Veðrið gæti blásið Vestfirðingum suður í Kaplakrika Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2021 14:16 Vestramenn geta ekki æft á sínum heimavelli og gætu þurft að mæta Víkingi í Hafnarfirði. Facebook/@Vestri.Knattspyrna Svo gæti farið að Vestri neyðist til að spila undanúrslitaleik sinn gegn Víkingi, í Mjólkurbikar karla í fótbolta, á höfuðborgarsvæðinu. Olísvöllurinn á Ísafirði verður mögulega ekki leikhæfur eftir snjókomu. Til stendur að Vestri og Víkingur mætist í hádeginu á laugardaginn en mögulegt er að færa leikinn fram á sunnudag ef þess þarf. Á mánudag tekur hins vegar við landsleikjahlé og þarf leiknum að vera lokið fyrir það. Samúel Samúelsson, meðstjórnandi í knattspyrnudeild Vestra, segir við Fótbolta.net að Vestramenn hafi þegar átt í viðræðum við FH um möguleikann á að spila á grasvelli FH-inga í Kaplakrika ef þess þurfi. Stefnan sé þó að sjálfsögðu enn sú að spila á Ísafirði. „Ég er bjartsýnismaður og miðað við veðurspá er ég bjartsýnn á að leikurinn geti farið fram á laugardag en eins og staðan er núna þá er það ekki séns,“ sagði Samúel við Fótbolta.net en hann hefur neyðst til að senda leikmenn suður svo að þeir geti æft við viðunandi aðstæður í vikunni: „Völlurinn er hvítur af snjó og það spáir skítaveðri hérna á morgun líka, þó þannig veðri að ég er að vonast eftir því að snjórinn fari. Það á að vera allt í lagi á miðvikudag og fimmtudag þannig að við verðum að sjá stöðuna þá hvernig völlurinn lítur út.“ Vestri komst með eftirminnilegum hætti áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins með því að slá út Valsmenn með 2-1 sigri fyrir tveimur vikum. Vestfirðingar komust síðast í undanúrslit bikarsins fyrir áratug síðan, þá undir nafni BÍ/Bolungarvíkur, en töpuðu þá fyrir verðandi bikarmeisturum KR. Í hinum undanúrslitaleiknum um helgina mætast ÍA og Keflavík, á Norðurálsvellinum á Akranesi. Gert er ráð fyrir að sá leikur hefjist klukkan 12 á laugardaginn en leikur Vestra og Víkings klukkan 14.30, og verða báðir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður á Laugardalsvelli 16. október. Mjólkurbikarinn Vestri FH Ísafjarðarbær Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Til stendur að Vestri og Víkingur mætist í hádeginu á laugardaginn en mögulegt er að færa leikinn fram á sunnudag ef þess þarf. Á mánudag tekur hins vegar við landsleikjahlé og þarf leiknum að vera lokið fyrir það. Samúel Samúelsson, meðstjórnandi í knattspyrnudeild Vestra, segir við Fótbolta.net að Vestramenn hafi þegar átt í viðræðum við FH um möguleikann á að spila á grasvelli FH-inga í Kaplakrika ef þess þurfi. Stefnan sé þó að sjálfsögðu enn sú að spila á Ísafirði. „Ég er bjartsýnismaður og miðað við veðurspá er ég bjartsýnn á að leikurinn geti farið fram á laugardag en eins og staðan er núna þá er það ekki séns,“ sagði Samúel við Fótbolta.net en hann hefur neyðst til að senda leikmenn suður svo að þeir geti æft við viðunandi aðstæður í vikunni: „Völlurinn er hvítur af snjó og það spáir skítaveðri hérna á morgun líka, þó þannig veðri að ég er að vonast eftir því að snjórinn fari. Það á að vera allt í lagi á miðvikudag og fimmtudag þannig að við verðum að sjá stöðuna þá hvernig völlurinn lítur út.“ Vestri komst með eftirminnilegum hætti áfram í undanúrslit Mjólkurbikarsins með því að slá út Valsmenn með 2-1 sigri fyrir tveimur vikum. Vestfirðingar komust síðast í undanúrslit bikarsins fyrir áratug síðan, þá undir nafni BÍ/Bolungarvíkur, en töpuðu þá fyrir verðandi bikarmeisturum KR. Í hinum undanúrslitaleiknum um helgina mætast ÍA og Keflavík, á Norðurálsvellinum á Akranesi. Gert er ráð fyrir að sá leikur hefjist klukkan 12 á laugardaginn en leikur Vestra og Víkings klukkan 14.30, og verða báðir leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður á Laugardalsvelli 16. október.
Mjólkurbikarinn Vestri FH Ísafjarðarbær Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira