Útlit fyrir stutt þinghald en nógu margir þurfa að mæta Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2021 09:01 Vanda Sigurgeirsdóttir flytur væntanlega sína fyrstu ræðu sem formaður KSÍ á Hilton í hádeginu á morgun. KVAN.IS OG VÍSIR/HANNA „Ég hugsa að þetta taki í mesta lagi klukkutíma,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um sérstakt aukaþing sambandsins sem haldið verður á morgun. Engin mál liggja fyrir aukaþingi önnur en þau að kjósa til bráðabirgða nýjan formann og stjórn eftir að þau sögðu af sér fyrir mánuði síðan og boðað var til þingsins. Því er ekki óvarlegt hjá Ómari að ætla að þinghald verði stutt en þingið verður sett á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík klukkan 11 á morgun. Vanda og bráðabirgðastjórnin sjálfkjörin Vanda Sigurgeirsdóttir er ein í framboði til formanns og því sjálfkjörin sem fyrsta konan til að gegna formennsku í einu af aðildarsamböndum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Framboðsfrestur rann út um síðustu helgi. Sömuleiðis eru akkúrat átta í framboði til jafnmargra embætta í stjórn, og þrjú í framboði til jafnmargra embætta í varastjórn. Því er ekki barátta um nein sæti og stærsta spurningin sú hvort að lágmarksfjöldi þingfulltrúa verði á aukaþinginu svo að atkvæðagreiðsla í embætti teljist gild. Til þess þarf að minnsta kosti helmingur þeirra 143 fulltrúa sem rétt eiga til setu að mæta. Þegar Vísir ræddi við Ómar í gær hafði rúmlega helmingsfjöldi fulltrúa boðað komu sína með því að skila inn kjörbréfi. Ef sú staða batnar ekki þarf því ekki mikil forföll til að þingið teljist hreinlega ógilt. Að öðrum kosti skal boða til annars knattspyrnuþings innan sjö daga. Kosning formanns Eftirtalin hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða: Vanda Sigurgeirsdóttir (Reykjavík) Kosning í stjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða: Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík) Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi) Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ) Helga Helgadóttir (Hafnarfirði) Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) Sigfús Kárason (Reykjavík) Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) Kosning í varastjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða: Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík) Margrét Ákadóttir (Akranesi) Þóroddur Hjaltalín (Akureyri) Þrjú koma til með að sitja áfram Þrjú þeirra sem bjóða sig fram til bráðabirgðastjórnar, sem sitja mun fram að næsta ársþingi í febrúar, sátu í stjórninni sem sagði af sér fyrir mánuði síðan. Það eru þau Borghildur Sigurðardóttir, sem verið hefur varaformaður, Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson. Fyrir mánuði síðan sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. Stjórn sambandsins gerði svo slíkt hið sama og boðaði til aukaþingsins með tilheyrandi fyrirvara. Þetta gerðu þau eftir þrýsting þar á um, meðal annars frá Íslenskum toppfótbolta og félögum í neðri deildum, vegna viðbragða við sögum af ofbeldi landsliðsmanna í fótbolta. Á ársþingi í febrúar verður á ný kosið til formanns og stjórnar KSÍ. KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. 22. september 2021 12:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Engin mál liggja fyrir aukaþingi önnur en þau að kjósa til bráðabirgða nýjan formann og stjórn eftir að þau sögðu af sér fyrir mánuði síðan og boðað var til þingsins. Því er ekki óvarlegt hjá Ómari að ætla að þinghald verði stutt en þingið verður sett á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík klukkan 11 á morgun. Vanda og bráðabirgðastjórnin sjálfkjörin Vanda Sigurgeirsdóttir er ein í framboði til formanns og því sjálfkjörin sem fyrsta konan til að gegna formennsku í einu af aðildarsamböndum knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Framboðsfrestur rann út um síðustu helgi. Sömuleiðis eru akkúrat átta í framboði til jafnmargra embætta í stjórn, og þrjú í framboði til jafnmargra embætta í varastjórn. Því er ekki barátta um nein sæti og stærsta spurningin sú hvort að lágmarksfjöldi þingfulltrúa verði á aukaþinginu svo að atkvæðagreiðsla í embætti teljist gild. Til þess þarf að minnsta kosti helmingur þeirra 143 fulltrúa sem rétt eiga til setu að mæta. Þegar Vísir ræddi við Ómar í gær hafði rúmlega helmingsfjöldi fulltrúa boðað komu sína með því að skila inn kjörbréfi. Ef sú staða batnar ekki þarf því ekki mikil forföll til að þingið teljist hreinlega ógilt. Að öðrum kosti skal boða til annars knattspyrnuþings innan sjö daga. Kosning formanns Eftirtalin hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða: Vanda Sigurgeirsdóttir (Reykjavík) Kosning í stjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða: Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík) Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi) Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ) Helga Helgadóttir (Hafnarfirði) Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) Sigfús Kárason (Reykjavík) Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) Kosning í varastjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða: Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík) Margrét Ákadóttir (Akranesi) Þóroddur Hjaltalín (Akureyri) Þrjú koma til með að sitja áfram Þrjú þeirra sem bjóða sig fram til bráðabirgðastjórnar, sem sitja mun fram að næsta ársþingi í febrúar, sátu í stjórninni sem sagði af sér fyrir mánuði síðan. Það eru þau Borghildur Sigurðardóttir, sem verið hefur varaformaður, Ingi Sigurðsson og Valgeir Sigurðsson. Fyrir mánuði síðan sagði Guðni Bergsson af sér sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. Stjórn sambandsins gerði svo slíkt hið sama og boðaði til aukaþingsins með tilheyrandi fyrirvara. Þetta gerðu þau eftir þrýsting þar á um, meðal annars frá Íslenskum toppfótbolta og félögum í neðri deildum, vegna viðbragða við sögum af ofbeldi landsliðsmanna í fótbolta. Á ársþingi í febrúar verður á ný kosið til formanns og stjórnar KSÍ.
Kosning formanns Eftirtalin hafa boðið sig fram í embætti formanns KSÍ til bráðabirgða: Vanda Sigurgeirsdóttir (Reykjavík) Kosning í stjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í stjórn KSÍ til bráðabirgða: Ásgrímur Helgi Einarsson (Reykjavík) Borghildur Sigurðardóttir (Kópavogi) Guðlaug Helga Sigurðardóttir (Suðurnesjabæ) Helga Helgadóttir (Hafnarfirði) Ingi Sigurðsson (Vestmannaeyjum) Sigfús Kárason (Reykjavík) Unnar Stefán Sigurðsson (Reykjanesbæ) Valgeir Sigurðsson (Garðabæ) Kosning í varastjórn Eftirtalin hafa boðið sig fram í varastjórn KSÍ til bráðabirgða: Kolbeinn Kristinsson (Reykjavík) Margrét Ákadóttir (Akranesi) Þóroddur Hjaltalín (Akureyri)
KSÍ Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. 22. september 2021 12:31 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Vanda: Yrði gott fyrir hreyfinguna að fá konu sem formann „Mér þykir mjög vænt um þessa hreyfingu og hef verið hluti af henni allt mitt líf. Mér fannst að þekking mín og reynsla myndi nýtast mjög vel á þeim krossgötum sem við erum á núna,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en fyrr í morgun varð hún fyrst til þess að bjóða sig fram til formanns KSÍ. 22. september 2021 12:31
Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05