Launaþak Barcelona nú aðeins einn sjöundi af launaþaki Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 07:30 Memphis Depay og félagar í Barcelona fá eintómar slæmar fréttir þessa dagana. EPA-EFE/Quique Garcia Lengi getur vont versnað. Leikur Barcelona er hruninn og fjárhagsvandræðin virðast ætla að þrengja enn frekar að liðinu. Nú verður líklegast enn erfiðara fyrir félagið að vera samkeppnishæft við þau bestu í Evrópu eins og krafan er í Barcelona. Fyrir 3-0 tapið á móti Benfica í gær frétti Barcelona fólk af afdrifaríkari ákvörðun hjá þeim sem reka spænsku deildina. Barcelona's salary cap is now a SEVENTH of their rivals Real Madrid Loads of teams in La Liga have overtaken them and it's lower than 19 clubs in the Premier League This is a gift to Real Madrid and it could be the start of a serious decline https://t.co/RWH1PNEo9D— SPORTbible (@sportbible) September 29, 2021 Barcelona fær nefnilega enga sérmeðferð hjá forráðamönnum spænsku deildarkeppninnar þegar kemur að peningavandamálum Katalóníufélagsins. Það kreppir því enn að í Barcelona eftir að La Liga gaf út launaþakið hjá öllum félögum deildarinnar í gær. Launaþak Barcelona er nú aðeins 98 milljónir evra sem fer fyrst í samhengi þegar menn sjá að launaþak erkifjendanna í Real Madrid er á sama tíma 739 milljónir evra. Real Madrid tókst vel að taka á sínum rekstrarmálum í kórónuveirufaraldrinum og stendur því ágætlega að velli þrátt fyrir erfiða tíma. Það er ekki sömu sögu að segja af rekstri Barcelona sem hefur verið í tómu rugli undanfarin ár. Slæm kaup á leikmönnum og endalaus ofurlaun hafa komið Barcelona niður í risaholu. Despite the measly 97m salary cap imposed by La Liga, Barcelona say they will be able to sign players in January if necessary and that there would be no problems in changing the coaching staff. Via ( ): @Marta_Ramon [rac1] pic.twitter.com/bMZ2Ai3pSo— Barça Buzz (@Barca_Buzz) September 29, 2021 Það sýnir líka vel þróun mála hjá Barcelona hvernig launaþakið hefur þróast undanfarin ár. Skuldir félagsins eru yfir milljarð evra og launaþakið hefur hrunið eftir að hafa verið 671 milljónir evra 2018-19 tímabilið sem var einmitt síðasta tímabilið sem Börsungar unnu spænsku deildina. Launþak Barcelona hefur því lækkað um 573 milljónir evra á aðeins 24 mánuðum. Þrátt fyrir þetta segja forráðamenn Barcelona að þeir muni geta sótt sér nýja leikmenn í janúar og skipt um þjálfara ef þess þarf. Hvað sé mikið að marka slíkar yfirlýsingar verður að koma betur í ljós. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Fyrir 3-0 tapið á móti Benfica í gær frétti Barcelona fólk af afdrifaríkari ákvörðun hjá þeim sem reka spænsku deildina. Barcelona's salary cap is now a SEVENTH of their rivals Real Madrid Loads of teams in La Liga have overtaken them and it's lower than 19 clubs in the Premier League This is a gift to Real Madrid and it could be the start of a serious decline https://t.co/RWH1PNEo9D— SPORTbible (@sportbible) September 29, 2021 Barcelona fær nefnilega enga sérmeðferð hjá forráðamönnum spænsku deildarkeppninnar þegar kemur að peningavandamálum Katalóníufélagsins. Það kreppir því enn að í Barcelona eftir að La Liga gaf út launaþakið hjá öllum félögum deildarinnar í gær. Launaþak Barcelona er nú aðeins 98 milljónir evra sem fer fyrst í samhengi þegar menn sjá að launaþak erkifjendanna í Real Madrid er á sama tíma 739 milljónir evra. Real Madrid tókst vel að taka á sínum rekstrarmálum í kórónuveirufaraldrinum og stendur því ágætlega að velli þrátt fyrir erfiða tíma. Það er ekki sömu sögu að segja af rekstri Barcelona sem hefur verið í tómu rugli undanfarin ár. Slæm kaup á leikmönnum og endalaus ofurlaun hafa komið Barcelona niður í risaholu. Despite the measly 97m salary cap imposed by La Liga, Barcelona say they will be able to sign players in January if necessary and that there would be no problems in changing the coaching staff. Via ( ): @Marta_Ramon [rac1] pic.twitter.com/bMZ2Ai3pSo— Barça Buzz (@Barca_Buzz) September 29, 2021 Það sýnir líka vel þróun mála hjá Barcelona hvernig launaþakið hefur þróast undanfarin ár. Skuldir félagsins eru yfir milljarð evra og launaþakið hefur hrunið eftir að hafa verið 671 milljónir evra 2018-19 tímabilið sem var einmitt síðasta tímabilið sem Börsungar unnu spænsku deildina. Launþak Barcelona hefur því lækkað um 573 milljónir evra á aðeins 24 mánuðum. Þrátt fyrir þetta segja forráðamenn Barcelona að þeir muni geta sótt sér nýja leikmenn í janúar og skipt um þjálfara ef þess þarf. Hvað sé mikið að marka slíkar yfirlýsingar verður að koma betur í ljós.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira