Veðrið gæti blásið Vestfirðingum suður í Kaplakrika Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2021 14:16 Vestramenn geta ekki æft á sínum heimavelli og gætu þurft að mæta Víkingi í Hafnarfirði. Facebook/@Vestri.Knattspyrna Svo gæti farið að Vestri neyðist til að spila undanúrslitaleik sinn gegn Víkingi, í Mjólkurbikar karla í fótbolta, á höfuðborgarsvæðinu. Olísvöllurinn á Ísafirði verður mögulega ekki leikhæfur eftir snjókomu. Til stendur að Vestri og Víkingur mætist í hádeginu á laugardaginn en mögulegt er að færa leikinn fram á sunnudag ef þess þarf. Á mánudag tekur hins vegar við landsleikjahlé og þarf leiknum að vera lokið fyrir það. Samúel Samúelsson, meðstjórnandi í knattspyrnudeild Vestra, segir við Fótbolta.net að Vestramenn hafi þegar átt í viðræðum við FH um möguleikann á að spila á grasvelli FH-inga í Kaplakrika ef þess þurfi. Stefnan sé þó að sjálfsögðu enn sú að spila á Ísafirði. „Ég er bjartsýnismaður og miðað við veðurspá er ég bjartsýnn á að leikurinn geti farið fram á laugardag en eins og staðan er núna þá er það ekki séns,“ sagði Samúel við Fótbolta.net en hann hefur neyðst til að senda leikmenn suður svo að þeir geti æft við viðunandi aðstæður í vikunni: „Völlurinn er hvítur af snjó og það spáir skítaveðri hérna á morgun líka, þó þannig veðri að ég er að vonast eftir því að snjórinn fari. Það á að vera allt í lagi á miðvikudag og fimmtudag þannig að við verðum að sjá stöðuna þá hvernig völlurinn lítur út.“ Vestri komst með eftirminnilegum hætti áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins með því að slá út Valsmenn með 2-1 sigri fyrir tveimur vikum. Vestfirðingar komust síðast í undanúrslit bikarsins fyrir áratug síðan, þá undir nafni BÍ/Bolungarvíkur, en töpuðu þá fyrir verðandi bikarmeisturum KR. Í hinum undanúrslitaleiknum um helgina mætast ÍA og Keflavík, á Norðurálsvellinum á Akranesi. Gert er ráð fyrir að sá leikur hefjist klukkan 12 á laugardaginn en leikur Vestra og Víkings klukkan 14.30, og verða báðir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður á Laugardalsvelli 16. október. Mjólkurbikarinn Vestri FH Ísafjarðarbær Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Til stendur að Vestri og Víkingur mætist í hádeginu á laugardaginn en mögulegt er að færa leikinn fram á sunnudag ef þess þarf. Á mánudag tekur hins vegar við landsleikjahlé og þarf leiknum að vera lokið fyrir það. Samúel Samúelsson, meðstjórnandi í knattspyrnudeild Vestra, segir við Fótbolta.net að Vestramenn hafi þegar átt í viðræðum við FH um möguleikann á að spila á grasvelli FH-inga í Kaplakrika ef þess þurfi. Stefnan sé þó að sjálfsögðu enn sú að spila á Ísafirði. „Ég er bjartsýnismaður og miðað við veðurspá er ég bjartsýnn á að leikurinn geti farið fram á laugardag en eins og staðan er núna þá er það ekki séns,“ sagði Samúel við Fótbolta.net en hann hefur neyðst til að senda leikmenn suður svo að þeir geti æft við viðunandi aðstæður í vikunni: „Völlurinn er hvítur af snjó og það spáir skítaveðri hérna á morgun líka, þó þannig veðri að ég er að vonast eftir því að snjórinn fari. Það á að vera allt í lagi á miðvikudag og fimmtudag þannig að við verðum að sjá stöðuna þá hvernig völlurinn lítur út.“ Vestri komst með eftirminnilegum hætti áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins með því að slá út Valsmenn með 2-1 sigri fyrir tveimur vikum. Vestfirðingar komust síðast í undanúrslit bikarsins fyrir áratug síðan, þá undir nafni BÍ/Bolungarvíkur, en töpuðu þá fyrir verðandi bikarmeisturum KR. Í hinum undanúrslitaleiknum um helgina mætast ÍA og Keflavík, á Norðurálsvellinum á Akranesi. Gert er ráð fyrir að sá leikur hefjist klukkan 12 á laugardaginn en leikur Vestra og Víkings klukkan 14.30, og verða báðir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður á Laugardalsvelli 16. október.
Mjólkurbikarinn Vestri FH Ísafjarðarbær Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira