Halda ráðstefnu um heilsu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. september 2021 13:31 Stofnendur félagasamtakanna Hennar rödd eru Chanel Björk Sturludóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir. Aðsent Á laugardag fer fram ráðstefna um heilsu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Viðburðurinn er á vegum félagasamtakanna Hennar rödd eða Her voice og fer fram í Borgarleikhúsinu. Heilsa kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hefur ekki hlotið ítarlega umfjöllun í samfélaginu en á tímum COVID-19 kemur enn frekar í ljós að þörf er á frekari umræðu og rannsóknum á þessu sviði. Meðal umræðuefna er reynsla kvenna af erlendum uppruna af heilbrigðiskerfinu, aðgengi og menningarnæmni innan þess ásamt geðheilsu, kynheilsu og frelsis. Á dagskrá eru erindi fagaðila um þessi viðfangsefni og pallborðsumræður þar sem konum af erlendum uppruna verður veittur vettvangur til þess að raddir og sögur þeirra heyrist. Ráðstefnan fer fram á íslensku og ensku og verður túlkuð yfir á pólsku og ensku. Dagskrá og nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefsíðu samtakanna. Félagasamtökin hlutu styrk úr Jafnréttissjóði Íslands fyrir ráðstefnuna, sem haldin verður í Borgarleikhúsinu 2. október. Forsetafrúin Eliza Reid mun ávarpa gesti í upphafi ráðstefnunnar, en sem kona af erlendum uppruna sjálf hefur forsetafrúin sýnt verkefninu stuðning síðustu ár. Mæta áskorunum í íslensku samfélagi Á meðal þátttakenda eru Najmo Fiyasko, sómalísk kvenréttindakona sem upplifði nauðungarhjónaband og limlestingu á kynfærum kvenna (FGM) sem barn. Najmo rekur nú góðgerðarstarf sem heitir MID SHOW, félagasamtök sem starfa nú á Íslandi og í Sómalíu. Alma Belem Serrato, sálfræðingur sem er fædd og uppalin í Mexíkó, mun flytja erindið Sálræn vanlíðan meðal kvenna af erlendum uppruna, en Alma sérhæfir sig í að sinna innflytjendum og flóttafólki. Einnig mun ljósmóðirin og doktorsneminn, Edythe Mangindin frá Bandaríkjunum, flytja erindið Menningarleg auðmýkt innan heilbrigðiskerfisins þar sem hún mun fjalla um hugtakið menningarlega auðmýkt og hvernig menning hefur áhrif á heilsu. Hennar rödd eru félagasamtök sem starfa með það að markmiði að auka vitund meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Tilgangur félagsins er að stuðla að vitundarvakningu og fræðslu um málefni kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, þar með talið áskoranirnar sem þessi hópur mætir ásamt framlagi þeirra til samfélagsins. Markmið félagsins er að auka skilning og meðvitund í garð kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Vekja athygli á stöðu þessarra kvenna Stofnendur félagasamtakanna Hennar rödd eru Chanel Björk Sturludóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir. Innblástur verkefnisins kom frá Letetia B. Jonsson, móður Chanel, en hún er af jamaískum og breskum uppruna og bjó hér á landi fyrir um það bil tíu árum síðan. „Letetia tók virkan þátt í samfélagi kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og kynntist mörgum frambærilegum konum sem upplifðu sömu hindranir og hún hvað varðar aðlögun að menningu og tungumáli landsins. Sem dóttir Letetia upplifði Chanel ýmsar hindranir sem standa í vegi fyrir konum af erlendum uppruna í gegnum móður sína,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. „Þessir erfiðleikar lituðu reynsluheim Chanel sem blandaður Íslendingur og hvatti hana til þess að takast á við þennan málaflokk. Eftir samræður við vinkonu sína, Elínborgu Kolbeinsdóttur, sem er menntuð í félagsfræði og mannréttindum, ákváðu þær að sameina krafta sína og stofna samtök með því að markmiði að vekja athygli á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Með jafnrétti að leiðarljósi vilja stofnendur samtakanna nota forréttindastöðu sína og skapa vettvang fyrir konur af erlendum uppruna til þess að deila með samfélaginu veruleika þeirra og greina frá málefnum sem þarfnast úrbóta og verða íslensku samfélagi öllu til hagsbóta. Með því að nýta þekkingu og reynslu svo stórs hóps betur í samfélaginu skilar það þeim og fjölskyldum þeirra aukinni hagsæld - sem skilar sér svo aftur út í samfélagið.“ Heilsa Innflytjendamál Mest lesið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Sjá meira
Heilsa kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hefur ekki hlotið ítarlega umfjöllun í samfélaginu en á tímum COVID-19 kemur enn frekar í ljós að þörf er á frekari umræðu og rannsóknum á þessu sviði. Meðal umræðuefna er reynsla kvenna af erlendum uppruna af heilbrigðiskerfinu, aðgengi og menningarnæmni innan þess ásamt geðheilsu, kynheilsu og frelsis. Á dagskrá eru erindi fagaðila um þessi viðfangsefni og pallborðsumræður þar sem konum af erlendum uppruna verður veittur vettvangur til þess að raddir og sögur þeirra heyrist. Ráðstefnan fer fram á íslensku og ensku og verður túlkuð yfir á pólsku og ensku. Dagskrá og nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á vefsíðu samtakanna. Félagasamtökin hlutu styrk úr Jafnréttissjóði Íslands fyrir ráðstefnuna, sem haldin verður í Borgarleikhúsinu 2. október. Forsetafrúin Eliza Reid mun ávarpa gesti í upphafi ráðstefnunnar, en sem kona af erlendum uppruna sjálf hefur forsetafrúin sýnt verkefninu stuðning síðustu ár. Mæta áskorunum í íslensku samfélagi Á meðal þátttakenda eru Najmo Fiyasko, sómalísk kvenréttindakona sem upplifði nauðungarhjónaband og limlestingu á kynfærum kvenna (FGM) sem barn. Najmo rekur nú góðgerðarstarf sem heitir MID SHOW, félagasamtök sem starfa nú á Íslandi og í Sómalíu. Alma Belem Serrato, sálfræðingur sem er fædd og uppalin í Mexíkó, mun flytja erindið Sálræn vanlíðan meðal kvenna af erlendum uppruna, en Alma sérhæfir sig í að sinna innflytjendum og flóttafólki. Einnig mun ljósmóðirin og doktorsneminn, Edythe Mangindin frá Bandaríkjunum, flytja erindið Menningarleg auðmýkt innan heilbrigðiskerfisins þar sem hún mun fjalla um hugtakið menningarlega auðmýkt og hvernig menning hefur áhrif á heilsu. Hennar rödd eru félagasamtök sem starfa með það að markmiði að auka vitund meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Tilgangur félagsins er að stuðla að vitundarvakningu og fræðslu um málefni kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, þar með talið áskoranirnar sem þessi hópur mætir ásamt framlagi þeirra til samfélagsins. Markmið félagsins er að auka skilning og meðvitund í garð kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Vekja athygli á stöðu þessarra kvenna Stofnendur félagasamtakanna Hennar rödd eru Chanel Björk Sturludóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir. Innblástur verkefnisins kom frá Letetia B. Jonsson, móður Chanel, en hún er af jamaískum og breskum uppruna og bjó hér á landi fyrir um það bil tíu árum síðan. „Letetia tók virkan þátt í samfélagi kvenna af erlendum uppruna á Íslandi og kynntist mörgum frambærilegum konum sem upplifðu sömu hindranir og hún hvað varðar aðlögun að menningu og tungumáli landsins. Sem dóttir Letetia upplifði Chanel ýmsar hindranir sem standa í vegi fyrir konum af erlendum uppruna í gegnum móður sína,“ segir í tilkynningu um viðburðinn. „Þessir erfiðleikar lituðu reynsluheim Chanel sem blandaður Íslendingur og hvatti hana til þess að takast á við þennan málaflokk. Eftir samræður við vinkonu sína, Elínborgu Kolbeinsdóttur, sem er menntuð í félagsfræði og mannréttindum, ákváðu þær að sameina krafta sína og stofna samtök með því að markmiði að vekja athygli á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. Með jafnrétti að leiðarljósi vilja stofnendur samtakanna nota forréttindastöðu sína og skapa vettvang fyrir konur af erlendum uppruna til þess að deila með samfélaginu veruleika þeirra og greina frá málefnum sem þarfnast úrbóta og verða íslensku samfélagi öllu til hagsbóta. Með því að nýta þekkingu og reynslu svo stórs hóps betur í samfélaginu skilar það þeim og fjölskyldum þeirra aukinni hagsæld - sem skilar sér svo aftur út í samfélagið.“
Heilsa Innflytjendamál Mest lesið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Sjá meira