Var hrokafull og hélt að hún myndi aldrei skilja Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2021 11:30 Eva María segir að námskeið í London hafi bjargað sambandinu við fyrrverandi eiginmanninn. Snæbjörn talar við fólk „Þegar maður gengur í gegnum skilnað þá er augljóst að maður hefur vanrækt eitthvað á þeirri vegferð,“ segir Eva María Jónsdóttir. Þegar hún var gift segist Eva María hafa verið mjög hrokafull; hún væri nú orðin gift kona, þriggja barna móðir, hennar fley væri í höfn og hún myndi aldrei skilja. „Þetta er bara komið.“ Í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk, segir Eva það því hafa verið mjög mikinn skóla, sem lækkaði í henni rostann, að hafa þurft að ganga í gegnum skilnað. Sú lífsreynsla hvatti hana einnig til að líta í eigin barm, því hún upplifði sem hún hefði vanrækt eitthvað í sínu sambandi sem hefði átt hluti í þessum skilnaði. Sjálf hafi hún haft of mikinn áhuga á vinnunni og öðru fólki og of lítinn áhuga á innviðum fjölskyldunnar og heimilisins. Brot úr þættinum má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Eva María Jónsdóttir Aðalatriðið að segja satt „Þegar maður horfir til baka var þetta mikil blessun fyrir okkur bæði, mig og eiginmanninn fyrrverandi að skilja. Vegna þess að við gátum orðið betri vinir, verið heiðarlegri við hvort annað og talað opinskátt um okkar sameiginlegu verkefni sem voru að ala upp börnin. Ég hélt að við höfum bæði orðið skárri við þetta.“ Þau fyrrverandi hjónin mættu síðan bæði á námskeið til að reyna að ganga úr skugga um að þau myndu ekki glata sínu sambandi sem foreldrar sem þurfa að vinna saman. Hún hafi lært að koma hreint fram, segja ekki það sem hún hélt að aðrir vildu heyra heldur að mæta ávallt til í samtalið og með heiðarleikann í forgrunni. „Þetta kennir manni að sjá aðalatriðin og hætta að festa sig í aukaatriðum. Aðalatriðið er að segja satt og segja hlutina eins og þeir eru og hætta að reyna að láta hlutina hljóma betur, hætta með hvíta lygi, hætta að hagræða sannleikanum. Segja bara allt bein út og viðurkenna og taka svo næsta skref með hreint borð.“ Mögulegt að bjarga sambandinu Eva segir að hún hafi á þessum tímapunkti ekki viljað skilja. Svo var sagt við hana á námskeiðinu: „Þú getur ennþá bjargað sambandinu þó þú getir ekki bjargað hjónabandinu,“ og sat þessi setning í henni. „Þá tók ég ákvörðun að bjarga sambandinu, hjónabandið var ónýtt.“ Þau unnu vel í sínum samskiptum og fóru bæði á þetta námskeið og auk þess til prests, hjónabandsráðgjafa og skilnaðarráðgjafa. „Öll þessi aðstoð gerði það að verkum að þetta var hægt,“ útskýrir Eva. „Hver vill skilja í illindum og leiðindum og láta börnin sín þjást?“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er mikið spjallað um alls konar hugræn málefni, endurholdgun, sjálfsbetrun og áskoranir lífsins. Snæbjörn talar við fólk Ástin og lífið Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Sjá meira
Þegar hún var gift segist Eva María hafa verið mjög hrokafull; hún væri nú orðin gift kona, þriggja barna móðir, hennar fley væri í höfn og hún myndi aldrei skilja. „Þetta er bara komið.“ Í viðtali í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk, segir Eva það því hafa verið mjög mikinn skóla, sem lækkaði í henni rostann, að hafa þurft að ganga í gegnum skilnað. Sú lífsreynsla hvatti hana einnig til að líta í eigin barm, því hún upplifði sem hún hefði vanrækt eitthvað í sínu sambandi sem hefði átt hluti í þessum skilnaði. Sjálf hafi hún haft of mikinn áhuga á vinnunni og öðru fólki og of lítinn áhuga á innviðum fjölskyldunnar og heimilisins. Brot úr þættinum má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Eva María Jónsdóttir Aðalatriðið að segja satt „Þegar maður horfir til baka var þetta mikil blessun fyrir okkur bæði, mig og eiginmanninn fyrrverandi að skilja. Vegna þess að við gátum orðið betri vinir, verið heiðarlegri við hvort annað og talað opinskátt um okkar sameiginlegu verkefni sem voru að ala upp börnin. Ég hélt að við höfum bæði orðið skárri við þetta.“ Þau fyrrverandi hjónin mættu síðan bæði á námskeið til að reyna að ganga úr skugga um að þau myndu ekki glata sínu sambandi sem foreldrar sem þurfa að vinna saman. Hún hafi lært að koma hreint fram, segja ekki það sem hún hélt að aðrir vildu heyra heldur að mæta ávallt til í samtalið og með heiðarleikann í forgrunni. „Þetta kennir manni að sjá aðalatriðin og hætta að festa sig í aukaatriðum. Aðalatriðið er að segja satt og segja hlutina eins og þeir eru og hætta að reyna að láta hlutina hljóma betur, hætta með hvíta lygi, hætta að hagræða sannleikanum. Segja bara allt bein út og viðurkenna og taka svo næsta skref með hreint borð.“ Mögulegt að bjarga sambandinu Eva segir að hún hafi á þessum tímapunkti ekki viljað skilja. Svo var sagt við hana á námskeiðinu: „Þú getur ennþá bjargað sambandinu þó þú getir ekki bjargað hjónabandinu,“ og sat þessi setning í henni. „Þá tók ég ákvörðun að bjarga sambandinu, hjónabandið var ónýtt.“ Þau unnu vel í sínum samskiptum og fóru bæði á þetta námskeið og auk þess til prests, hjónabandsráðgjafa og skilnaðarráðgjafa. „Öll þessi aðstoð gerði það að verkum að þetta var hægt,“ útskýrir Eva. „Hver vill skilja í illindum og leiðindum og láta börnin sín þjást?“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum er mikið spjallað um alls konar hugræn málefni, endurholdgun, sjálfsbetrun og áskoranir lífsins.
Snæbjörn talar við fólk Ástin og lífið Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Sjá meira