Vestri og Víkingur mætast í Vesturbænum Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2021 15:09 Það er mikið í húfi fyrir KR-inga þó að þeir spili ekki bikarleikinn á laugardag. Hann fer hins vegar fram á þeirra heimavelli því eins og sjá má er þétt lag af snjó yfir Olísvellinum á Ísafirði. Samsett/Hulda Margrét og Vestri Snjóblásarar, gröfur og bænir um betri tíð dugðu ekki til að Torfnesvöllur á Ísafirði, Olísvöllurinn eins og hann heitir í dag, yrði tilbúinn fyrir komu nýkrýndra Íslandsmeistara Víkings á laugardaginn. Undanúrslitaleikur Vestra og Víkings í Mjólkurbikar karla í fótbolta fer því ekki fram á Ísafirði heldur 450 kílómetrum sunnar; á Meistaravöllum KR-inga í Vesturbæ Reykjavíkur. KR-ingar tóku vel í beiðni Vestramanna um að spila á vellinum - leik sem skiptir miklu máli fyrir KR því ef Víkingur verður bikarmeistari kemst KR í Evrópukeppni. Snjór hefur verið yfir Olísvellinum á Ísafirði undanfarið og ekki hægt að æfa né spila á honum. Heimamenn freistuðu þess að blása snjónum af en hann var of þéttur í sér. Í hádeginu voru svo gerðar tilraunir með að moka snjónum í burtu með lítilli gröfu en fljótlega kom í ljós að völlurinn kæmi illa út úr því. Vestri hafði frest þar til annað kvöld með að meta hvort hægt yrði að spila á Olísvellinum en nýtti frestinn ekki til fulls þar sem nú er alveg ljóst að völlurinn verður ekki leikhæfur. Svona leit Olísvöllurinn út í dag.Samsett/Vestri Vestramenn æfa í Borgarnesi í dag og á morgun en æfa svo í Reykjavík á föstudaginn áður en þeir mæta Víkingi í Frostaskjóli á laugardaginn klukkan 14:30. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast ÍA og Keflavík klukkan 12 á laugardaginn. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikurinn er svo á Laugardalsvelli 16. október. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Mjólkurbikarinn Vestri Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira
Undanúrslitaleikur Vestra og Víkings í Mjólkurbikar karla í fótbolta fer því ekki fram á Ísafirði heldur 450 kílómetrum sunnar; á Meistaravöllum KR-inga í Vesturbæ Reykjavíkur. KR-ingar tóku vel í beiðni Vestramanna um að spila á vellinum - leik sem skiptir miklu máli fyrir KR því ef Víkingur verður bikarmeistari kemst KR í Evrópukeppni. Snjór hefur verið yfir Olísvellinum á Ísafirði undanfarið og ekki hægt að æfa né spila á honum. Heimamenn freistuðu þess að blása snjónum af en hann var of þéttur í sér. Í hádeginu voru svo gerðar tilraunir með að moka snjónum í burtu með lítilli gröfu en fljótlega kom í ljós að völlurinn kæmi illa út úr því. Vestri hafði frest þar til annað kvöld með að meta hvort hægt yrði að spila á Olísvellinum en nýtti frestinn ekki til fulls þar sem nú er alveg ljóst að völlurinn verður ekki leikhæfur. Svona leit Olísvöllurinn út í dag.Samsett/Vestri Vestramenn æfa í Borgarnesi í dag og á morgun en æfa svo í Reykjavík á föstudaginn áður en þeir mæta Víkingi í Frostaskjóli á laugardaginn klukkan 14:30. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast ÍA og Keflavík klukkan 12 á laugardaginn. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikurinn er svo á Laugardalsvelli 16. október. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn Vestri Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira