Usain Bolt þakkaði Ferguson fyrir að fá Ronaldo aftur til United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2021 10:31 Usain Bolt og Sir Alex Ferguson í góðum gír á æfingasvæði Manchester United fyrir nokkuð mörgum árum. getty/Matthew Peters Fljótasti maður allra tíma, Usain Bolt, var í stúkunni á Old Trafford í gær og sá sína menn í Manchester United vinna dramatískan sigur á Villarreal, 2-1, í Meistaradeild Evrópu. Eftir leikinn þakkaði hann Sir Alex Ferguson fyrir að fá manninn sem skoraði sigurmarkið, Cristiano Ronaldo, aftur til félagsins. Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo sigurmark United eftir sendingu frá varamanninum Jesse Lingard. Þetta var fjórða mark hans í fimm leikjum eftir að hann kom aftur til United í haust. Bolt fagnaði markinu vel og innilega og eftir leikinn ræddi hann við Ferguson og þakkaði honum fyrir hans þátt í að fá Ronaldo aftur til United. „Ronaldo hjálpaði til við að byggja félagið upp og það var dásamlegt þegar hann var hér. Svo ég er ánægður með endurkomu hans,“ sagði Bolt eftir leikinn. „Ég sá Alex Ferguson og þakkaði honum fyrir að fá Ronaldo aftur. Ég er glaður. Ég hef ekki komið á Old Trafford í dágóðan tíma svo ég var bara glaður að vera í stúkunni með öllum og horfa á leikinn.“ Ferguson átti sinn þátt í að Ronaldo ákvað að koma aftur til United eftir ellefu ára fjarveru. Og eftir að Portúgalinn samdi við félagið skrifaði hann á samfélagsmiðla: „Sir Alex, þetta er fyrir þig.“ United er í 3. sæti F-riðils Meistaradeildarinnar með þrjú stig eftir tvo leiki. Næsti leikur liðsins í keppninni er gegn Atalanta á Old Trafford 20. október. Næsti leikur United, sem er jafnframt sá síðasti fyrir landsleikjahlé, er gegn Everton á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo tók í gærkvöldi metið af frægasta marki Solskjær Cristiano Ronaldo minnti á sig með dramatískum hætti í gær þegar hann tryggði Manchester United gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni. 30. september 2021 09:31 Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. 29. september 2021 23:16 Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2021 21:51 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo sigurmark United eftir sendingu frá varamanninum Jesse Lingard. Þetta var fjórða mark hans í fimm leikjum eftir að hann kom aftur til United í haust. Bolt fagnaði markinu vel og innilega og eftir leikinn ræddi hann við Ferguson og þakkaði honum fyrir hans þátt í að fá Ronaldo aftur til United. „Ronaldo hjálpaði til við að byggja félagið upp og það var dásamlegt þegar hann var hér. Svo ég er ánægður með endurkomu hans,“ sagði Bolt eftir leikinn. „Ég sá Alex Ferguson og þakkaði honum fyrir að fá Ronaldo aftur. Ég er glaður. Ég hef ekki komið á Old Trafford í dágóðan tíma svo ég var bara glaður að vera í stúkunni með öllum og horfa á leikinn.“ Ferguson átti sinn þátt í að Ronaldo ákvað að koma aftur til United eftir ellefu ára fjarveru. Og eftir að Portúgalinn samdi við félagið skrifaði hann á samfélagsmiðla: „Sir Alex, þetta er fyrir þig.“ United er í 3. sæti F-riðils Meistaradeildarinnar með þrjú stig eftir tvo leiki. Næsti leikur liðsins í keppninni er gegn Atalanta á Old Trafford 20. október. Næsti leikur United, sem er jafnframt sá síðasti fyrir landsleikjahlé, er gegn Everton á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo tók í gærkvöldi metið af frægasta marki Solskjær Cristiano Ronaldo minnti á sig með dramatískum hætti í gær þegar hann tryggði Manchester United gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni. 30. september 2021 09:31 Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. 29. september 2021 23:16 Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2021 21:51 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Ronaldo tók í gærkvöldi metið af frægasta marki Solskjær Cristiano Ronaldo minnti á sig með dramatískum hætti í gær þegar hann tryggði Manchester United gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni. 30. september 2021 09:31
Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. 29. september 2021 23:16
Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2021 21:51