„Eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er“ Eiður Þór Árnason skrifar 29. september 2021 00:18 Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, og Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar. Samsett Varaformaður Viðreisnar segir alvarlegt að efa hafi verið sáð um framkvæmd kosninganna. Fráfarandi þingmaður Miðflokksins segir stöðuna í Norðvesturkjördæmi vera alvarlegt klúður og nú reyni á Alþingi að viðhalda trausti á lýðræðinu. Landskjörstjórn gaf út í kvöld að hún hafi ekki fengið staðfestingu á því að rétt hafi verið staðið að meðferð og varðveislu kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Kemur það í hlut kjörbréfanefndar þingsins að úrskurða um lögmæti niðurstaðnanna. „Þetta er auðvitað bara mjög óheppilegt mál og lýðræðislegar kosningar eru grundvallarstofnun í samfélaginu. Það skiptir svo rosalega miklu máli að fólk geti treyst þeim og mál eins og þetta grefur auðvitað undan því trausti,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar. Hann bætir við að það sé hornsteinn virks lýðræðis að kosningarnar séu hafnar yfir allan vafa og að framkvæmd þeirra sé rétt og farið að lögum. Aðspurður um hvort að hann vilji að boðað verði til uppkosningar í Norðvesturkjördæmi segir Daði að það komi í hlut Alþingis að ákveða það. Enginn góður kostur sé í stöðunni. „Það að vera dómari í málum sem beinlínis snúa að því hvernig þú ert ráðinn til starfa hlýtur auðvitað að fela í sér ákveðin vandamál. Þingið sem tekur afstöðu hefur auðvitað af því ríka hagsmuni að þetta kerfi sé í lagi en hættan er auðvitað sú að þeim hugnist ekkert endilega sumir valkostirnir,“ segir Daði. Kjörgögnin handónýt Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir „stórfurðulegt“ að yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi hyggist standa á niðurstöðum endurtalningarinnar eftir að margir ágallar komu í ljós. Karl hefur kært framkvæmd talningarinnar til lögreglunnar á Vesturlandi. Hann er ekki alls ókunnugur kosningum en hann var formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi í 18 ár, og hefur verið sýslumaður, alþingismaður og nefndarmaður í kjörbréfanefnd Alþingis. „Ég tel þessi gögn vera handónýt eftir að þau hafa verið þarna í salnum án innsigla og algjörlega eftirlitslaus.“ Karl segir það einnig alvarlegt að yfirkjórstjórn hafi úrskurðað um vafaatkvæði í endurtalningunni án þess að umboðsmenn framboða væru viðstaddir. Eini kosturinn sem kosningalögin bjóði upp á sé að boðið verði til uppkosningar og aftur kosið í Norðvesturkjördæmi. „Alþingi getur ekki gefið út kjörbréf á grundvelli þessarar talningar, það er algjörlega útilokað.“ „Eina ráðið virðist vera að fara í uppkosningu sem er auðvitað stór galli og erfið leið en ef það er til að láta lýðræðið virka þá þarf að gera það.“ Harkaleg lögbrot Karl áréttar að ekkert hafi verið að framkvæmd kosninganna sjálfra en alvarleg feilspor hafi verið stigin þegar yfirkjörstjórnin ákvað að telja aftur. „Síðan gerist eitthvað óskiljanlegt og menn ætla að standa á því. Þau koma þarna í salinn þar sem var ekki innsigli eða neitt, telja án umboðsmanna, úrskurða um alls kyns atkvæði og það breytast þarna tugir atkvæða sem breyta niðurstöðunni um allt land.“ „Þetta er eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er og það er ekki hægt að líða þetta.“ Endurtalningin sé þar með handónýt að öllu leyti. Geti ekki sett undir sig hausinn Karl Gauti segir að nú reyni á Alþingi: „Ætla menn að samþykkja að þessi vinnubrögð séu bara í lagi með því að samþykkja kjörbréf þingmanna? Að mínu viti væri sú niðurstaða algjör fjarstæða.“ Hann segist hafa trú á lýðræðinu og réttlætinu og voni að Alþingi geri hið rétta í stöðunni. „Traust á kosningum verður að vera til staðar og menn geta ekki bara sett undir sig hausinn og ætla sér að vaða í gegnum þennan skafl.“ Karl telur það vera galla á löggjöfinni að ekki sé hægt að endurskoða ákvarðanir yfirkjörstjórnar. Til að mynda geti landskjörstjórn einungis beint tilmælum til þeirra en ekki krafist breytinga á skýrslum. „Það er enginn sem endurskoðar þessi úrslit nema Alþingi. Það er auðvitað galli og auðvitað er líka galli að fara í uppkosningu þar sem fólk getur tekið mið af óákjósanlegum niðurstöðum og hagað atkvæði sínu á annan hátt. En ég held að lýðræðið verði að bera sigur úr býtum í þessu máli.“ Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Viðreisn Miðflokkurinn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Landskjörstjórn gaf út í kvöld að hún hafi ekki fengið staðfestingu á því að rétt hafi verið staðið að meðferð og varðveislu kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Kemur það í hlut kjörbréfanefndar þingsins að úrskurða um lögmæti niðurstaðnanna. „Þetta er auðvitað bara mjög óheppilegt mál og lýðræðislegar kosningar eru grundvallarstofnun í samfélaginu. Það skiptir svo rosalega miklu máli að fólk geti treyst þeim og mál eins og þetta grefur auðvitað undan því trausti,“ segir Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar. Hann bætir við að það sé hornsteinn virks lýðræðis að kosningarnar séu hafnar yfir allan vafa og að framkvæmd þeirra sé rétt og farið að lögum. Aðspurður um hvort að hann vilji að boðað verði til uppkosningar í Norðvesturkjördæmi segir Daði að það komi í hlut Alþingis að ákveða það. Enginn góður kostur sé í stöðunni. „Það að vera dómari í málum sem beinlínis snúa að því hvernig þú ert ráðinn til starfa hlýtur auðvitað að fela í sér ákveðin vandamál. Þingið sem tekur afstöðu hefur auðvitað af því ríka hagsmuni að þetta kerfi sé í lagi en hættan er auðvitað sú að þeim hugnist ekkert endilega sumir valkostirnir,“ segir Daði. Kjörgögnin handónýt Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir „stórfurðulegt“ að yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi hyggist standa á niðurstöðum endurtalningarinnar eftir að margir ágallar komu í ljós. Karl hefur kært framkvæmd talningarinnar til lögreglunnar á Vesturlandi. Hann er ekki alls ókunnugur kosningum en hann var formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi í 18 ár, og hefur verið sýslumaður, alþingismaður og nefndarmaður í kjörbréfanefnd Alþingis. „Ég tel þessi gögn vera handónýt eftir að þau hafa verið þarna í salnum án innsigla og algjörlega eftirlitslaus.“ Karl segir það einnig alvarlegt að yfirkjórstjórn hafi úrskurðað um vafaatkvæði í endurtalningunni án þess að umboðsmenn framboða væru viðstaddir. Eini kosturinn sem kosningalögin bjóði upp á sé að boðið verði til uppkosningar og aftur kosið í Norðvesturkjördæmi. „Alþingi getur ekki gefið út kjörbréf á grundvelli þessarar talningar, það er algjörlega útilokað.“ „Eina ráðið virðist vera að fara í uppkosningu sem er auðvitað stór galli og erfið leið en ef það er til að láta lýðræðið virka þá þarf að gera það.“ Harkaleg lögbrot Karl áréttar að ekkert hafi verið að framkvæmd kosninganna sjálfra en alvarleg feilspor hafi verið stigin þegar yfirkjörstjórnin ákvað að telja aftur. „Síðan gerist eitthvað óskiljanlegt og menn ætla að standa á því. Þau koma þarna í salinn þar sem var ekki innsigli eða neitt, telja án umboðsmanna, úrskurða um alls kyns atkvæði og það breytast þarna tugir atkvæða sem breyta niðurstöðunni um allt land.“ „Þetta er eins harkalegt brot á kosningalöggjöfinni og hægt er og það er ekki hægt að líða þetta.“ Endurtalningin sé þar með handónýt að öllu leyti. Geti ekki sett undir sig hausinn Karl Gauti segir að nú reyni á Alþingi: „Ætla menn að samþykkja að þessi vinnubrögð séu bara í lagi með því að samþykkja kjörbréf þingmanna? Að mínu viti væri sú niðurstaða algjör fjarstæða.“ Hann segist hafa trú á lýðræðinu og réttlætinu og voni að Alþingi geri hið rétta í stöðunni. „Traust á kosningum verður að vera til staðar og menn geta ekki bara sett undir sig hausinn og ætla sér að vaða í gegnum þennan skafl.“ Karl telur það vera galla á löggjöfinni að ekki sé hægt að endurskoða ákvarðanir yfirkjörstjórnar. Til að mynda geti landskjörstjórn einungis beint tilmælum til þeirra en ekki krafist breytinga á skýrslum. „Það er enginn sem endurskoðar þessi úrslit nema Alþingi. Það er auðvitað galli og auðvitað er líka galli að fara í uppkosningu þar sem fólk getur tekið mið af óákjósanlegum niðurstöðum og hagað atkvæði sínu á annan hátt. En ég held að lýðræðið verði að bera sigur úr býtum í þessu máli.“
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Viðreisn Miðflokkurinn Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira