Usain Bolt þakkaði Ferguson fyrir að fá Ronaldo aftur til United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2021 10:31 Usain Bolt og Sir Alex Ferguson í góðum gír á æfingasvæði Manchester United fyrir nokkuð mörgum árum. getty/Matthew Peters Fljótasti maður allra tíma, Usain Bolt, var í stúkunni á Old Trafford í gær og sá sína menn í Manchester United vinna dramatískan sigur á Villarreal, 2-1, í Meistaradeild Evrópu. Eftir leikinn þakkaði hann Sir Alex Ferguson fyrir að fá manninn sem skoraði sigurmarkið, Cristiano Ronaldo, aftur til félagsins. Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo sigurmark United eftir sendingu frá varamanninum Jesse Lingard. Þetta var fjórða mark hans í fimm leikjum eftir að hann kom aftur til United í haust. Bolt fagnaði markinu vel og innilega og eftir leikinn ræddi hann við Ferguson og þakkaði honum fyrir hans þátt í að fá Ronaldo aftur til United. „Ronaldo hjálpaði til við að byggja félagið upp og það var dásamlegt þegar hann var hér. Svo ég er ánægður með endurkomu hans,“ sagði Bolt eftir leikinn. „Ég sá Alex Ferguson og þakkaði honum fyrir að fá Ronaldo aftur. Ég er glaður. Ég hef ekki komið á Old Trafford í dágóðan tíma svo ég var bara glaður að vera í stúkunni með öllum og horfa á leikinn.“ Ferguson átti sinn þátt í að Ronaldo ákvað að koma aftur til United eftir ellefu ára fjarveru. Og eftir að Portúgalinn samdi við félagið skrifaði hann á samfélagsmiðla: „Sir Alex, þetta er fyrir þig.“ United er í 3. sæti F-riðils Meistaradeildarinnar með þrjú stig eftir tvo leiki. Næsti leikur liðsins í keppninni er gegn Atalanta á Old Trafford 20. október. Næsti leikur United, sem er jafnframt sá síðasti fyrir landsleikjahlé, er gegn Everton á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo tók í gærkvöldi metið af frægasta marki Solskjær Cristiano Ronaldo minnti á sig með dramatískum hætti í gær þegar hann tryggði Manchester United gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni. 30. september 2021 09:31 Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. 29. september 2021 23:16 Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2021 21:51 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo sigurmark United eftir sendingu frá varamanninum Jesse Lingard. Þetta var fjórða mark hans í fimm leikjum eftir að hann kom aftur til United í haust. Bolt fagnaði markinu vel og innilega og eftir leikinn ræddi hann við Ferguson og þakkaði honum fyrir hans þátt í að fá Ronaldo aftur til United. „Ronaldo hjálpaði til við að byggja félagið upp og það var dásamlegt þegar hann var hér. Svo ég er ánægður með endurkomu hans,“ sagði Bolt eftir leikinn. „Ég sá Alex Ferguson og þakkaði honum fyrir að fá Ronaldo aftur. Ég er glaður. Ég hef ekki komið á Old Trafford í dágóðan tíma svo ég var bara glaður að vera í stúkunni með öllum og horfa á leikinn.“ Ferguson átti sinn þátt í að Ronaldo ákvað að koma aftur til United eftir ellefu ára fjarveru. Og eftir að Portúgalinn samdi við félagið skrifaði hann á samfélagsmiðla: „Sir Alex, þetta er fyrir þig.“ United er í 3. sæti F-riðils Meistaradeildarinnar með þrjú stig eftir tvo leiki. Næsti leikur liðsins í keppninni er gegn Atalanta á Old Trafford 20. október. Næsti leikur United, sem er jafnframt sá síðasti fyrir landsleikjahlé, er gegn Everton á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo tók í gærkvöldi metið af frægasta marki Solskjær Cristiano Ronaldo minnti á sig með dramatískum hætti í gær þegar hann tryggði Manchester United gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni. 30. september 2021 09:31 Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. 29. september 2021 23:16 Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2021 21:51 Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Ronaldo tók í gærkvöldi metið af frægasta marki Solskjær Cristiano Ronaldo minnti á sig með dramatískum hætti í gær þegar hann tryggði Manchester United gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni. 30. september 2021 09:31
Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. 29. september 2021 23:16
Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2021 21:51