að háhyrningar ógni ekki grindhvölum. Selbmann bætir við að mögulega viti grindhvalirnir það ekki. Þekkt sé annars staðar að háhyrningar veiði minni hvalategundir. Kannski líti grindhvalirnir á háhyrninga sem ógn hér við Ísland. Einnig er rætt við Steve Fergusson, sjávarspendýrafræðing við Háskólann í Manitoba, sem ekki er tengdur þeim rannsóknum sem tæpt hefur verið á hér að ofan. Hann segir þessa hegðun óvenjulega í ljósi þess að yfirleitt sé þetta öfugt, minni hvaltegundir forðist háhyrninga. Selbmann og Samarra munu halda áfram rannsóknum sínum hér við Ísland. Vísa þær til rannsókna í Noregi þar sem vísindamenn spiluðu háhyrningahljóð fyrir grindhvali. Varð það til þess að grindhvalirnir sinntu beint í átt að hljóðinu. „Við viljum prófa hvort þetta virki í hina áttina,“ segir Selbmann. „Forðast háhyrningar grindhvalahljóð?“
Dýr Umhverfismál Vísindi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sjá meira