Hleyptu Leicester City manninum ekki inn í landið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 08:01 Kelechi Iheanacho fer ekki fyrir liði Leicester City í Póllandi. Hann þurfti að snúa aftur heim og missir af leiknum. EPA-EFE/Andy Rain Kelechi Iheanacho missir af Evrópudeildarleik Leicester City í dag eftir að hafa verið stöðvaður af landamæravörðum við komuna til Póllands. Leicester City liðið flaug til Varsjár í Póllandi þar sem liðið er að fara að spila við Legia Varsjá. Iheanacho fékk ekki inngöngu í landið vegna einhverja vandamála með vegabréfsáritun hans og var því sendur aftur til baka til Bretlands. Leicester City will be without Kelechi Iheanacho to play against Legia Warsaw tomorrow evening.Brendan Rodgers: "The paperwork didn t allow him to enter the country"Iheanacho has now been forced to return back to England. pic.twitter.com/kdYHSkh6Yw— BBC Sport Leicester (@BBCRLSport) September 29, 2021 Iheanacho er nígerískur landsliðsmaður sem hefur spilað í Englandi frá því að hann kom í akademíu Manchester City í ársbyrjun 2015. Knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers staðfesti þetta og sagðist vonsvikinn að geta ekki notað framherjann í leik kvöldsins. „Það var eitthvað vandamál hjá Kelechi og vegabréfsáritun hans dugði ekki. Pappírarnir hleyptu honum ekki inn í landið sem er óheppilegt. Við þurfum að skoða það betur þegar við komum til baka,“ sagði Brendan Rodgers. „Því miður verður hann ekki með okkur í þessum leik sem er synd því ég hefði látið hann spila,“ sagði Rodgers. NEWS | Leicester will be without Kelechi Iheanacho for their game against Legia Warsaw after he was denied entry into Poland... #LCFC #UEL https://t.co/YvNowjlPZx— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 29, 2021 Leicester gerði 2-2 jafntefli við Napoli í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni í vetur og er því á eftir sínum fyrsta sigri. Legia vann á sama tíma 1-0 sigur á Spartak Moskvu en hefur aftur á móti tapað fjórum af fyrstu sjö deildarleikjunum heima fyrir. Kelechi Iheanacho á enn eftir að skora í sex deildarleikjum og einum Evrópudeildarleik á þessu tímabili. Hann hefur komið inn á sem varamaður í öllum deildarleikjunum en byrjaði leikinn á móti Napoli og lagði upp annað mark Leicester í honum. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira
Leicester City liðið flaug til Varsjár í Póllandi þar sem liðið er að fara að spila við Legia Varsjá. Iheanacho fékk ekki inngöngu í landið vegna einhverja vandamála með vegabréfsáritun hans og var því sendur aftur til baka til Bretlands. Leicester City will be without Kelechi Iheanacho to play against Legia Warsaw tomorrow evening.Brendan Rodgers: "The paperwork didn t allow him to enter the country"Iheanacho has now been forced to return back to England. pic.twitter.com/kdYHSkh6Yw— BBC Sport Leicester (@BBCRLSport) September 29, 2021 Iheanacho er nígerískur landsliðsmaður sem hefur spilað í Englandi frá því að hann kom í akademíu Manchester City í ársbyrjun 2015. Knattspyrnustjórinn Brendan Rodgers staðfesti þetta og sagðist vonsvikinn að geta ekki notað framherjann í leik kvöldsins. „Það var eitthvað vandamál hjá Kelechi og vegabréfsáritun hans dugði ekki. Pappírarnir hleyptu honum ekki inn í landið sem er óheppilegt. Við þurfum að skoða það betur þegar við komum til baka,“ sagði Brendan Rodgers. „Því miður verður hann ekki með okkur í þessum leik sem er synd því ég hefði látið hann spila,“ sagði Rodgers. NEWS | Leicester will be without Kelechi Iheanacho for their game against Legia Warsaw after he was denied entry into Poland... #LCFC #UEL https://t.co/YvNowjlPZx— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 29, 2021 Leicester gerði 2-2 jafntefli við Napoli í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni í vetur og er því á eftir sínum fyrsta sigri. Legia vann á sama tíma 1-0 sigur á Spartak Moskvu en hefur aftur á móti tapað fjórum af fyrstu sjö deildarleikjunum heima fyrir. Kelechi Iheanacho á enn eftir að skora í sex deildarleikjum og einum Evrópudeildarleik á þessu tímabili. Hann hefur komið inn á sem varamaður í öllum deildarleikjunum en byrjaði leikinn á móti Napoli og lagði upp annað mark Leicester í honum.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Sjá meira