Sarkozy dæmdur í eins árs stofufangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 30. september 2021 10:04 Nicolas Sarkozy var forsetinn Frakklands frá 2007 til 2012. Hann hætti afskiptum af stjórnmálum árið 2017. AP/Ludovic Marin Franskur dómstóll dæmdi Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs stofufangelsi fyrir brot á lögum um fjármál stjórnmálaframboða þegar hann barðist fyrir endurkjöri árið 2012. Hann fær að afplána refsinguna heima hjá sér undir rafrænu eftirliti. Sarkozy var sakaður um að eyða tæplega tvöfalt meira fé í kosningabaráttu sína árið 2012 en lög leyfa. Hann tapaði kosningunum fyrir Francois Hollande, frambjóðanda sósíalista. Fyrrverandi forsetinn er sagður hafa vitað að hann væri nálægt lögbundnu hámarki um kostnað forsetaframboðs. Hann hafi hunsað ábendingar endurskoðenda sinna og skipulagt stóra kosningafundi, að sögn AP-fréttastofunnar. Sarkozy neitaði sök og hélt því fram að hann hafi ekki ætlað sér nein svik. Þá hafi hann haft fólk í vinnu til að stýra framboðinu og því væri ekki hægt að draga hann til ábyrgðar fyrir brotin. Þrettán aðrir eru ákærðir í málinu, þar á meðal félagar Sarkozy úr Lýðveldisflokknum, endurskoðendur og yfirmenn almannatengslastofu sem skipulagði kosningafundi. Þeir eru ákærðir fyrir falsaðir, trúnaðarbrot, fjársvik og aðild að brotum á kosningalögum. Sumir þeirra hafa viðurkennt að hafa falsað reikninga til að fela framúrkeyrsluna. Áður var Sarkozy dæmdur fyrir spillingu í öðru dómsmáli í mars. Hann hlaut ársfangelsisdóm en áfrýjaði honum. Gengur Sarkozy laus í millitíðinni. Frakkland Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Frakklands dæmdur fyrir spillingu Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar vegna spillingar. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að reyna að múta dómara í tengslum við rannsókn hvort hann hafi tekið við ólöglegri peningasendingu frá Liliane Bettencourt fyrir forsetaframboð hans árið 2007. 1. mars 2021 14:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Sarkozy var sakaður um að eyða tæplega tvöfalt meira fé í kosningabaráttu sína árið 2012 en lög leyfa. Hann tapaði kosningunum fyrir Francois Hollande, frambjóðanda sósíalista. Fyrrverandi forsetinn er sagður hafa vitað að hann væri nálægt lögbundnu hámarki um kostnað forsetaframboðs. Hann hafi hunsað ábendingar endurskoðenda sinna og skipulagt stóra kosningafundi, að sögn AP-fréttastofunnar. Sarkozy neitaði sök og hélt því fram að hann hafi ekki ætlað sér nein svik. Þá hafi hann haft fólk í vinnu til að stýra framboðinu og því væri ekki hægt að draga hann til ábyrgðar fyrir brotin. Þrettán aðrir eru ákærðir í málinu, þar á meðal félagar Sarkozy úr Lýðveldisflokknum, endurskoðendur og yfirmenn almannatengslastofu sem skipulagði kosningafundi. Þeir eru ákærðir fyrir falsaðir, trúnaðarbrot, fjársvik og aðild að brotum á kosningalögum. Sumir þeirra hafa viðurkennt að hafa falsað reikninga til að fela framúrkeyrsluna. Áður var Sarkozy dæmdur fyrir spillingu í öðru dómsmáli í mars. Hann hlaut ársfangelsisdóm en áfrýjaði honum. Gengur Sarkozy laus í millitíðinni.
Frakkland Tengdar fréttir Fyrrverandi forseti Frakklands dæmdur fyrir spillingu Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar vegna spillingar. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að reyna að múta dómara í tengslum við rannsókn hvort hann hafi tekið við ólöglegri peningasendingu frá Liliane Bettencourt fyrir forsetaframboð hans árið 2007. 1. mars 2021 14:00 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Fyrrverandi forseti Frakklands dæmdur fyrir spillingu Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar vegna spillingar. Hann var meðal annars dæmdur fyrir að reyna að múta dómara í tengslum við rannsókn hvort hann hafi tekið við ólöglegri peningasendingu frá Liliane Bettencourt fyrir forsetaframboð hans árið 2007. 1. mars 2021 14:00