Innlent

Viðtal við formann Landskjörstjórnar að loknum fundi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristín Edwald ásamt öðrum í Landskjörstjórn.
Kristín Edwald ásamt öðrum í Landskjörstjórn. Vísir/Vilhelm

Landskjörstjórn situr á fundi á nefndarsviði Alþingis þessa stundina þar sem farið er yfir stöðuna í kjölfar Alþingiskosninga.

Mikið uppnám varð í gær að lokinni óvæntri endurtalningu í Norðvesturkjördæmi sem leiddi til algjörrar uppstokkunnar hjá jöfnunarþingmönnum í landinu.

Tveir frambjóðendur hafa kært framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi og fram undan er sömuleiðis endurtalning í Suðurkjördæmi eftir að orðið var við kröfu stjórnmálaflokka þar um.

Kristín Edwald er formaður Landskjörstjórnar. Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður okkar, bíður þess að fundi ljúki og ræðir við Kristínu í beinni útsendingu.

Uppfært klukkan 14:54

Kristín hefur lokið máli sínu en upptaka af viðtalinu verður komin hingað eftir andartak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×