Belichick: Ef einhver getur leikið til fimmtugs þá er það Tom Brady Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 16:45 Tom Brady heldur áfram að fara á kostum með Tampa Bay Buccaneers þrátt fyrir að vera orðinn 44 ára gamall. Getty/Julio Aguilar Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir endurkomu Tom Brady á gamla heimavöllinn sinn í NFL-deildinni um helgina. NFL meistararnir í Tampa Bay Buccaneers heimsækja þá New England Patriots. Þetta verður fyrsti leikurinn sem Tom Brady spilar á sínum gamla heimavelli þar sem hann réð ríkjum í tuttugu ár sem leikstjórnandi liðsins og vann á þeim tíma sex meistaratitla. Þjálfari Brady allan þann tíma var Bill Belichick sem er enn þjálfari New England Patriots liðsins. Belichick hefur auðvitað fengið mikið af Brady spurningum í vikunni. Brady. Belichick. Sunday Night. The TA Game of the Week pic.twitter.com/b85MsV0EN6— NFL Total Access (@NFLTotalAccess) September 28, 2021 „Hvað segið þið? Ekkert í fréttum í þessari viku,“ sagði Bill Belichick í gríni þegar hann mætti á blaðamannafundinn. Auðvitað vissi hann að það voru allir fjölmiðlamenn komnir til að fá eitthvað frá honum um Brady. „Ekkert sem Tom gerir kemur mér á óvart. Hann er frábær leikmaður sem leggur mikið á sig og hugsar vel um sig,“ sagði Belichick. Bill Belichick and @tomecurran have an exchange back and forth on Tom Brady... pic.twitter.com/Vcz7DAUTly— NBC Sports Boston (@NBCSBoston) September 27, 2021 „Hann hefur talað um það að spila þar til að hann verður fimmtugur. Ef einhver getur það þá er það hann,“ sagði Belichick. „Tom hefur átt ótrúlegan feril. Það er ekki nóg til af lýsingarorðum og hástigsorðum svo hægt sé hrósa honum fyrir allt sem hann hefur afrekað og heldur áfram að afreka. Það er ótrúlega tilkomumikið,“ sagði Belichick. Patriots Home Record under Bill Belichickwith Tom Brady 121-20with all other QBs 14-14 pic.twitter.com/P0nsYUuQsX— NFL on CBS (@NFLonCBS) September 22, 2021 Mikið hefur verið rætt og skrifað um slæmt samkomulag á milli þeirra sem hafi átt þátt í því að Brady flúði New England Patriots eftir allan þennan tíma. „Ég held að það sé gott, það hefur alltaf verið gott,“ sagði Belichick. Hann gerði líka lítið úr staðreyndum í nýrri bók sem gerir mikið úr ósætti þeirra tveggja. Þar kemur meðal annars fram að Belichick hafi ekki fundið tíma til að kveðja Brady í persónu. NFL Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Sjá meira
Þetta verður fyrsti leikurinn sem Tom Brady spilar á sínum gamla heimavelli þar sem hann réð ríkjum í tuttugu ár sem leikstjórnandi liðsins og vann á þeim tíma sex meistaratitla. Þjálfari Brady allan þann tíma var Bill Belichick sem er enn þjálfari New England Patriots liðsins. Belichick hefur auðvitað fengið mikið af Brady spurningum í vikunni. Brady. Belichick. Sunday Night. The TA Game of the Week pic.twitter.com/b85MsV0EN6— NFL Total Access (@NFLTotalAccess) September 28, 2021 „Hvað segið þið? Ekkert í fréttum í þessari viku,“ sagði Bill Belichick í gríni þegar hann mætti á blaðamannafundinn. Auðvitað vissi hann að það voru allir fjölmiðlamenn komnir til að fá eitthvað frá honum um Brady. „Ekkert sem Tom gerir kemur mér á óvart. Hann er frábær leikmaður sem leggur mikið á sig og hugsar vel um sig,“ sagði Belichick. Bill Belichick and @tomecurran have an exchange back and forth on Tom Brady... pic.twitter.com/Vcz7DAUTly— NBC Sports Boston (@NBCSBoston) September 27, 2021 „Hann hefur talað um það að spila þar til að hann verður fimmtugur. Ef einhver getur það þá er það hann,“ sagði Belichick. „Tom hefur átt ótrúlegan feril. Það er ekki nóg til af lýsingarorðum og hástigsorðum svo hægt sé hrósa honum fyrir allt sem hann hefur afrekað og heldur áfram að afreka. Það er ótrúlega tilkomumikið,“ sagði Belichick. Patriots Home Record under Bill Belichickwith Tom Brady 121-20with all other QBs 14-14 pic.twitter.com/P0nsYUuQsX— NFL on CBS (@NFLonCBS) September 22, 2021 Mikið hefur verið rætt og skrifað um slæmt samkomulag á milli þeirra sem hafi átt þátt í því að Brady flúði New England Patriots eftir allan þennan tíma. „Ég held að það sé gott, það hefur alltaf verið gott,“ sagði Belichick. Hann gerði líka lítið úr staðreyndum í nýrri bók sem gerir mikið úr ósætti þeirra tveggja. Þar kemur meðal annars fram að Belichick hafi ekki fundið tíma til að kveðja Brady í persónu.
NFL Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Sjá meira