Ósáttur með hversu illa hefur gengið að koma liðinu á stórmót og vill reyna breyta því Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2021 20:00 Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, býst við erfiðum leikjum. Vísir/Bára Dröfn Arnar Pétursson - þjálfari A-landsliðs kvenna í handbolta - segir muninn á árangri karla og kvenna landsliða Íslands of mikinn. Hann vill breyta því á komandi árum en Arnar er samningsbundinn HSÍ næstu þrjú árin. Íslenska kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í Stokkhólmi 7. október og Serbíu á Ásvöllum þremur dögum síðar. Arnar hefur skýr markmið í þeirri vinnu sem framundan er. „Það sem ég vill sjá og fá út úr þessum leikjum er að við getum tekið út úr þessu mjög góða kafla sem við getum síðan byggt ofan á áfram. Við þurfum aðeins að horfa til langstíma og þessir leikir verða kannski partur af því lærdómsferli sem við þurfum að fara í gegnum og við þurfum þá af því að læra af því og geta byggt ofan á því,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi. Óeðlilegur munur á milli liðanna „Við viljum gera það. Við viljum sjá breytingar og stíga skref fram á við. Okkur finnst við hafa verið of langt á eftir kvennamegin, það er ekkert leyndarmál. Ég get bara sagt það eins og það er.“ „Mér finnst mjög óeðlilegt að við séum – það er kvennaliðið – sé búið að fara á þrjú stórmót frá aldamótum á meðan strákarnir eru að fara á sitt 25. stórmót. Það þarf ekki að vera þessi munur og það er eitthvað óeðlilegt við þetta. Ég vil reyna breyta því, ég held að við og HSÍ séum að reyna stíga skref í þá átt.“ Getur „æfingakúltur“ á Íslandi spili sinn þátt í því? „Örugglega að einhverju leyti gerir það, þurfum kannski að vera hreinskilin með það. Fyrsta skrefið er kannski að átta sig á hvaða stað við erum, ef við erum að horfa á boltann eins og hann er að þróast í Evrópu þá höfum við á undanförnum árum verið að dragast aftur úr. Þetta er samspil ýmissa þátta. Getum gert betur í tækni og líkamlega þættinum. Þá erum við að horfa á styrk, snerpu og hraða. Það liggur eflaust að stórum hluta í þeim kúltúr sem við höfum verið að byggja upp og við þurfum bara að breyta honum.“ Klippa: Arnar telur komandi leiki vera hluti af lærdómsferli landsliðsins Um viðbótina í þjálfarateymið Arnari hefur boðist liðsstyrkur en ásamt Ágústi Jóhannssyni, aðstoðarþjálfara, koma hinar þrautreyndu Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir inn í teymið. „Ég er gríðarlega ánægður með að okkur skyldi hafa tekist að tala þær inn á þetta. Þær eru miklir sigurvegarar, sennilega fáar íþróttakonur hér heima sem hafa unnið jafn mikið og þær. Þær hafa tekið þátt í þessum þremur stórmótum sem liðið hefur unnið sér keppnisrétt á þessari öld og eru miklir karakterar og sigurvegarar. Það er frábært fyrir okkur að fá þær inn í teymið og frábært fyrir þær ungur stelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í hópinn hjá okkur að hafa þær sem leiðbeinendur og fyrirmyndir. Ég fagna því bara að hafa náð þeim inn,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, að lokum. Hrafnhildur Ósk og Anna Úrsúla hafa unnið fleiri titla á ferlinum en eðlilegt er talið. Þær munu nú miðla reynslu sinni til leikmanna íslenska landsliðsins.Vísir/Sigurjón Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið mætir Svíþjóð í Stokkhólmi 7. október og Serbíu á Ásvöllum þremur dögum síðar. Arnar hefur skýr markmið í þeirri vinnu sem framundan er. „Það sem ég vill sjá og fá út úr þessum leikjum er að við getum tekið út úr þessu mjög góða kafla sem við getum síðan byggt ofan á áfram. Við þurfum aðeins að horfa til langstíma og þessir leikir verða kannski partur af því lærdómsferli sem við þurfum að fara í gegnum og við þurfum þá af því að læra af því og geta byggt ofan á því,“ sagði Arnar í viðtali við Stöð 2 Sport og Vísi. Óeðlilegur munur á milli liðanna „Við viljum gera það. Við viljum sjá breytingar og stíga skref fram á við. Okkur finnst við hafa verið of langt á eftir kvennamegin, það er ekkert leyndarmál. Ég get bara sagt það eins og það er.“ „Mér finnst mjög óeðlilegt að við séum – það er kvennaliðið – sé búið að fara á þrjú stórmót frá aldamótum á meðan strákarnir eru að fara á sitt 25. stórmót. Það þarf ekki að vera þessi munur og það er eitthvað óeðlilegt við þetta. Ég vil reyna breyta því, ég held að við og HSÍ séum að reyna stíga skref í þá átt.“ Getur „æfingakúltur“ á Íslandi spili sinn þátt í því? „Örugglega að einhverju leyti gerir það, þurfum kannski að vera hreinskilin með það. Fyrsta skrefið er kannski að átta sig á hvaða stað við erum, ef við erum að horfa á boltann eins og hann er að þróast í Evrópu þá höfum við á undanförnum árum verið að dragast aftur úr. Þetta er samspil ýmissa þátta. Getum gert betur í tækni og líkamlega þættinum. Þá erum við að horfa á styrk, snerpu og hraða. Það liggur eflaust að stórum hluta í þeim kúltúr sem við höfum verið að byggja upp og við þurfum bara að breyta honum.“ Klippa: Arnar telur komandi leiki vera hluti af lærdómsferli landsliðsins Um viðbótina í þjálfarateymið Arnari hefur boðist liðsstyrkur en ásamt Ágústi Jóhannssyni, aðstoðarþjálfara, koma hinar þrautreyndu Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir inn í teymið. „Ég er gríðarlega ánægður með að okkur skyldi hafa tekist að tala þær inn á þetta. Þær eru miklir sigurvegarar, sennilega fáar íþróttakonur hér heima sem hafa unnið jafn mikið og þær. Þær hafa tekið þátt í þessum þremur stórmótum sem liðið hefur unnið sér keppnisrétt á þessari öld og eru miklir karakterar og sigurvegarar. Það er frábært fyrir okkur að fá þær inn í teymið og frábært fyrir þær ungur stelpur sem eru að stíga sín fyrstu skref inn í hópinn hjá okkur að hafa þær sem leiðbeinendur og fyrirmyndir. Ég fagna því bara að hafa náð þeim inn,“ sagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, að lokum. Hrafnhildur Ósk og Anna Úrsúla hafa unnið fleiri titla á ferlinum en eðlilegt er talið. Þær munu nú miðla reynslu sinni til leikmanna íslenska landsliðsins.Vísir/Sigurjón
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Leicester | Nistelrooy á kunnuglegum slóðum Enski boltinn Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira