Var vallarstarfsmaður fyrir ári síðan en afgreiddi Real Madrid í vikunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 11:00 Sebastien Thill fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Sheriff Tiraspol á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Ævintýrabragur er yfir óvæntustu stjörnu Meistaradeildarinnar í vikunni. Sebastien Thill tryggði sér fyrirsagnirnar út um allan heim eftir frábært sigurmark sitt á Santiago Bernabeu leikvanginum á þriðjudagskvöldið. Thill spilar ekki aðeins fyrir lítt þekkta liðið Sheriff Tiraspol heldur kemur hann einnig frá Lúxemborg. Hann varð fyrsti leikmaður þjóðar sinnar til að skora í Meistaradeildinni. Í gær vakti strax athygli að Thill var með húðflúr á fætinum af sjálfum sér að dreyma um Meistaradeildina. Þessi draumur hans varð að veruleika þegar hann skoraði sigurmark Sheriff Tiraspol á móti sigursælasta félaginu í sögu Meistaradeildarinnar. 14 months ago, Sebastien Thill worked as a groundsman while playing semi-professional football.He didn't give up, kept going and turned pro.Yesterday, he scored the game-winner against Real Madrid at the Bernabéu.Dream bigger. pic.twitter.com/UTvz8ApXYB— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) September 29, 2021 Fjölmiðlamenn vildu í framhaldinu á þessu fá að vita meira um þennan 27 ára leikmann og þá kom í ljós að hann er bara nýbúinn að stíga það skref að verða atvinnumaður í fótbolta í fullu starfi. Thill fór fyrst út í atvinnumennsku fyrir ári síðan þegar hann gekk til liðs við rússneska félagið Tambov. Hann fór þangað á láni frá félagi sínu í Lúxemborg, Progrès Niederkorn, sem lánaði hann síðan einnig til Sheriff Tiraspol í vetur. Í viðtali CBS við Thill kom líka í ljós að Progrès Niederkorn var ekki aðeins að missa leikmann þegar hann fór frá félaginu heldur einnig vallarstarfsmann á heimavellinum. Thill var nefnilega hálfatvinnumaður í Lúxemborg og vann á grasvelli félagsins fyrri hluta dags. Í fyrra ákvað hann að reyna fyrir sér sem atvinnumaður og nú ári síðan er hann orðinn stjarna í Meistaradeildinni. Hér fyrir ofan má sjá spjallið við Sebastien Thill. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Moldóva Lúxemborg Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Sjá meira
Thill spilar ekki aðeins fyrir lítt þekkta liðið Sheriff Tiraspol heldur kemur hann einnig frá Lúxemborg. Hann varð fyrsti leikmaður þjóðar sinnar til að skora í Meistaradeildinni. Í gær vakti strax athygli að Thill var með húðflúr á fætinum af sjálfum sér að dreyma um Meistaradeildina. Þessi draumur hans varð að veruleika þegar hann skoraði sigurmark Sheriff Tiraspol á móti sigursælasta félaginu í sögu Meistaradeildarinnar. 14 months ago, Sebastien Thill worked as a groundsman while playing semi-professional football.He didn't give up, kept going and turned pro.Yesterday, he scored the game-winner against Real Madrid at the Bernabéu.Dream bigger. pic.twitter.com/UTvz8ApXYB— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) September 29, 2021 Fjölmiðlamenn vildu í framhaldinu á þessu fá að vita meira um þennan 27 ára leikmann og þá kom í ljós að hann er bara nýbúinn að stíga það skref að verða atvinnumaður í fótbolta í fullu starfi. Thill fór fyrst út í atvinnumennsku fyrir ári síðan þegar hann gekk til liðs við rússneska félagið Tambov. Hann fór þangað á láni frá félagi sínu í Lúxemborg, Progrès Niederkorn, sem lánaði hann síðan einnig til Sheriff Tiraspol í vetur. Í viðtali CBS við Thill kom líka í ljós að Progrès Niederkorn var ekki aðeins að missa leikmann þegar hann fór frá félaginu heldur einnig vallarstarfsmann á heimavellinum. Thill var nefnilega hálfatvinnumaður í Lúxemborg og vann á grasvelli félagsins fyrri hluta dags. Í fyrra ákvað hann að reyna fyrir sér sem atvinnumaður og nú ári síðan er hann orðinn stjarna í Meistaradeildinni. Hér fyrir ofan má sjá spjallið við Sebastien Thill.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Moldóva Lúxemborg Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Sjá meira