Hafnar fullyrðingum Arons Einars og kannast ekkert við afskipti Eiður Þór Árnason skrifar 30. september 2021 20:56 Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ. Vísir/Baldur Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, hafnar því alfarið að stjórn KSÍ hafi skipt sér af vali þjálfara á landliðshópi Íslands fyrir komandi leiki. Athygli vakti þegar tilkynnt var um hópinn fyrir undankeppni HM í dag að Aron Einar Gunnarsson fyrirliði væri ekki þar á meðal þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér. Í yfirlýsingu frá Aroni sem hann sendi frá sér í dag fordæmir hann ákvörðunina og sakar stjórn KSÍ um að hafa skipt sér af valinu. Telur hann að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. „Á samfélagsmiðlum hefur verið til umræðu atburður sem sagt er að hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn 2010. Ég hef ekki fengið tækifæri til að ræða málið formlega við KSÍ, eða verið gefinn kostur á standa á rétti mínum gagnvart ávirðingunum, og því sárnar mér þessi fyrirvaralausa ákvörðun um að verða settur út úr liðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Vísar hann til frásagnar sem birtist fyrst í maí en þar segir kona að tveir ónefndir þjóðþekktir Íslendingar hafi nauðgað henni í útlöndum árið 2010. Aron Einar Gunnarsson lék síðast með landsliðinu í júní.Getty Tveir landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í síðustu viku að sambandinu hafi í byrjun júní borist ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi í landsliðsferð. Átti atvikið að hafa átt sér stað eftir landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn í september 2010. Stjórn KSÍ beitti sér fyrir því í ágúst að Kolbeinn Sigþórsson yrði ekki valinn í leikmannahóp eftir að hann var ásakaður um ofbeldi. Aðspurður um hvort eitthvað sé til í þeim staðhæfingum Arons að stjórn KSÍ hafi skipt sér af valinu að þessu sinni segir Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, einfaldlega: „Nei.“ Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen á blaðamannafundi KSÍ í dag.Vísir/Vilhelm Talaði um „utanaðkomandi“ ástæður Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tilkynntu í dag hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. Á blaðamannafundinum sagði Arnar að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag,“ sagði Arnar og bætti við að ástæðurnar ættu eftir að koma í ljós síðar. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52 Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Guðni kannast við nafnlaust bréf en enga formlega ábendingu Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafnar því að honum hafi borist formleg ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um kynferðisofbeldi. Hann hafi þó séð frásögn af málinu sem deilt var á samfélagsmiðlum. 23. september 2021 12:33 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Aroni sem hann sendi frá sér í dag fordæmir hann ákvörðunina og sakar stjórn KSÍ um að hafa skipt sér af valinu. Telur hann að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. „Á samfélagsmiðlum hefur verið til umræðu atburður sem sagt er að hafi átt sér stað í Kaupmannahöfn 2010. Ég hef ekki fengið tækifæri til að ræða málið formlega við KSÍ, eða verið gefinn kostur á standa á rétti mínum gagnvart ávirðingunum, og því sárnar mér þessi fyrirvaralausa ákvörðun um að verða settur út úr liðinu,“ segir í yfirlýsingunni. Vísar hann til frásagnar sem birtist fyrst í maí en þar segir kona að tveir ónefndir þjóðþekktir Íslendingar hafi nauðgað henni í útlöndum árið 2010. Aron Einar Gunnarsson lék síðast með landsliðinu í júní.Getty Tveir landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, sagði í síðustu viku að sambandinu hafi í byrjun júní borist ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi í landsliðsferð. Átti atvikið að hafa átt sér stað eftir landsleik Danmerkur og Íslands í Kaupmannahöfn í september 2010. Stjórn KSÍ beitti sér fyrir því í ágúst að Kolbeinn Sigþórsson yrði ekki valinn í leikmannahóp eftir að hann var ásakaður um ofbeldi. Aðspurður um hvort eitthvað sé til í þeim staðhæfingum Arons að stjórn KSÍ hafi skipt sér af valinu að þessu sinni segir Gísli Gíslason, varaformaður KSÍ, einfaldlega: „Nei.“ Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen á blaðamannafundi KSÍ í dag.Vísir/Vilhelm Talaði um „utanaðkomandi“ ástæður Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tilkynntu í dag hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. Á blaðamannafundinum sagði Arnar að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum. „Aron Einar er ekki valinn í þetta verkefni. Eftir mörg góð samtöl á milli mín, Arons og Eiðs Smára tók ég þá ákvörðun að velja Aron ekki. Ástæðan fyrir því er utanaðkomandi og ég get því miður ekki farið neitt nánar út í það í dag,“ sagði Arnar og bætti við að ástæðurnar ættu eftir að koma í ljós síðar.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Fótbolti Tengdar fréttir Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52 Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Guðni kannast við nafnlaust bréf en enga formlega ábendingu Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafnar því að honum hafi borist formleg ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um kynferðisofbeldi. Hann hafi þó séð frásögn af málinu sem deilt var á samfélagsmiðlum. 23. september 2021 12:33 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Þvertekur fyrir ofbeldi og óskar eftir skýrslutöku um kvöld í Kaupmannahöfn Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, fordæmir þá ákvörðun að hann verði ekki í leikmannahópi fyrir komandi landsleiki. Hann telur að KSÍ hafi sett hann til hliðar vegna „krafna sem byggist á óljósum orðrómi“ og þvertekur fyrir að beitt ofbeldi. 30. september 2021 17:52
Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36
Guðni kannast við nafnlaust bréf en enga formlega ábendingu Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafnar því að honum hafi borist formleg ábending um að tveir landsliðsmenn væru sakaðir um kynferðisofbeldi. Hann hafi þó séð frásögn af málinu sem deilt var á samfélagsmiðlum. 23. september 2021 12:33