Í klippunni hér fyrir neðan má heyra þegar Sóli þykist vera Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Hringdi hann mann að nafni Guðmundur og þóttist vera að taka púlsinn á kjósendum eftir kosningahelgina.
„Mig langaði bara að athuga hvort þitt atkvæði hefði ratað á réttar slóðir,“ byrjaði Sóli á að spyrja.
Þátturinn í heild sinni er kominn út og aðgengilegur áskrifendum. Símaat Sóla Hólm má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.