Fótbolti

Elías Rafn leikmaður mánaðarins í dönsku deildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elías Rafn Ólafsson hefur staðið sig virkilega vel að undanförnu í dönsku deildinni.
Elías Rafn Ólafsson hefur staðið sig virkilega vel að undanförnu í dönsku deildinni. Jose Manuel Alvarez/Quality Sport Images/Getty Images

Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarfélagsins FC Midtjylland, var valinn leikmaður septembermánaðar í dönsku úrvalsdeildinni. 

Elías Rafn spilaði þrjá leiki með Midtjylland í mánuðinum og hélt hreinu í þeim öllum. hann hefur raunar haldið hreinu í öllum fjórum deildarleikjum sínum síðan, auk þess að leggja upp eitt mark fyrir liðið.

Þessi 21 árs markvörður hélt einnig hreinu í bikarsigri gegn Kjellerup og var að auki valinn maður leiksins í 3-1 tapi gegn SC Braga í Evrópudeildinni þar sem hann varði víti.

Elías Rafn er einnig nýliði í íslenska landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM 2022 á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×