Belichick: Ef einhver getur leikið til fimmtugs þá er það Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 16:45 Tom Brady heldur áfram að fara á kostum með Tampa Bay Buccaneers þrátt fyrir að vera orðinn 44 ára gamall. Getty/Julio Aguilar Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir endurkomu Tom Brady á gamla heimavöllinn sinn í NFL-deildinni um helgina. NFL meistararnir í Tampa Bay Buccaneers heimsækja þá New England Patriots. Þetta verður fyrsti leikurinn sem Tom Brady spilar á sínum gamla heimavelli þar sem hann réð ríkjum í tuttugu ár sem leikstjórnandi liðsins og vann á þeim tíma sex meistaratitla. Þjálfari Brady allan þann tíma var Bill Belichick sem er enn þjálfari New England Patriots liðsins. Belichick hefur auðvitað fengið mikið af Brady spurningum í vikunni. Brady. Belichick. Sunday Night. The TA Game of the Week pic.twitter.com/b85MsV0EN6— NFL Total Access (@NFLTotalAccess) September 28, 2021 „Hvað segið þið? Ekkert í fréttum í þessari viku,“ sagði Bill Belichick í gríni þegar hann mætti á blaðamannafundinn. Auðvitað vissi hann að það voru allir fjölmiðlamenn komnir til að fá eitthvað frá honum um Brady. „Ekkert sem Tom gerir kemur mér á óvart. Hann er frábær leikmaður sem leggur mikið á sig og hugsar vel um sig,“ sagði Belichick. Bill Belichick and @tomecurran have an exchange back and forth on Tom Brady... pic.twitter.com/Vcz7DAUTly— NBC Sports Boston (@NBCSBoston) September 27, 2021 „Hann hefur talað um það að spila þar til að hann verður fimmtugur. Ef einhver getur það þá er það hann,“ sagði Belichick. „Tom hefur átt ótrúlegan feril. Það er ekki nóg til af lýsingarorðum og hástigsorðum svo hægt sé hrósa honum fyrir allt sem hann hefur afrekað og heldur áfram að afreka. Það er ótrúlega tilkomumikið,“ sagði Belichick. Patriots Home Record under Bill Belichickwith Tom Brady 121-20with all other QBs 14-14 pic.twitter.com/P0nsYUuQsX— NFL on CBS (@NFLonCBS) September 22, 2021 Mikið hefur verið rætt og skrifað um slæmt samkomulag á milli þeirra sem hafi átt þátt í því að Brady flúði New England Patriots eftir allan þennan tíma. „Ég held að það sé gott, það hefur alltaf verið gott,“ sagði Belichick. Hann gerði líka lítið úr staðreyndum í nýrri bók sem gerir mikið úr ósætti þeirra tveggja. Þar kemur meðal annars fram að Belichick hafi ekki fundið tíma til að kveðja Brady í persónu. NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
Þetta verður fyrsti leikurinn sem Tom Brady spilar á sínum gamla heimavelli þar sem hann réð ríkjum í tuttugu ár sem leikstjórnandi liðsins og vann á þeim tíma sex meistaratitla. Þjálfari Brady allan þann tíma var Bill Belichick sem er enn þjálfari New England Patriots liðsins. Belichick hefur auðvitað fengið mikið af Brady spurningum í vikunni. Brady. Belichick. Sunday Night. The TA Game of the Week pic.twitter.com/b85MsV0EN6— NFL Total Access (@NFLTotalAccess) September 28, 2021 „Hvað segið þið? Ekkert í fréttum í þessari viku,“ sagði Bill Belichick í gríni þegar hann mætti á blaðamannafundinn. Auðvitað vissi hann að það voru allir fjölmiðlamenn komnir til að fá eitthvað frá honum um Brady. „Ekkert sem Tom gerir kemur mér á óvart. Hann er frábær leikmaður sem leggur mikið á sig og hugsar vel um sig,“ sagði Belichick. Bill Belichick and @tomecurran have an exchange back and forth on Tom Brady... pic.twitter.com/Vcz7DAUTly— NBC Sports Boston (@NBCSBoston) September 27, 2021 „Hann hefur talað um það að spila þar til að hann verður fimmtugur. Ef einhver getur það þá er það hann,“ sagði Belichick. „Tom hefur átt ótrúlegan feril. Það er ekki nóg til af lýsingarorðum og hástigsorðum svo hægt sé hrósa honum fyrir allt sem hann hefur afrekað og heldur áfram að afreka. Það er ótrúlega tilkomumikið,“ sagði Belichick. Patriots Home Record under Bill Belichickwith Tom Brady 121-20with all other QBs 14-14 pic.twitter.com/P0nsYUuQsX— NFL on CBS (@NFLonCBS) September 22, 2021 Mikið hefur verið rætt og skrifað um slæmt samkomulag á milli þeirra sem hafi átt þátt í því að Brady flúði New England Patriots eftir allan þennan tíma. „Ég held að það sé gott, það hefur alltaf verið gott,“ sagði Belichick. Hann gerði líka lítið úr staðreyndum í nýrri bók sem gerir mikið úr ósætti þeirra tveggja. Þar kemur meðal annars fram að Belichick hafi ekki fundið tíma til að kveðja Brady í persónu.
NFL Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira