Innlent

Spá hvassviðri eða stormi við Öræfajökul

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Veðurstofa spáir norðaustan hvassviðri eða stormi við Öræfajökul fram á morgun.
Veðurstofa spáir norðaustan hvassviðri eða stormi við Öræfajökul fram á morgun. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa Íslands spáir hægt vaxandi norðaustanátt í dag, 10 til 15 m/s undir kvöld en 15 itl 23 m/s suðaustanlands. Á austanverðu landinu má gera ráð fyrir rigningu af og til en þurrt verður vestantil. Hiti verður á bilinu 2 til 8 stig.

Í athugasemd veðurfræðings segir að spáð sé norðaustan hvassviðri eða stormi við Öræfajökul um og eftir hádegi í dag og fram á morgun. Eru vegfarendur hvattir til að sýna aðgát.

Á morgun spáir norðaustan 10 til 18 m/s en 5 til 10 m/s síðdegis um landið sunnan- og austanvert. Víða verður rigning eða súld en úrkomulítið suðvestantil. Hiti verður á bilinu 4 til 10 stig, hlýjast sunnanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×