Auglýsa eftir snjóblásurum en spila líklega í boði liðs sem vill að þeir tapi Sindri Sverrisson skrifar 28. september 2021 12:30 Eins og sjá má er varla hægt að æfa fótbolta fyrir vestan þessa dagana og halda leikmenn Vestra því til Borgarness á morgun. Vinstri myndin er frá æfingu á Skeiðisvelli í Bolungarvík. Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Hvað eru til margir snjóblásarar hér í bænum?“ Svo spyr Samúel Samúelsson í stjórn Vestra en Vestfirðingar ætla að reyna allt sem þeir geta til að geta spilað á Ísafirði um helgina, gegn Íslandsmeisturum Víkings í Mjólkurbikarnum. Það ræðst á næstu tveimur sólarhringum hvar undanúrslitaleikur Vestra og Víkings verður spilaður. Snjór er yfir grasvelli Vestra, Olís-vellinum, en Samúel og félagar ætla að freista þess að blása honum af á morgun ef aðstæður leyfa. Þeir þurfa að treysta á veðurguðina en góðar líkur eru á því að leikurinn verði spilaður á höfuðborgarsvæðinu. Til stóð að Kaplakrikavöllur yrði „varavöllur“ fyrir leikinn á laugardag en Samúel segir að hætt hafi verið við þær áætlanir. Nú sé útlit fyrir að spilað verði á Meistaravöllum, heimavelli KR, verði Olís-völlurinn ekki tilbúinn. Mikið er í húfi fyrir KR-inga sem vilja helst að Vestri tapi leiknum, því aðeins ef að Víkingur verður bikarmeistari mun KR fá sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Lítur ekki vel út en spáin að lagast „Við viljum grasvöll. Annars breytir okkur engu hvort við vinnum Víking í Reykjavík eða á Ísafirði,“ sagði Samúel léttur við Vísi í dag. „Við ætlum að gera heiðarlega tilraun til að gera völlinn hérna leikfæran. Þetta lítur ekki vel út en spáin er samt að lagast,“ sagði Samúel en eins og sjá má að ofan er völlurinn snævi þakinn. Leikmenn Vestra skokka á snævi þöktum Skeiðisvelli í Bolungarvík.Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Það er spurning hvort þetta verði snjór eða klaki á morgun. Ef þetta verður snjór þá getum við blásið honum í burtu,“ sagði Samúel sem auglýsti á Facebook eftir snjóblásurum og fékk góð viðbrögð. Það er því ljóst að allt verður reynt til að Vestri fái að spila á heimavelli eins og þegar liðið sló Val út í síðustu umferð. Gefa svar í síðasta lagi á fimmtudagskvöld „Við vorum mest hræddir um að það yrði það mikil rigning á föstudag og laugardag að völlurinn yrði á floti. Nú á að vera þurrt á miðvikudag og fimmtudag, og á laugardag líka, sem gefur okkur smá bjartsýni. Við þurfum að gefa svar á fimmtudagskvöld um hvort við teljum að leikurinn geti farið fram á Ísafirði eða ekki. Ég geri svo ráð fyrir því að ef að við teljum að leikurinn geti farið hér fram þá muni KSÍ fá mann til að taka völlinn út. Lokaákvörðunin er ekki okkar en við gerum það sem við getum svo hægt verði að spila hérna,“ sagði Samúel. Æfa í Borgarnesi Í ljósi aðstæðna hafa leikmenn Vestra ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu daga. Samúel grínast með að þeir geti helst æft sig í FIFA tölvuleiknum og hugarleikfimi. Leikmennirnir halda hins vegar suður í Borgarnes í fyrramálið og æfa þar á morgun og á fimmtudag. Á föstudag heldur hópurinn svo annað hvort heim á Ísafjörð eða til Reykjavíkur og æfir á leikstað fyrir leikinn mikilvæga. Mjólkurbikarinn Vestri Ísafjarðarbær Víkingur Reykjavík Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Það ræðst á næstu tveimur sólarhringum hvar undanúrslitaleikur Vestra og Víkings verður spilaður. Snjór er yfir grasvelli Vestra, Olís-vellinum, en Samúel og félagar ætla að freista þess að blása honum af á morgun ef aðstæður leyfa. Þeir þurfa að treysta á veðurguðina en góðar líkur eru á því að leikurinn verði spilaður á höfuðborgarsvæðinu. Til stóð að Kaplakrikavöllur yrði „varavöllur“ fyrir leikinn á laugardag en Samúel segir að hætt hafi verið við þær áætlanir. Nú sé útlit fyrir að spilað verði á Meistaravöllum, heimavelli KR, verði Olís-völlurinn ekki tilbúinn. Mikið er í húfi fyrir KR-inga sem vilja helst að Vestri tapi leiknum, því aðeins ef að Víkingur verður bikarmeistari mun KR fá sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Lítur ekki vel út en spáin að lagast „Við viljum grasvöll. Annars breytir okkur engu hvort við vinnum Víking í Reykjavík eða á Ísafirði,“ sagði Samúel léttur við Vísi í dag. „Við ætlum að gera heiðarlega tilraun til að gera völlinn hérna leikfæran. Þetta lítur ekki vel út en spáin er samt að lagast,“ sagði Samúel en eins og sjá má að ofan er völlurinn snævi þakinn. Leikmenn Vestra skokka á snævi þöktum Skeiðisvelli í Bolungarvík.Facebook/@Vestri.Knattspyrna „Það er spurning hvort þetta verði snjór eða klaki á morgun. Ef þetta verður snjór þá getum við blásið honum í burtu,“ sagði Samúel sem auglýsti á Facebook eftir snjóblásurum og fékk góð viðbrögð. Það er því ljóst að allt verður reynt til að Vestri fái að spila á heimavelli eins og þegar liðið sló Val út í síðustu umferð. Gefa svar í síðasta lagi á fimmtudagskvöld „Við vorum mest hræddir um að það yrði það mikil rigning á föstudag og laugardag að völlurinn yrði á floti. Nú á að vera þurrt á miðvikudag og fimmtudag, og á laugardag líka, sem gefur okkur smá bjartsýni. Við þurfum að gefa svar á fimmtudagskvöld um hvort við teljum að leikurinn geti farið fram á Ísafirði eða ekki. Ég geri svo ráð fyrir því að ef að við teljum að leikurinn geti farið hér fram þá muni KSÍ fá mann til að taka völlinn út. Lokaákvörðunin er ekki okkar en við gerum það sem við getum svo hægt verði að spila hérna,“ sagði Samúel. Æfa í Borgarnesi Í ljósi aðstæðna hafa leikmenn Vestra ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu daga. Samúel grínast með að þeir geti helst æft sig í FIFA tölvuleiknum og hugarleikfimi. Leikmennirnir halda hins vegar suður í Borgarnes í fyrramálið og æfa þar á morgun og á fimmtudag. Á föstudag heldur hópurinn svo annað hvort heim á Ísafjörð eða til Reykjavíkur og æfir á leikstað fyrir leikinn mikilvæga.
Mjólkurbikarinn Vestri Ísafjarðarbær Víkingur Reykjavík Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira