Mikill vatnselgur myndaðist á Siglufirði Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2021 09:06 Vatn safnaðist saman á tveimur stöðum á eyrinni á Siglufirði þegar hlánaði og rigndi eftir hádegið. Slökkviliðið á Siglufirði Slökkviliðs- og björgunarsveitarmenn aðstoðuðu íbúa í nokkrum húsum þar sem vatn flæddi inn á Siglufirði í lægðinni sem gekk yfir landið í gær. Annar var tíðindalaust hjá björgunarsveitum á landinu eftir klukkan 22:00 í gærkvöldi. Töluvert var um útköll vegna ökumanna sem sátu fastir á heiðum á norðan- og austanverðu landinu í fyrstu stóru haustlægðinni sem gekk yfir landið í gær og nótt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útköllum hafi fækkað hratt um níu leytið og allar björgunarsveitir hafi verið komnar í hvíld klukkan tíu í gærkvöldi. Engin útköll vegna veðurs bárust í nótt. Töluvert annríki var þó hjá slökkviliði og björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði þegar mikill vatnselgur myndaðist þar í gær. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri á Siglufirði, segir að aðeins hafi gert vind þar í eina til tvær klukkustundir fyrst þegar lægðin gerði vart við sig. „Strax eftir hádegi fór að hlána og rigna ofan í þetta þannig að það myndaðist mikill vatnselgur í bænum við bráðnun. Svo var sömuleiðis há sjávarstaða þannig að fráfall hafði ekki alveg við,“ segir Jóhann við Vísi. Töluvert snjóaði í fyrrinótt og fyrst þegar veðrið byrjaði. Snjórinn torveldaði vatninu að komast sína leið. Slökkviliðið og björgunarsveitin Strákar brugðust saman við útköllum vegna vatnselgsins í gær.Slökkviliðið á Siglufirði Því myndaðist verulegur vatnselgur á tveimur stöðum í bænum og bárust nokkrar beiðnir frá íbúum um aðstoð við að dæla vatni úr kjöllurum eða um vatnsryksugur þar sem vatn flæddi inn um aðalinngang. Jóhann segir að slökkviliðið og björgunarsveitin hafi skipt verkefnunum á milli sín og vel hafi gengið að leysa þau. Ekki var sjáanlegt tjón þar sem vatn flæddi inn, að sögn slökkviliðsstjórans. Hann útilokar þó ekki að einhverjar skemmdir hafi orðið á húsum. Björgunarsveitir Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. 28. september 2021 18:04 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Töluvert var um útköll vegna ökumanna sem sátu fastir á heiðum á norðan- og austanverðu landinu í fyrstu stóru haustlægðinni sem gekk yfir landið í gær og nótt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að útköllum hafi fækkað hratt um níu leytið og allar björgunarsveitir hafi verið komnar í hvíld klukkan tíu í gærkvöldi. Engin útköll vegna veðurs bárust í nótt. Töluvert annríki var þó hjá slökkviliði og björgunarsveitinni Strákum á Siglufirði þegar mikill vatnselgur myndaðist þar í gær. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri á Siglufirði, segir að aðeins hafi gert vind þar í eina til tvær klukkustundir fyrst þegar lægðin gerði vart við sig. „Strax eftir hádegi fór að hlána og rigna ofan í þetta þannig að það myndaðist mikill vatnselgur í bænum við bráðnun. Svo var sömuleiðis há sjávarstaða þannig að fráfall hafði ekki alveg við,“ segir Jóhann við Vísi. Töluvert snjóaði í fyrrinótt og fyrst þegar veðrið byrjaði. Snjórinn torveldaði vatninu að komast sína leið. Slökkviliðið og björgunarsveitin Strákar brugðust saman við útköllum vegna vatnselgsins í gær.Slökkviliðið á Siglufirði Því myndaðist verulegur vatnselgur á tveimur stöðum í bænum og bárust nokkrar beiðnir frá íbúum um aðstoð við að dæla vatni úr kjöllurum eða um vatnsryksugur þar sem vatn flæddi inn um aðalinngang. Jóhann segir að slökkviliðið og björgunarsveitin hafi skipt verkefnunum á milli sín og vel hafi gengið að leysa þau. Ekki var sjáanlegt tjón þar sem vatn flæddi inn, að sögn slökkviliðsstjórans. Hann útilokar þó ekki að einhverjar skemmdir hafi orðið á húsum.
Björgunarsveitir Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. 28. september 2021 18:04 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. 28. september 2021 18:04