Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. september 2021 11:31 Willum Þór Þórsson er starfandi forseti Alþingis. vísir/vilhelm Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun og gefa út kjörbréf til þingmanna. Þar mun hún að öllum líkindum styðjast við seinni talninguna í Norðvesturkjördæmi, þó nefndin hafi sjálf sagt að kjörstjórnin þar hafi ekki sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að öryggi atkvæðanna hafi verið tryggt milli talninganna. Að því loknu getur forseti Alþingis kallað saman undirbúningskjörbréfanefnd, sem mun undirbúa rannsókn kjörbréfa. Erfitt verkefni fram undan Vegna óvissunnar sem er komin upp eftir endurtalninguna er nokkuð ljóst að rannsókn og störf nefndarinnar verði öllu umfangsmeiri nú en nokkru sinni fyrr. Magnús Davíð Norðdal, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, sem náði ekki kjöri, hefur einnig gefið það út að hann muni kæra kosninguna til nefndarinnar. „Ég held að sem aldrei fyrr muni reyna á starf þessarar nefndar. Hún náttúrulega vandar alltaf vel til verka en það verður kannski bara að ítreka það að það er mjög mikilvægt og við tökum það mjög alvarlega að vanda til allrar málsmeðferðar,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. Kærufrestur til nefndarinnar eru fjórar vikur eftir kosningar og því ljóst að nefndin taki sér allavega þann tíma til starfa. Hlutleysi nefndarinnar mikilvægt En hvað finnst forseta þingsins um að þingið gerist dómari í eigin máli? „Sko, í fyrsta lagi finnst mér von að spurt sé,“ segir Willum. „Nú erum við að vinna í samræmi við stjórnarskrá, 46. grein, og svo kosningalög og þingskaparlög. Þannig að við hlítum lagarammanum í þessu og reynum að vanda okkur við þetta verkefni.“ En er sniðugt að þingmenn sem eigi þingsæti undir komi að málinu? „Hlutlægni nefndarinnar er mjög mikilvæg og svo er hin hliðin á því að vera að setja fólk í erfiða stöðu, þegar þú vísar til þeirra sem eru kjörnir í þessu tiltekna kjördæmi, sem að hefur helst verið um rætt, og síðan jöfnunarþingmenn þar sem er mjótt á munum.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun og gefa út kjörbréf til þingmanna. Þar mun hún að öllum líkindum styðjast við seinni talninguna í Norðvesturkjördæmi, þó nefndin hafi sjálf sagt að kjörstjórnin þar hafi ekki sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að öryggi atkvæðanna hafi verið tryggt milli talninganna. Að því loknu getur forseti Alþingis kallað saman undirbúningskjörbréfanefnd, sem mun undirbúa rannsókn kjörbréfa. Erfitt verkefni fram undan Vegna óvissunnar sem er komin upp eftir endurtalninguna er nokkuð ljóst að rannsókn og störf nefndarinnar verði öllu umfangsmeiri nú en nokkru sinni fyrr. Magnús Davíð Norðdal, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, sem náði ekki kjöri, hefur einnig gefið það út að hann muni kæra kosninguna til nefndarinnar. „Ég held að sem aldrei fyrr muni reyna á starf þessarar nefndar. Hún náttúrulega vandar alltaf vel til verka en það verður kannski bara að ítreka það að það er mjög mikilvægt og við tökum það mjög alvarlega að vanda til allrar málsmeðferðar,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. Kærufrestur til nefndarinnar eru fjórar vikur eftir kosningar og því ljóst að nefndin taki sér allavega þann tíma til starfa. Hlutleysi nefndarinnar mikilvægt En hvað finnst forseta þingsins um að þingið gerist dómari í eigin máli? „Sko, í fyrsta lagi finnst mér von að spurt sé,“ segir Willum. „Nú erum við að vinna í samræmi við stjórnarskrá, 46. grein, og svo kosningalög og þingskaparlög. Þannig að við hlítum lagarammanum í þessu og reynum að vanda okkur við þetta verkefni.“ En er sniðugt að þingmenn sem eigi þingsæti undir komi að málinu? „Hlutlægni nefndarinnar er mjög mikilvæg og svo er hin hliðin á því að vera að setja fólk í erfiða stöðu, þegar þú vísar til þeirra sem eru kjörnir í þessu tiltekna kjördæmi, sem að hefur helst verið um rætt, og síðan jöfnunarþingmenn þar sem er mjótt á munum.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira