Vilhjálmur segir Bryndísi hafa flaðrað upp um sig eins og hundstík Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2021 13:54 Vilhjálmur gefur lítið fyrir lýðræðið innan Sjálfstæðisflokknum. Hann lýsir því hvernig sér hafi verið fórnað í prófkjöri af uppstillingarnefnd en Bryndís Haraldsdóttir tók sætið. Hún sagði ekki einu sinni takk en hringdi einhvern tíma í Vilhjálm, bullaði og lét eins og fífl, að sögn Vilhjálms. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir lýðræðið í Sjálfstæðisflokknum. Hann skrifar einskonar kveðjupistil sem birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem hann fer hörðum orðum um það hversu grátt hann var leikinn af uppstillingarnefnd og forystu flokksins. Á vefmiðlinum Miðjunni, sem gerir sér mat úr pistlinum og endurbirtir í heild, er fullyrt að Morgunblaðið hafi beðið með birtingu pistilsins þar til eftir kosningar. Í athugasemd sem birtist með pistlinum í blaðinu segir að greinin hafi verið tilbúin til birtingar á kjördag og engu hafi verið breytt eftir að úrslit lágu fyrir. Vilhjálmur segist hafa verið niðurlægður og svikinn og fylltur af lygi þegar hann stóð í baráttu um sæti á lista flokksins í Kraganum. Fórnað á altari kynjakvóta Vilhjálmur greinir frá því að þjónusta hans við þingræðið hafi hafist 27. apríl 2013 með fullu umboði fyrir kjördæmi sitt Kragann. Því er nú lokið. Skjáskot af hluta pistils Vilhjálms en þar fer hann hörðum orðum um það hvernig hlutirnir gangi fyrir sig innan Sjálfstæðisflokksins. Hann gefur ekki mikið fyrir hina meintu lýðræðisveislu sem prófkjör flokksins eru sögð vera.Morgunblaðið „Ég fór þrisvar í gegnum lýðræðisveislu, sem kölluð er prófkjör. Tvisvar vegnaði mér vel. Hið fyrsta sinni leitaði formaður uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Jónas Guðmundsson lögmaður, allra leiða til að færa mig af listanum, ellegar að færa mig úr því sæti sem lýðræðisveislan skilaði. Það gekk ekki eftir! Einhverjum til mæðu!“ Næst heppnaðist Jónasi, að sögn Vilhjálms að færa hann niður um sæti sem þó tryggði honum þingsæti þá. „Því sinni lýsti formaður Sjálfstæðisflokksins þessa tilfærslu mikla snilli með mikilli ánægju. Núverandi ritari flokksins taldi þessa tilfærslu mikla snilli með mikilli ánægju. Sá er hlaut kosningu í þriðja sæti lýsti einnig ánægju með snillina.“ Vilhjálmur segir að það sem hann kallar „runk með listann“ hafi ekki skipt þessa menn neinu máli. „En þeir litu betur út í augum Landssambands sjálfstæðiskvenna. Þær konur fengu mikla upphefð. Sú er hlaut upphefðina þakkaði aldrei fyrir sig, fyrir að halda frið. Þegar sá, er var niðurlægður, var fallinn af Alþingi í snemmbúnum kosningum hringdi hún og bullaði og lét eins og fífl. Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík, og sagði innihaldslaust bull: „Gott að sjá þig.““ En þarna er um að ræða Bryndísi Haraldsdóttur þingmann. Lygi, niðurlæging og svik Vilhjálmur rekur að honum hafi ekki vegnað vel í þriðja skipti sem hann reyndi fyrir sér í vegnaði honum ekki vel enda ekki í náðinni þeirra sex efstu í prófkjöri á liðnu sumri. Hann hafi verið talinn hættulegur. „Þegar einhverjir fulltrúar í uppstillingarnefnd vildu leiðrétta hlut Vilhjálms Bjarnasonar sagði ein meginfraukan úr Mosfellsbæ: „Þessi Vilhjálmur Bjarnason skiptir engu máli.““ Vilhjálmur segir að eftir niðurlægingu í prófkjöri 2016 hafi sér verið gefin loforð „sem voru svikin og einskis verð lygi.“ Í pistlinum segist Vilhjálmur hafa þjónað þingræðinu eftir bestu samvisku og betur sé ekki hægt að gera. „Ég geng uppréttur og stoltur frá borði þrátt fyrir lygi, niðurlægingu og svik.“ Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Davíð og Hannes glaðhlakkalegir vegna rýrrar uppskeru Gunnars Smára Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur og Sjálfstæðismaður hafa báðir skrifað pistil þar sem þeir fagna niðurstöðum kosninga. Ekki þykir þeim verra að Gunnar Smári Egilsson og Sósíalistaflokkurinn náðu ekki manni á þing. 28. september 2021 11:13 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Á vefmiðlinum Miðjunni, sem gerir sér mat úr pistlinum og endurbirtir í heild, er fullyrt að Morgunblaðið hafi beðið með birtingu pistilsins þar til eftir kosningar. Í athugasemd sem birtist með pistlinum í blaðinu segir að greinin hafi verið tilbúin til birtingar á kjördag og engu hafi verið breytt eftir að úrslit lágu fyrir. Vilhjálmur segist hafa verið niðurlægður og svikinn og fylltur af lygi þegar hann stóð í baráttu um sæti á lista flokksins í Kraganum. Fórnað á altari kynjakvóta Vilhjálmur greinir frá því að þjónusta hans við þingræðið hafi hafist 27. apríl 2013 með fullu umboði fyrir kjördæmi sitt Kragann. Því er nú lokið. Skjáskot af hluta pistils Vilhjálms en þar fer hann hörðum orðum um það hvernig hlutirnir gangi fyrir sig innan Sjálfstæðisflokksins. Hann gefur ekki mikið fyrir hina meintu lýðræðisveislu sem prófkjör flokksins eru sögð vera.Morgunblaðið „Ég fór þrisvar í gegnum lýðræðisveislu, sem kölluð er prófkjör. Tvisvar vegnaði mér vel. Hið fyrsta sinni leitaði formaður uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Jónas Guðmundsson lögmaður, allra leiða til að færa mig af listanum, ellegar að færa mig úr því sæti sem lýðræðisveislan skilaði. Það gekk ekki eftir! Einhverjum til mæðu!“ Næst heppnaðist Jónasi, að sögn Vilhjálms að færa hann niður um sæti sem þó tryggði honum þingsæti þá. „Því sinni lýsti formaður Sjálfstæðisflokksins þessa tilfærslu mikla snilli með mikilli ánægju. Núverandi ritari flokksins taldi þessa tilfærslu mikla snilli með mikilli ánægju. Sá er hlaut kosningu í þriðja sæti lýsti einnig ánægju með snillina.“ Vilhjálmur segir að það sem hann kallar „runk með listann“ hafi ekki skipt þessa menn neinu máli. „En þeir litu betur út í augum Landssambands sjálfstæðiskvenna. Þær konur fengu mikla upphefð. Sú er hlaut upphefðina þakkaði aldrei fyrir sig, fyrir að halda frið. Þegar sá, er var niðurlægður, var fallinn af Alþingi í snemmbúnum kosningum hringdi hún og bullaði og lét eins og fífl. Síðar flaðraði hún upp um mig þegar ég varð á vegi hennar, eins og hundstík, og sagði innihaldslaust bull: „Gott að sjá þig.““ En þarna er um að ræða Bryndísi Haraldsdóttur þingmann. Lygi, niðurlæging og svik Vilhjálmur rekur að honum hafi ekki vegnað vel í þriðja skipti sem hann reyndi fyrir sér í vegnaði honum ekki vel enda ekki í náðinni þeirra sex efstu í prófkjöri á liðnu sumri. Hann hafi verið talinn hættulegur. „Þegar einhverjir fulltrúar í uppstillingarnefnd vildu leiðrétta hlut Vilhjálms Bjarnasonar sagði ein meginfraukan úr Mosfellsbæ: „Þessi Vilhjálmur Bjarnason skiptir engu máli.““ Vilhjálmur segir að eftir niðurlægingu í prófkjöri 2016 hafi sér verið gefin loforð „sem voru svikin og einskis verð lygi.“ Í pistlinum segist Vilhjálmur hafa þjónað þingræðinu eftir bestu samvisku og betur sé ekki hægt að gera. „Ég geng uppréttur og stoltur frá borði þrátt fyrir lygi, niðurlægingu og svik.“
Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Davíð og Hannes glaðhlakkalegir vegna rýrrar uppskeru Gunnars Smára Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur og Sjálfstæðismaður hafa báðir skrifað pistil þar sem þeir fagna niðurstöðum kosninga. Ekki þykir þeim verra að Gunnar Smári Egilsson og Sósíalistaflokkurinn náðu ekki manni á þing. 28. september 2021 11:13 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Davíð og Hannes glaðhlakkalegir vegna rýrrar uppskeru Gunnars Smára Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur og Sjálfstæðismaður hafa báðir skrifað pistil þar sem þeir fagna niðurstöðum kosninga. Ekki þykir þeim verra að Gunnar Smári Egilsson og Sósíalistaflokkurinn náðu ekki manni á þing. 28. september 2021 11:13