Einar Sverrisson: „Gátum ekki farið að bjóða upp á frammistöðu eins og á móti Fram aftur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. september 2021 21:45 Einar Sverrisson skoraði átta mörk fyrir Selfyssinga í kvöld. mynd/selfoss Einar Sverrisson, leikmaður Selfoss, var virkilega sáttur með 27-23 sigur liðsins gegn FH í Olís-deild karla í kvöld. Einar skoraði átta mörk fyrir Selfyssinga, en viðurkennir að leikur liðsins hafi ekki verið upp á marga fiska á upphafsmínútum leiksins. „Þetta byrjaði frekar brösulega, maður verður að viðurkenna það,“ sagði Einar að leik loknum. „Við vorum frekar ragir og þetta byrjaði bara ekki vel.“ „Svo byrjum við að spila saman og vörnin small heldur betur í fyrri. Við förum úr stöðunni 5-1 að mig minnir og komum síðan og jöfnum leikinn og komumst síðan tveim yfir. Svo héldum við bara áfram að byggja ofan á það í seinni og uppskárum þennan fína sigur. Það er kærkomið að byrja á heimavelli á góðum og sterkum sigri.“ Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé þegar að liðið var 5-1 undir. Eftir það fóru Selfyssingar að saxa á forskot gestanna, og komu sér svo loks í forystu fyrir hálfleik. „Hann var í rauninni bara að reyna að kveikja á okkur. Við vorum andlausir og taktlausir í sókn og vörn. Hann var bara aðeins að peppa okkur í gang. Það var ekkert eftirminnilegt þannig, engin óþarfa öskur eða svoleiðis.“ Eins og Einar talaði um voru Selfyssingar andlausir í upphafi leiks, líkt og í fyrsta leik liðsins á tímabilinu þar sem þeir þurftu að sætta sig við sex marka tap gegn Fram. „Það spilar auðvitað inn í að það vanti eitthvað í hópinn. En við erum með fulla skýrslu og Framleikurinn var bara ekki góður.“ „Við bara þjöppuðum okkur saman og tókum fínar æfingar og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik. Við gátum ekki farið að bjóða upp á frammistöðu eins og var á móti Fram aftur. Ekki á heimavelli og fyrir framan fullt hús af Selfyssingum.“ Selfyssingar mæta Haukum á þriðjudaginn eftir viku og Einar segir að liðið geti klárlega byggt ofan á góða frammistöðu í dag. „Já, klárlega. Við bara höldum svona áfram. Þetta er bara eitt skref í einu, tröppugangurinn. Nú er ein trappa komin og nú höldum við bara áfram. Það er bara áfram gakk.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
„Þetta byrjaði frekar brösulega, maður verður að viðurkenna það,“ sagði Einar að leik loknum. „Við vorum frekar ragir og þetta byrjaði bara ekki vel.“ „Svo byrjum við að spila saman og vörnin small heldur betur í fyrri. Við förum úr stöðunni 5-1 að mig minnir og komum síðan og jöfnum leikinn og komumst síðan tveim yfir. Svo héldum við bara áfram að byggja ofan á það í seinni og uppskárum þennan fína sigur. Það er kærkomið að byrja á heimavelli á góðum og sterkum sigri.“ Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, tók leikhlé þegar að liðið var 5-1 undir. Eftir það fóru Selfyssingar að saxa á forskot gestanna, og komu sér svo loks í forystu fyrir hálfleik. „Hann var í rauninni bara að reyna að kveikja á okkur. Við vorum andlausir og taktlausir í sókn og vörn. Hann var bara aðeins að peppa okkur í gang. Það var ekkert eftirminnilegt þannig, engin óþarfa öskur eða svoleiðis.“ Eins og Einar talaði um voru Selfyssingar andlausir í upphafi leiks, líkt og í fyrsta leik liðsins á tímabilinu þar sem þeir þurftu að sætta sig við sex marka tap gegn Fram. „Það spilar auðvitað inn í að það vanti eitthvað í hópinn. En við erum með fulla skýrslu og Framleikurinn var bara ekki góður.“ „Við bara þjöppuðum okkur saman og tókum fínar æfingar og undirbjuggum okkur vel fyrir þennan leik. Við gátum ekki farið að bjóða upp á frammistöðu eins og var á móti Fram aftur. Ekki á heimavelli og fyrir framan fullt hús af Selfyssingum.“ Selfyssingar mæta Haukum á þriðjudaginn eftir viku og Einar segir að liðið geti klárlega byggt ofan á góða frammistöðu í dag. „Já, klárlega. Við bara höldum svona áfram. Þetta er bara eitt skref í einu, tröppugangurinn. Nú er ein trappa komin og nú höldum við bara áfram. Það er bara áfram gakk.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti UMF Selfoss Olís-deild karla Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira