Eldflaugareldsneyti lýsti upp himininn í gærkvöldi Kjartan Kjartansson skrifar 28. september 2021 10:13 Sólin lýsti upp eldsneytið frá Atlas V-eldflauginni þannig að það skein skært á kvöldhimninum yfir Íslandi og Evrópu. Atli Þór Jónsson Margir virðast hafa orðið varir við ljósagang yfir landinu í gærkvöldi. Þar var á ferðinni eldsneyti frá eldflaug sem skotið var á loft með gervitungl í gærdag, að sögn Sævars Helga Bragasonar, ritstjóra Stjörnufræðivefsins. Fjölmargir samfélagsmiðlanotendur birtu myndir af óvenjulegu ljósi á kvöldhimninum á tíunda tímanum í gærkvöldi. Einn þeirra var Magnús Sveinsson sem náði myndbandi af glæringunum yfir norðurbæ Hafnarfjarðar klukkan 21:13 í gærkvöldi. Hann segir að sig hafi strax grunað að þar væri einhvers konar eldflaug á ferðinni en fannst skrýtið að „halinn“ sem sést vanalega aftan úr flugvélum eða eldflaugum væri framan á þessari. Magnús var ekki fjarri lagi því ljósið kom frá eldsneyti úr stórri eldflaug sem var skotið á loft í gærdag. Sævar Helgi, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, tísti í gærkvöldi að Atlas V-eldflaug sem var skotið á loft með Landsat 9-gervihnött hafi losað sig við eldsneyti sem sólin lýsti svo upp. Sáu fleiri þetta á himni í kvöld? Atlas V eldflaug sem var skotið á loftí fyrr í dag með Landsat 9 gervitungl að losa sig við eldsneyti. Sólin lýsir það svo upp. https://t.co/GGADGoi6W7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 27, 2021 Í samtali við Vísi segir Sævar Helgi að sporbraut eldflaugarinnar hafi legið vel við athugun frá Íslandi. Sólin hafi ekki verið mjög langt undir sjóndeildarhringnum svo hún lýsti upp eldsneytið í um 600 kílómetra hæð. Ljósið sást um þremur klukkustundum eftir geimskotið og var vel sýnilegt í um það bil tíu mínútur en dofnaði svo þegar eldsneytisskýið hafði dreifst meira. Það sást víða um Evrópu. Ástæðan fyrir því að eldsneyti var losað úr eldflauginni var sú að til stendur að hún brenni upp í andrúmsloftinu yfir Indlandshafi. Losunin á að draga úr hættu á mengun þegar leifar eldflaugarinnar falla í sjóinn. Atlas V-eldflauginni var skotið á loft frá Vandanberg-stöðinni í Kaliforníu með Landsat 9-gervitungl innanborðs í gær. Eldsneyti úr eldflauginni sást upplýst yfir Íslandi í gærkvöldi.Vísir/EPA Landsat-gervitunglin hafa fylgst með jörðinni og skrásett breytingar í hátt í fimmtíu ár. Breska ríkisútvarpið BBC segir að athuganir þeirra séu lengsta samfellda heimild fjarkönnunartækja um breytingar á jörðinni. Landsat-gögnin eru opin öllum án endurgjalds. Geimurinn Fréttir af flugi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Fjölmargir samfélagsmiðlanotendur birtu myndir af óvenjulegu ljósi á kvöldhimninum á tíunda tímanum í gærkvöldi. Einn þeirra var Magnús Sveinsson sem náði myndbandi af glæringunum yfir norðurbæ Hafnarfjarðar klukkan 21:13 í gærkvöldi. Hann segir að sig hafi strax grunað að þar væri einhvers konar eldflaug á ferðinni en fannst skrýtið að „halinn“ sem sést vanalega aftan úr flugvélum eða eldflaugum væri framan á þessari. Magnús var ekki fjarri lagi því ljósið kom frá eldsneyti úr stórri eldflaug sem var skotið á loft í gærdag. Sævar Helgi, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, tísti í gærkvöldi að Atlas V-eldflaug sem var skotið á loft með Landsat 9-gervihnött hafi losað sig við eldsneyti sem sólin lýsti svo upp. Sáu fleiri þetta á himni í kvöld? Atlas V eldflaug sem var skotið á loftí fyrr í dag með Landsat 9 gervitungl að losa sig við eldsneyti. Sólin lýsir það svo upp. https://t.co/GGADGoi6W7— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) September 27, 2021 Í samtali við Vísi segir Sævar Helgi að sporbraut eldflaugarinnar hafi legið vel við athugun frá Íslandi. Sólin hafi ekki verið mjög langt undir sjóndeildarhringnum svo hún lýsti upp eldsneytið í um 600 kílómetra hæð. Ljósið sást um þremur klukkustundum eftir geimskotið og var vel sýnilegt í um það bil tíu mínútur en dofnaði svo þegar eldsneytisskýið hafði dreifst meira. Það sást víða um Evrópu. Ástæðan fyrir því að eldsneyti var losað úr eldflauginni var sú að til stendur að hún brenni upp í andrúmsloftinu yfir Indlandshafi. Losunin á að draga úr hættu á mengun þegar leifar eldflaugarinnar falla í sjóinn. Atlas V-eldflauginni var skotið á loft frá Vandanberg-stöðinni í Kaliforníu með Landsat 9-gervitungl innanborðs í gær. Eldsneyti úr eldflauginni sást upplýst yfir Íslandi í gærkvöldi.Vísir/EPA Landsat-gervitunglin hafa fylgst með jörðinni og skrásett breytingar í hátt í fimmtíu ár. Breska ríkisútvarpið BBC segir að athuganir þeirra séu lengsta samfellda heimild fjarkönnunartækja um breytingar á jörðinni. Landsat-gögnin eru opin öllum án endurgjalds.
Geimurinn Fréttir af flugi Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira