„Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Snorri Másson skrifar 28. september 2021 12:08 Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir að með endurtalningu þar hafi ætlunin verið að leiðrétta mistök. Magnús Davíð Norðdahl Pírati segir að ekki hafi verið staðið rétt að þeirri ákvörðun og að þar með sé hún brot á kosningalögum. Vísir Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. Frambjóðandi Pírata, sem hefur kært kosningarnar og krafist nýrra kosninga í Norðvesturkjördæmi, telur bagalegt að Alþingi sjálft muni taka kæru hans til meðferðar. Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi hefur sagt að ráðist hafi verið í endurtalningu því mjótt hafi verið á munum. „Við fengum ábendingu um það að það munaði litlu í tveimur kjördæmum í sambandi við jöfnunarsæti og ákváðum því að endurtelja atkvæðin,“ segir Ingi. Mistök komu í ljós við endurtalninguna. Mistökin fólust í að atkvæði höfðu mislagst í svonefndan C-bunka þegar þau áttu í raun réttri ekki að vera þar. „Mannlegu mistökin felast í því að niðurstöður talningarinnar voru ekki alveg réttar.“ Breytingarnar sem urðu í endurtalningunni. En það bætast þarna ógildir seðlar við, hvað er ógilt við þá? „Það verður breyting á milli ógildra og auðra seðla. Lengi vel var þetta talið saman auðir og ógildir og það fjölgaði sem sagt ógildu seðlunum vegna þess að þeir höfðu farið með auðu seðlunum. Það er bara það sem gerðist,“segir Ingi Tryggvason í samtali við fréttastofu. Um innsigli eða skort á þeim, segir Ingi: „Ég tel að þessara gagna hafi bara alveg verið gætt á fullkominn hátt og hef heldur engar áhyggjur af því.“ Þess hefur verið krafist, vegna ótilhlýðilegrar framkvæmdar kosninganna, að umrædd endurtalning verði ógild. „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi. Ég hef bara alltaf litið svo á að ef það eru gerð mistök ætti að leiðrétta þau. Ef það á ekki að gera það í þessu máli, þá finnst mér það svolítið sérstakt en þetta veldur mér engu hugarangri. Ég biðst velvirðingar á þessum mistökum bara,“ segir Ingi. Þá hefur verið gagnrýnt að ekki hafi verið haft samband við umboðsmenn flokkanna áður en ráðist var í endurtalningu. „Þeir hafa ekkert um það að segja hvort endurtalning fer fram eða ekki. Þeir voru látnir vita af endurtalningunni og voru sumir viðstaddir hana,“ útskýrir Ingi Tryggvason. Skýlaus brot á kosningalögum skaði trúverðugleikann Magnús Davíð Norðdahl Pírati og frambjóðandi í kjördæminu undirbýr kæru til yfirkjörbréfanefndar. Eina færa leiðin að hans mati er að kosið verði aftur í kjördæminu. „Við erum með alvarlega ágalla á talningunni, annars vegar að kjörgögn voru ekki innsigluð þrátt fyrir skýra lagaskyldu þess efnis og svo erum við líka með þá stöðu að endurtalning hafi farið fram án þess að haft væri samband við umboðsmenn okkar Pírata. Í þeirri endurtalningu var meðal annars verið að meta lögmæti atkvæðaseðla upp á nýtt, þannig fjölgar ógildum seðlum. Það er alveg ljóst að þetta er einnig brot á kosningalögum,“ segir Magnús. Ágallarnir séu slíkir að þeir dragi úr trúverðugleika sem kosningar verði að njóta. „Við erum með alvarleg brot á kosningalögum. Þau brot eru þess eðlis að traust okkar frambjóðenda og ekki síður kjósenda til yfirkjörstjórnar, sem finnst í lagi að brjóta lög og reglur, hvað með öll hin tilvikin sem upp koma við framkvæmd kosninga og talninga?“ Að auki gagnrýnir Magnús að Alþingi sé sá aðili sem taka muni afstöðu til kærunnar hans. Það sé þar með að fjalla um sjáflt sig. „Það er bagalegt að við skulum búa í samfélagi og okkar umgjörð sé með þeim hætti að það sé Alþingi sjálft sem muni kveða úr um lögmæti kosninganna, það er að segja meirihluti Alþingis,“ segir Magnús. Málið snúist ekki um það hvort átt hafi verið við atkvæðin, heldur um trúverðugleika yfirkjörstjórnarinnar. Traustið sé farið. „Það er ekki kjarni málsins heldur er skýlaust brot á kosningalögum sem draga trúverðugleika, störf yfirkjörstjórnar í efa og þar með kosninganna í heild sinni í kjördæminu,“ segir Magnús. Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. 28. september 2021 10:27 Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis fær frest til að skila Landskjörstjórn bíður enn eftir skýrslum frá Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi um framkvæmd talningar í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. 28. september 2021 08:03 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Frambjóðandi Pírata, sem hefur kært kosningarnar og krafist nýrra kosninga í Norðvesturkjördæmi, telur bagalegt að Alþingi sjálft muni taka kæru hans til meðferðar. Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi hefur sagt að ráðist hafi verið í endurtalningu því mjótt hafi verið á munum. „Við fengum ábendingu um það að það munaði litlu í tveimur kjördæmum í sambandi við jöfnunarsæti og ákváðum því að endurtelja atkvæðin,“ segir Ingi. Mistök komu í ljós við endurtalninguna. Mistökin fólust í að atkvæði höfðu mislagst í svonefndan C-bunka þegar þau áttu í raun réttri ekki að vera þar. „Mannlegu mistökin felast í því að niðurstöður talningarinnar voru ekki alveg réttar.“ Breytingarnar sem urðu í endurtalningunni. En það bætast þarna ógildir seðlar við, hvað er ógilt við þá? „Það verður breyting á milli ógildra og auðra seðla. Lengi vel var þetta talið saman auðir og ógildir og það fjölgaði sem sagt ógildu seðlunum vegna þess að þeir höfðu farið með auðu seðlunum. Það er bara það sem gerðist,“segir Ingi Tryggvason í samtali við fréttastofu. Um innsigli eða skort á þeim, segir Ingi: „Ég tel að þessara gagna hafi bara alveg verið gætt á fullkominn hátt og hef heldur engar áhyggjur af því.“ Þess hefur verið krafist, vegna ótilhlýðilegrar framkvæmdar kosninganna, að umrædd endurtalning verði ógild. „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi. Ég hef bara alltaf litið svo á að ef það eru gerð mistök ætti að leiðrétta þau. Ef það á ekki að gera það í þessu máli, þá finnst mér það svolítið sérstakt en þetta veldur mér engu hugarangri. Ég biðst velvirðingar á þessum mistökum bara,“ segir Ingi. Þá hefur verið gagnrýnt að ekki hafi verið haft samband við umboðsmenn flokkanna áður en ráðist var í endurtalningu. „Þeir hafa ekkert um það að segja hvort endurtalning fer fram eða ekki. Þeir voru látnir vita af endurtalningunni og voru sumir viðstaddir hana,“ útskýrir Ingi Tryggvason. Skýlaus brot á kosningalögum skaði trúverðugleikann Magnús Davíð Norðdahl Pírati og frambjóðandi í kjördæminu undirbýr kæru til yfirkjörbréfanefndar. Eina færa leiðin að hans mati er að kosið verði aftur í kjördæminu. „Við erum með alvarlega ágalla á talningunni, annars vegar að kjörgögn voru ekki innsigluð þrátt fyrir skýra lagaskyldu þess efnis og svo erum við líka með þá stöðu að endurtalning hafi farið fram án þess að haft væri samband við umboðsmenn okkar Pírata. Í þeirri endurtalningu var meðal annars verið að meta lögmæti atkvæðaseðla upp á nýtt, þannig fjölgar ógildum seðlum. Það er alveg ljóst að þetta er einnig brot á kosningalögum,“ segir Magnús. Ágallarnir séu slíkir að þeir dragi úr trúverðugleika sem kosningar verði að njóta. „Við erum með alvarleg brot á kosningalögum. Þau brot eru þess eðlis að traust okkar frambjóðenda og ekki síður kjósenda til yfirkjörstjórnar, sem finnst í lagi að brjóta lög og reglur, hvað með öll hin tilvikin sem upp koma við framkvæmd kosninga og talninga?“ Að auki gagnrýnir Magnús að Alþingi sé sá aðili sem taka muni afstöðu til kærunnar hans. Það sé þar með að fjalla um sjáflt sig. „Það er bagalegt að við skulum búa í samfélagi og okkar umgjörð sé með þeim hætti að það sé Alþingi sjálft sem muni kveða úr um lögmæti kosninganna, það er að segja meirihluti Alþingis,“ segir Magnús. Málið snúist ekki um það hvort átt hafi verið við atkvæðin, heldur um trúverðugleika yfirkjörstjórnarinnar. Traustið sé farið. „Það er ekki kjarni málsins heldur er skýlaust brot á kosningalögum sem draga trúverðugleika, störf yfirkjörstjórnar í efa og þar með kosninganna í heild sinni í kjördæminu,“ segir Magnús.
Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. 28. september 2021 10:27 Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis fær frest til að skila Landskjörstjórn bíður enn eftir skýrslum frá Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi um framkvæmd talningar í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. 28. september 2021 08:03 Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Sjá meira
Búinn að kæra kosningarnar til lögreglunnar Karl Gauti Hjaltason hefur sent kæru til lögreglunnar á Vesturlandi vegna framkvæmdar kosningar í Norðvesturkjördæmi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur lögreglan á Vesturlandi móttekið kæruna. 28. september 2021 10:27
Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis fær frest til að skila Landskjörstjórn bíður enn eftir skýrslum frá Suðurkjördæmi og Norðvesturkjördæmi um framkvæmd talningar í nýafstöðnum kosningum til Alþingis. 28. september 2021 08:03